Alþýðublaðið - 22.12.1963, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 22.12.1963, Qupperneq 13
orsca ÞÁ LAS ÉG BÓK Lúðvíks Krist jánssonar um Þorlák O. Johnson. Ég hefði viljað skrifa lengra mál um þá stórfróðlegi bók, en þess en þess er ekki kostur. Fyrra bind- ið kom út í fyrra og nú er bókarlok Ég sagði í fyrra, að þetta væri mik- ið og gott verk eins og Lúðvíks var von og vísa og varla getur sam- vizkusamari höfund — og ekki er síðara bindið síðara. Þetta er orðin merk saga um brautryðj- anda og framfaramann, saga Reykjavíkur og saga íslands á á- kveðnu tfmabili- EN FALLEGUSTU bækurnar sem ég fékk inn úr dyrunum og las voru: Hafnarsfúdentar skrifa heim og Merkir íslendingar frá Bókfellsútgáfunni. Hún gefur allt- af út vandaðar bækur, undirstöðu- bækur. Bréf Hafnarstúdentanna opna manni sýn inn í liðna tíð, og lýsa fyrir manni ævikjörum fólks- ins og örlögum þess. Þetta er lif ahdi, streymandi þjóðlíf. Ó- gleymanleg örlög. Margur sveita- pilturinn fórst í borginni við sund ið, en aðrir uxu og döfnuðu eins og gengur. Bréf frá liðinni tíð eru oft efnismeiri og gefa betri lieildarsýn en fræðibækur og frá- sagnir. OG FLEIBA GAT ÉG EKKI lesið. Blöðin töfðu ekki fyrir, hvorki lestur þeiTra né þátttaka í efni þeirra- — Nú vonar maður að linni um sinn. Fyrsta júlí næsta sum- ar getum við aftur tekið við þar sem nú er frá horfið, að brenna upp verðmætin og vinna að end- urkomu hruns og atvinnuleysis. Hanncs á horninu I VASKINN Framhald úr opnu- Um leið og við leituðum álits verzlunarstjóranna á bóksölunni síðustu daga, könnuðum við, hverj ar væru metsölubækurnar. Svolít- ið var það misjafnt eftir stöðum, en langmest hefur selzt af „Skálda- tíma” Laxness. Næst kemur senni- lega ,,Sá svarti senuþjófur" — ævisaga Haraldar Björnssonar eft- ir Njörð P. Njarðvík, Þá "„Geysir á Bárðarbungu’ eftir Andrés Krist- jánsson og ,,Tveggja heima sýn” eftir Ólaf Tryggvason. Meðal þeirra bóka, sem næstar ganga, eru „Stýfðar f jaðrir” — III. bind- ið — eftir Guðrúnu frá Lundi, „Lax á færi” eftir Víglund Möll- er, „Tyrkjaránið” eftir Jón Helga- soh, hin nýja skáldsaga Indriða G Þorsteinssonar, „Land og syn- ir”, „Mælt mól” eftir Davíð Ste- fánsson, „Skyggna konan" — II. bindi — eftir Eirík Sigurðsson og „Segðu engum”, ný skáldsaga eftir Hönnu Kristjánsdóttur. ALLT I JÓLAMATINN Verzlunin KJÖT & FISKUR Þórsgötu 17 Laugarásvegi 1 SíÁií 13828 Sírni 38140 Verzlunin KJÖT; & FISKUR Grandagarði (skipadeild) Sími 24212 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. des. 1963 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.