Alþýðublaðið - 11.01.1964, Blaðsíða 13
Framh. af 7. síðu
þessari skattlagningú nam um 325
millj. Á hinu nýbyrjaða ári má
gcra ráð fyrir að bifreiðaeigend-
ur greiði um 570 millj. kr. í skatta
af bifreiðum og rekstrarvörum
þeirra en af þeirri upphæð renna
244 millj. til vega og er það næst
um sama hlutfallstala og 1960,. Hér
er allt of skammt gengið, hlutui'
veganna of lítill, en skerfur ríkis
sjóðs til annarra þarfa of stór. Rétt
cr að vekja aíyhgli á því, að aukn
ing á vegafé ‘64 stafar næstum ein
göngu af auknum sköttum á benz-
ini og bílum. Benzíngjald, þunga
Skattur og gúmmígjald eru áætluð
um 197 millj. kr., eftir eru því af
Öllum bifreiðasköttum í ríkissjóði
570 — 197 373 millj. af þessum
373 millj., skilar ríkið aðeins 47
millj. kr. í vegi. Framl. ríkisins
til vegamála hækkar næstum ekk
crt á árinu þrátt fyrir vaxandi dýr
tíð og heildarhækkun fjárlaga.
Samanburður á benzínverði liér off
eriendis.
Ein af röksemdunum fyrir hækk
uðu bcnzínverði var sú að benzín
ið cr ódýrara eða hefur verið ó-
dýrara hér á landi en í flestum
IÖndum Evrópu. Þessi samanburð
ur ónákvæmur. í öllum þeim lönd
um, sem tekin hafa verið til sam
anburðar, er vegakerfið betra og
fnllkomnara en hér. Þar eru yfir
leitt allir vegir með síéttu ryk-
lausu yfirborði, amiað hvort steypt
ir, malbikaðir eða með olíumöl.
Þá má heldur ekki gleyma því,
að í öllum þessum löndum er víð
tæk flutningastarfsemi á landi, þ.
e. járnbrautir, sem njóta styrks
frá ríkinu, þessir. flutningar létta
á vegakerfinu og eru jafnframt fjár
hagslegur baggi á ríkinu. Þrátt fyr
ir að benzín er nokkru lægra í
verði hér á landi, en annars staðar
í Evrópu þá mun rekstur bifreiða
á ekinn km. vera hér hærri en
í öðrum löndum, vegna þess hve
slitið á bifrelðum er miklu meira
en annars staðar, og stofnkostnað
ur hár vegna mikilla tolla og að-
flutningsgjalda.
Breyting á þungaskatti.
Lögin fela í sér mikla hækkun
á þungaskatti á dieselbifreiðum,
en þungaskattur á benzínbifreiðum
verður óbreyttur, þessi þáttur lag
anna er að víssu leyti eðlilegur.
Rétt og sanngjarnt er að diesel-
bifreiðar beri jafn mikin skatt á
við benzínbifreiðar en ekki meir.
Sérlega ósanngjarnt er tvímæla-
laust að allar bifreiðar undir 2000
kg. að netto þyngd bera sama
skatt. Af þessu leiðir að léttar dies
clbifreiðar bera tiltölulega hærri
skatta en hinar stóru, enda þótt
þær fyrr nefndu slíti vegunum
að jafnaði mun minna. Við teljum
netto þyngd bifreiðar ekki lieppi-
legan grundvöll fyrir þungaslcatt
SHDBSTðDIN
Sæfúni 4 - Sími 16-2-27
■ JBílIian er smurðar fijóit og vtL
I íBfiljmö >llar tegundlr af smuiDSiÍA
VEGALÖGIN
heldur beri að miða við þyngd á
hvem hjólbarða, þegar bifreiðin
er fullfermd. Ef deilt er í þyngd
bifreiðarinnar með fullum farmi
með fjölda hjóla kemur út tala,
sem við getum kailað „hjólbarða-
kíló“. Sú tala er réttlátari grund
völlur fyrir skattlagningu og í
meira samræmi við það siit, sem
bifreiðin véldur á vegunum. Þá
tejlum við óheppilegt að. bein-
línis óréttlátt að endurgreiða
þungaskatt eða hluta af .þenzín-
gjaldi af nokkrum þeim feifreið-
um, sem á vegunum aka.JTeljum
við því að fyrirkomulagið á þunga
skatti sé óheppilegt í lögum þess
um og þurfi breytinga við.
Hvernig: á að verja vegrfénu?
í skýringum, sem lagafrumvarp
inu fylgdi er lausleg áætlun um
það hvernig vegféð verðijnotað.
Sérstök ástæða er til að gera at-
hugasemd við þrjá þætti þessarar
áætlunar: 1) Gert er ráð fýi'ir að
aðeins verði varið um 2,5% af
vegafé til yfirstjornar og skipu-
lagningar í vegaframkvæmdum.
Allt veltur á þvi að skiptRagning
og tæknilegur undirbúningur sé
í sem beztu lagi. Getur því vart
hjá því farið að hlutfallstala þessi
sé of lág. 2) Ekki kemur fram
hve miklu fé skal verja til þess
að gera rykfrítt slitlag á vegi, en
þetta er ein mest aðkallandi fram
kvæmd í vegamálum á næstu ár-
um. Úr þessu er hægt að bæta,
þegar vegaáætlunin verður sam-
in. 3) Of litið fé er ætlað til véla-
kaupa. Ekki er vafi á því að mjög
hefur hamlað vegaframkvæmdum
að vegagerö ríkisins hefur ekki
haft á að skipa beztu tækjum við
viðhald vega og vegalagningu. En
mikið fé getur farið fyrir lítið,
ef leigð eru dýr og seinvirk tæki
til þessara framkvæmda. Á þessu
sviði þarf að vera fullkomin hag
nýting á nútíma tækni við allar
vegaframkvæmdir. í skýringum
við frumvarpið er þess getið að
0,5% sktdi varið til ranrisókna.
Ákvæði um þetta veigamikla at-
riði þarf að koma inn í lögin sjálf
og hlutfallstalan að vera að
minnsta kosti 3% af vegafénu.
Ýmis hérlend vandamál verða
trauðla leyst með erlendri þekk-
ingu og reynslu einni saman. Við
hagnýtingu á margs konar inn-
lendu efni þarf rannsóknir og öfl-
un nýrrar þekkingar. Þá geta opn
azt leiðir fyrir hagnýtingu á inn-
lendu efni, sem hafa geysimikla
þýðingu fyrir hina viðáttumlklu
vegi, má þar nefna rykbindingu
með hveraleir eða öðrum tiltæki-
legum innlendum efnum. Verði
vegafénu varið á hagkvæman hátt
munu hækkanir á benzínverði og
sköttum skila sér aftur til bifreiða
eigenda í minnkandi sliti á bifreið
um og öll þjóðin, síðar meir njóta
góðs af greiðari og ódýrari sam
göngum.
N'iðurstaða. ,
a) Hinir sérstöku skattar, sem
legðir hafa verið á bifreiðar og
rékstrarvöfur þeirra á undanförn
um árurn hafa numið svo stórum
fjárhæðum, að fyrir þær hefði ver
ið unnt að koma fjölfömustu leið
um hér á landi í gott lag. Þegar
tekið er tillit til þess, hvernig
tekjum ríkissjóðs af bifreiðum og
rekstrarvörum þeirra hefur verið
varið undanfarin ár, og hve lítið
hefur verið notað til vega, er ekki
óeðlilegt að nú verði breytt um
stefnu, þannig að 2/3 að minnsta
kosti, af þeim tekjum verði varið
til veganna. En samkvæmt því ætti
vegafé að vera nálega 380 millj.
Vegalög þurfa að tryggja nægt
fjármagn til vegamála, annars
verða þau dauður bókstafur, eins
og lögin um Austurveg frá 1946,
sem ekki voru framkvæmd, en
felld úr gildi á s. 1. Alþingi. b)
Þriðja kafla laganna þarf að
breyta þannig að þar komi ákvæði
um hraðbraut C, það er veg með
200 til 1.000 bifreiðar á dag. c)
Reglum um þungaskatta þarf að
breyta þannig áð bifreiðar standi
sem jafnast að vígi gagnvart þess
um skatti og að liann miðist á
sem nákvæmastan hátt við slit
þeirra á vegunum. d) Þá teljum
-við að fella beri niður ákvæði um
endurgreiðslu á benzínskatti og
þungaskatti. e) Auka þarf fé til
rannsóknarstarfsemi í vegalög-
um þarf að vera ákvæði um rann
sóknarstofnun hjá vegagerð ríkis-
ins, sem ynni áð sérstökum inn-
lendum rannsóknarverkefnum.
Vegalögin eru tvímælalaust spor
í framfaraátt og vart þess að
vænta að svo yfirgripsmikið mál
verði afgreitt gallalaust í fyrstu
lotu. Þessu stórmáli var flaustrað
gegnum Alþingi án naúðsynlegra
endurbóta, og þarfnast lögin því
endurskoðunar og breytinga hið
fyrsta. Þetta er mikið réttlætis-
mál fyrir alla bifreiðaeigendur og
eitt liið stærsta nauðsynjamál
allrar þjóðarinnar, því að góðar
samgöngur eru undirstaða blóm-
legs atvinnulífs.
Reýkjávík, 8. janúar 1964
Stjórn Félags íslenzkra bif-
rciðaeigenda.
RAÐSÓFIhtanaarkitektSVEINN KJARVAL
litiö á húsbúnaðinn hj& húsbúnaði • 9 9
EKKERT HEIMILIÁN HÚSBÚNAÐAR
SAMBAND HÖSGAGNAFRAMLEIÐENDA
Tannlækningastofa mín er flutt á Strandgötu
8. (Sparisjóðshúsið) gengið inn frá Litnnetstíg.
Ólafur P. Stefensen, tannlæknir.
Duglegir sendisveinar
óskast.
Þurfa að hafa reiðhjól.
Alþýöublaöið, sími 14-900.
TILKYNNING
Samkvæmt samningi Vörubílstjórafélagsins Þróttar við Vinnuveitendasamband íslands, og
samningum annarra sambandsfélaga með samskonar samningsákvæði, verður leigugjald fyrir vöru
bifreiðar í tímavinnu, frá og með 10. jan. 1964, og þar til öðruvísi verður ákveðið, sem hér segir:
Dagvinna: Eftirvinna: Nætur & helgid.v.
2V2 tonns vörubifreiðar Kr. 119.40 137.00 154.50 pr. kl. st.
‘2Vi. — 3 tonna hlassþunga — 133.90 151.40 169.00
3.. _ 3V2 — _ 148.40 165.90 183.50
3i/2 _ 4 — ■ — 161.60 179.10 196.70
4 _ 4Vz — „ —, — 173.60 191.20 208.70 —
4V6 — 5 — ■V , — 183.30 200.90 218.40
5 _ 5Vh _ „ , _ 191.70 209.30 226.80
5y2 _ 6 _ — - _ 200.20 217.70 235.30 .
6 — 6V2 — _ 207.40 224.90 242.50
6 Vt — 7 _ -1- 214.60 232.20 249.70
7 _ 7V2 _ r ■■ 1 — 221.90 ■ 239.40 257.00
73/2 — 8 _ _ 229.10 246.60 264.20
Aðrir textar hækka í sama hlutfalli.
Landssamband Vörubifreiðastjóra.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. jan. 1964 J3