Alþýðublaðið - 11.01.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.01.1964, Blaðsíða 2
 i Rltstjórar: Gylfi Gröndal (áb. og BeneOikt Gröndal — Fréttastjóri: Arni Gunnarsson. — Bitstjórnarfulltrúi: EiSur Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — ABsetur: Alþýðuhúsið við , Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Aiþýðublaðsins. — Áskr-iftargjald frr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkuriní SKREF FYRIR SKREF j ALÞÝÐUFLOKKURINN. hefur alla tíð lagt I imeg'ináherzlu á raunhæfar kjarabætur og framfar- ’ir fyrir fólkið, eins og Emil Jónsson sagði í ára- mótaávarpi sínu hér í blaðinu. Það orkar ekki tvímælis, að fyrir tilstilli jafn- aðarstefmiimar hefur margt verið fært till betri (vegar í íslenzku <þjóðfélagi. Ekki væri úr vegi að Ihugleiða, hvernig háttaði hér til, ef hugmyndir jafnaðarstefnunnar hefðu ©kki komizt í fram- íkvæmd í jafn ríkum mæli og raun ber vitni. Er þá !hætt við, að vi(ð blasti önnur mynd, en ivið sjáum ídag. Fyrir tilstilii Alþýðuflokksins var almanna- irygginigafcerfinu komið á fót. Engum dettur leng -iur í hug að efast um nytsemi trygginganna, eða það góða, sem þær 'hafa komið til leiðar. í byrjun voru þó ekki alíir á einu máli um ágæti þeirra. Nú síð- mstu ár hafa verið sniðnir ýmsir iviankantar af trygg ingunum, sem áður höfðu það að iverkum, að líf- eyrisþegum var mismunað. Tryggingakerfið verð ur seint alfullkomið. Það verður að efla og ivíkka, 'banníg það verði eins fullkomið og aðstæður frek- ast leyfa á hverjum tíma. Alþýðuflolckurinn mun sem fyrr hafa þar urn forystu og sjá til þess, að hagsmunir þeirra sem minna mega sín verði vernd aðir og aðstaða þeirra bætt. Eitt réttlætismál, sem lengi var á döfinni, er jafnrétti kvenna og karla, — sömu laun fyrir sömu vinnu. Fyrir tilstuðlan Alþýðuflofcksins er þetta imái nú loks að komast í heila höfn. Konur munu isenn tafca sömu laun fyrir störf, sem þær vinna jafn hliða körlum. Launahækkun til kvenna kemur til framkvæmda í áföngum og hækkaði kaup þeirra nú síðast um áramótin. Þessu réttlætismáli höfðu Al- .þýðuflokksmenn lengi barizt fyrir og höfðu þar isigur í núverandi stjórnarsamstarfi, þótt ekki væri ihann unninn í einni lotu. Alþýðufiokburinn hefur hvað eftir annað beitt tsér fyrir breytingum á kjördæmaskipan landsins. Þau mál verða aldrei ákveðin í eitt skipti fyrir öTl, heldur verður að taka þau til endurskoðunar með ákveðnu árabili til að leiðrétta misræmi, sem skap ust af mismikilli fólksfjölgun og flutningi milli 'landshluta. Þetta er réttlætismál meirihluta kjós- enda, og flokfcurinn mun halda áfram að berjast fyrir réttlæti í þessum málum. Það er langt um liðið síðan jafnaðarmenn gerðu jþað upp við sig að ganga til samstarfs við aðra flokka á grundvelli þingræðis. Þetta hafa jafn aðrmenn livarvetna gert, og það þótt skoðanamun ur væri oft ærið mikill. Með þessum hætti hefur þeim tekizt að hrinda stefnumálum sínum í fram kvæmd, og stuðla að framgangi réttlætismála í þágu fólksins. |; Þremur svissneskum f jall- J! g-öngumönnum undir forystu JI Paul Etters tókst nýlega að ! j klífa niöur noröurhlið Eiger- ! j f jalls. Þeir voru á f jallinu «| þnjá sólarliringa. Alls hafa 25 n'^yndir fjaUgöngumenn beö- iö bana á noröurhlíð Eigers fjalls, sem er 4500 m, á liæö. Mennirnir eru allir frá þorp inu Toggenburg í Ausitur- Sviss, scm er þekkt fyrir í- þróttaiðkanir. Myndin var tek- in þegar þeir komu heilir á húlfi úr hinni frækiegu för. Þer eru (talið frá vinstri): Pater Henkel, Uli Gantenbein og Paul Etter, fyrirliöinn, sem er 27 ára. Hann kleif norður- hliöina sumarið 1962. Með þeim á myndinni er (önnur frá hægri) Brigitte Erna. ÞORÐUR EYJOLFSSON hæsta réttardómari kom að máli við mig eftir að pistili minn um nýyrðið „hagsmunafé“ hafði birzt. Hann sagði meðal annars: „Það er ekki rétt að hæstiréttur liafi notað orð- ið hagsmunafé og iiann mun aldr- ei nota það. Þetta orð kemur fyr- ir í vörn lögfræðings eins sakborn ingsins í „olíumálinu“> og þess getið, að sakborningurinn hafi sjálfur notað það um þann verkn- að, sem hingað til hefur verið kall aður mútur. Nei. Hæstiréttur hef Ur hvorki fundið upp þetta nýyrði né notað það, og ég endurtek það, hann mun aldrei nota það“. ÞAÐ ER GOTT að fá þessa yfirlýsingu frá hæstaréttardómar- anum, en ég rakst á orðið í máls- skjölum „olíumálsins" og þar kemur þetta orð oftar en einu sinni fyrir. Lögfræðingar hafa fundið upp orðið og lögfræðingar hafa notað það. Hæstiréttur h.cf- ur að vísu lcveðið upp dóm yfir því, en hann fordæmir það — og vonandi er það þar með dautt og kemur aldrei framar í neinu máli. ÓSKAR JÓNSSON Hafnarfirði skrifaði mér fyrir nokkru: „Fyrir nokkru skrifaði ég um slysahætt- una á blindhæðinni á veginum milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur, hér í dálki Hannesar á horninu og lét nafn mitt undir greinina, þótt af vangá íélli nafn pistilshöíundar niður í prentun. ÉG ÆTLA EKKI að endurtaka það sem ég sagði þá um þessa stórhæítulegu leið, fjölfarnasta þjóðveg landsins en vil upplýsa a2 = ir Hæstiréttur fordæmir „hagsmunafé". I * Hann hefur ekki notaS það or5 og hann mun aldrei | I nota þaff. Blindhæðirnar á Hafnarfjarðarvegi. + Hreinlæti og snyrtimennska í frystihúsum. j ....................... síðan hafa hátt á annað hundrað hafnfiiv,kar konur, að tilhlutan kvennadeildar Slysavarnaríélags- ins hér í bæ, sent frá sér áskorun til vegamálayfirvalda um að vanda blindhæðirnar svo að framúrakst- ur sé ekki mögulegur á þeim. AÐ ÉG SKRIFA ÞETTA nú er fyrst og fremst vegna þess, að fyr ir 2—3 dögum var ég að koma í bíl uppá eina blindhæðina og mæt um við þá bíl, sem er að fara fram úr á háhæðinni. Til allrar hamingju varð ekki slys, fyrst og fremst fyrir það að allir bílarnir óku hægt. I j EN FRAMÚRAKSTUR á þess- um hæðum á sér því miður oft stað, og þeir sem daglega þurfa að fara þessa leið, munu eflaust geta þar um dæmt. Munu liinar fram- takssömu hafnfirsku konur hafa snúið sér á æðstu staði og trúi ég eigi öðru, en að sá ráðherra, er málið heyrir undir, verði liér :,nar lega við ósk hinna fjölmörgu, er munu veg þennan fara. Ætti vega málastjórnin að hraða framkvæmd um áður en ný slys verða! ! IIALLDÓRA BERGSDÓTTIR skrifar: „Af tilviljun átti ég ný- lega erindi inn í frystihús. Það sem vakti sérstaklega undrun mína var liöfuðbúnaður stúlkna þeirra, I sem þar voi'u við pökkun. Þær höfðu smá-báta,. sem tyllt var á , hvirfilinn. En niður undan löfðu. hárflækjur— á sumum niður á herðar — á öðrum niður í auga. Býst ég við, að þetta frystihús sé engin undantekning. Hef reyndar sannspurt, að svona er liöiuðbún- aðurinn víöast livar, ef ekki í öll um frystihúsum landsins. Má mik ið vera, ef- aldrei hafa borizt kvart anir erlendis frá um hár af ýms- um stærðum og gerðum. Sömu sögu er að segja um afgreiðslu- fólk kjöt- og mjólkurbúða. ÉG VAR NÝLEGA á húsmæðra skóla í Danmörku. Þar voru kapp- ar ekki eingöngu til skrauts held ur hlífðar og hafði forstöðukonan strangt og stöðugt eftirlit með að þvi væri framfylgt. Væri ekki hægt, að lögskipa sérstakan höf- uðbúnað, sem að gagni mætti koma og gæta þess síðan strang- lega, að þeim reglum væri fram- fylgt.“ Mgliiveggiarx pgötur frá Plötusteypunni j Sími 35785. 2 11- jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.