Alþýðublaðið - 11.01.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.01.1964, Blaðsíða 15
REME/WEEP. /Vi£ í DEKA UAA'.BETUi - WHEN.I LEARNEP THAT yoU WERfi r IN TME CREW OF THIS FÚ0HT... I EollöHT A TICKET 5ST( TO UTU -sgí \ x r&væcabek th.at yo« HAV'E BEEN ON THE SCENT EVEKV TIMr I HA'T. EEACtíE A K£y PoihlT IN E6SC(UN'e THAT SciENTlST FKOAA T!!r U( . KEPSJ -ÆTs-. g / I HOFE WE i- PON'fölVE THEM YOU SEE,CAPT.\V A R0U6H BIPEÍ LEEB WE DO NOT \V—. ______^ - MoNHEysHiNEs v^rlF^Sn AKOUNPÍ FLIöHT TO ÚTU ALREApy , PAy/N6 PROROSAL I | — Ég er ekki rithöfundur leng Ur; sagði Lund. — Nú rek ég við skipti. Ég kaupi og sel, og fæ ágóða eins og allir aðrir í slíkri stöðu. — Hvað kaupir þú og selur? | — Vörur. * — Hvaða vörur? Lund svaraði ekki. Hann stóð á fætur og liorfði fast á Kim. —. Ef að okkur kemur ekki saman, verða afleiðingarnar veistar fyr- ir þig. vertu vinur minn, Við getum náð langt, ef við höldum saman. Kim velti því fyrir sér, livers vegna augu föður hans voru svo undarleg. Hann var viss um, að faðir hans hafði ekki snert á- fengi allan daginn, livergi flösku í allri íþúðinni. Faðir hans angaði heldur hvorki af vírii eða öii. Þrátt fyrir voru augu hans sljóleg, eins og hann væri undir áhrifum. . — Kim, hélt Lund áfram. og reyndi að vera vingjamlegur. —. Hef ég ekki alltaf verið góður við þig? Gaf ég þér ekki ailtaf allt það. sem þig iangaðir til að eiga, þegar þú varst. lítill? A móti vilja sínum varð Kim að vikurkenna það. —, Jæja, þannig getur það líka orðið núna, drengur minn. Ég mun gefa þér allt, sem þú girnist, Og kosta þig til mennta. Kim settist við borð, sem á stóðu vindlingar og eldfæri. — Þetta hijómar allt mjög vel, sagði hann — . . . ef ég gæti bara verið viss um, að þessi at- vinna þín sé lögleg. Ég minnist þess ekki, að þú tækir lögin svo Mtíðlega,. þegar við bjuggum í „Þyrnihúsinu“ hjá Maju mömmu. Hann opnaði vindingaöskju ur silfri, og ætlaði að íá sér vindl- ing. Lund þaut til hans og hrifs aði af honum vindlinginn. —. Nei, Kim. Þessir vindlingar' eru ekki handa þér. Ég skal ná í aðra. Kim horfði spyrjandi á föður • sinn. — Hvað er að þessum vindl ingum, spurði hann og opnaði öskjuna aftur. — Ég sé ekkert athugavert við þá. Lund greip öskjuna. — Nei, sagði liann andstuttur. — Ég vil ekki að þú reykir þessa vindl- •inga.. Bíddu andartak, ég skal ná í aðra. — Hvers vegna? Kim horfði hugsandi á föður sinn, sem flýtti sér að fela öskjuna í skáp, sem stóð í hinum enda stofunn- ar. — Jæja, því er þá þannjg háttað, sagði hann og brosti hörkulega. — Nú fer ég að skilja allt bet ur. — Hvað sldlur þú betur, spurði spúrði Lund taugaóstyrlc ur. Ég slcyldi ekki hvers vegna augnaráð þitt var svona sljólegt, eins og þú værir dálítið drukk- inn . . . En nú skil ég það. Þú reykir maribujana, ckki satt? — Vitleysa, svaraði Lund, og leit undan. Kim reis á fætur, og æstur-.___ Vindlingarnir í silfuröskjunni . . . það eru allt marihujana- vindlingar, elikí rétt? ÞaS er þess vegna, sem ég má ekki réykja Þá, Lund þagði. /T — Vörurnar sem þú verzlar með . . . eru með öðrum orðum marihujana, hef ég ekki rétt íyr ir mér? . . . Þögnin, vfir nóg svar fyrir Kim. Hann gekk út í anddyrið, tók iiiiiiUMiiiii(uiiiuiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiir,iiiiiiiui|utlB frakka sinn og tösku, og gekk til dyra. — Vertu sæll, sagði hann.—- Ég held að ég finni mér annann stað til að búa á. Ég vil ekki lifa á peningum, sem græddir eru á slíkri verzlun. Vertu sæll. — Kim. Lund stökk til dyra og varn- aði honum útgöngu. Andlit hans var öskugrátt, en rödd hans .ilt- girnisleg. ; — Þú gleymir einu mikiiv'ægu atriði, sonur minn. Þú ert; enn þá undir eftirliti . . . Það mun ekki einu sinni líða vika þang að til þeir uppgötva, að þú býrð ekki hjá mér. Þeir munu ekki við að flytja þig aftur á og halda þér þar þangað þú ert orðinn 21 árs. Kim virtist kikna í hnjáliðun-- um, og augnaráð hans myrkvað- ist. — Láttu sú skynsemina ráða, Kim. Hérn|a hjá mér, muntu njóta frelsis til að gera hvað sem þú vilt, -og ég mun hjálpa þér til að komast áfram. Vængir þín ir munu á ný verða reyrðir sam an í betrunarhælinu, og þú glat- ar dýrmætum árum af æsku þinni. Kim fannst sem hann væri fangaður í gildru, og allar leiðir lokaðar. Hann stundi þungan. — Allt í lagi, sagði hann loks. — Ég verð hér kyrr. Þú sagðir að ég fengi herbergi út af fyrir mig. Sýndu mér það. Ég vil helzt fá að vera einn dálitla stund. — Eins og þú vilt, sonur minn. Nokkrum dögum síðar hringdi Jasper til Beötu snemma morg- uns. — Ég var að tala við Kim. Hann býr í íbúð föður síns á Friðriksbergi. Honum þótti mjög leitt að heyra, að þú hefðir mis- skilið þögn hans. Hann lofaði mér, að hann skyldi heimsækja þig bráðlega. — Þakka þér fyrir, Jasper. Hvenær ætlar þú sjálfur að líta inn? — Strax og mér vinnst tími til. Sem stendur er ég önnum kaf- inn. Jeanette er nýkomin til borg arinnar, og í dag þurfum við að æfa þrjú ný atriði. — Hvenær liefst ferðin? •; — Hinn daginn. Við komum í fyrsta sinn fram í Óðinsvéum á föstudaginn. — Komdu og borðaðu með okk ur á morgun. Mamma segir að þú sért velkominn, hvenær sem þú kærir þig um. —- Ástar þakkir. — Þú getur tekið Jeanette með þér, ef þú vilt. Við borðum klukkan tólf. — Þakka þér fyrir. Ég hugsa, að við komum bæði. Beata mundi áreiðanlega aldrei gleyma þessari máltíð. Jeanette reyndist vera áberandi falleg stúlka, faguriega vaxin, með svart hár og stór, dökk augu. Hún talaði vandað mál, og framkoma hennar var svo að- laðandi, að Beötu gat ekki ann- að en geðjazt vel að henni. Það var ekki fyrr en eftir matinn, að Beata kynntist því, sem bjó að baki þessarar blíðlegu framkomu. — Ég hefði gaman að sjá her bergið yðar, sagði Jeanette við Beötu, þegar þær stóðu upp frá borðum. — Það væri mér mikil ánægja að sýna yður það, svaraði Beata. Ieiddi Jeanette til herberg is síns, sem var á annarri hæS. Jeanette nam andartak staðar' við dyrnar og leit í kringum sig.j Svo lét hún fallast í stól, og virtl ist ekki hafa áhuga á neinu öðru en að athuga blóðrauðar neglur sínar. Skyndilega leit liún á Be- ötu, og brosti kuldalega. ( ' — Þar sem við erum nú ein-: ar, sagði hún, — vildi ég gjarn' an spyrja yður samvizkuspurn-, ingar. — Einmitt, svaraði Beata undri andi. . I ... i ,— Já, mig langar til að ganga lireint til verks, og spyrja yður hvort yður finnist þetta rétt gagn vart Jasper. - : — Rétt gagnvart Jasper? Ég held að ég skilji ekki við hvað þér eigið. — Ekki það? Jæja, ég skal skýra þetta nánar. Þið hafið leik ið kærustupar fx-á því að þiS vox-uð lítil. Ég veit allt um það. Jasper elskar að segja sögur frá bernskuárum sínum. Ég þekki engan, sem er jafn trúr berasku minningunum og hann. En . . . nú er hann fullorðinn, og samt haldið þér dauðahaldi í liann. Beata hné niður á rúmið, og starði orðvana á Jeanette. — Já, samt haldið þér dauða haldi í hann, endurtók Jeanette. —• Þér neyðið hann til að halda áfram leik, sem ætti fyrir löngu ©PIB. COP/.NHAGttt __ Ertu nokkuð viss um að' konan vilji stoppa á hverrí eiii- ustu hæð, Dísa mín? Þér sjáið að hér er ekkert slór, farþeg- ar eru að ganga um borð. Ég vona bara að þetta fari allt vel. — Radarinn er svo fullkominn, að . . . — Sælir Leef flugstjóri. — Munið þér ekki eftir mér, Deku Lam- beth. Þegar ég sá að þér voruð meðal á- hafnarinnar, keypii ég mér farmiða til Utu. — Ég man bara það, að þú liefur alltaf verið í grenndinni, þegar eitthvað hefur ver ið að ske á þessu ferðalagi. — Stebbi er nú ekki lengur alveg örugg ur um aö dulargervið hafi uáð tilgangi sín- um. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. jan. 1964 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.