Alþýðublaðið - 11.01.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.01.1964, Blaðsíða 10
 JÓN Þ. ÓLAFSSON, okkar ágæti hástökkvari, var kjörinn íþróttamaður ársins 1963 a£ samtökum íþróttafréttamanna. Hann hlaut alls 64 stig, en hæsta mögulega stigatala er 66 stig. Jón var efstur á öllum atkvæðaseðlunum sex, nema einum, þar var sund- konan Hrafnhildur Guðmundsdóttir efst, en Jón ann- ar. Þetta er í 7. sinn, sem atkvæðagreiðslan fer fram. Atli Steinarsson, formaður í Samtökum íþróttafrétta- manna afhenti Jóni hinn fagra verðlaimagrip í hófi í Leikhúskjallaranum í gær, en viðstaddur þá athöfn var Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, en hann flutti stutta ræðu við það tækifæri. Tíu fremstu á listanum hlutu góðar hækur til minningar um atburðinn. Úrslit í kosningunni, urðu sem hér segir: íþróttamaður ársins, Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 64 stig (frjálsar í- þróttir). 2. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR, 56 stig (sund). 3. Jóhann Vilbergsson, Siglu- firði, 39 stig (skíðaíþróttir). 4. Sigríður Sigurðardóttir, ÍR, 27 stig (frjálsar íþróttir). 5. Guðmundur Gíslason, ÍR, 26 stig (sund). 6. -7. Guðjön Jónsson, Fram, 22 stig (handknattleikur). ' 6-7. Valbjörn Þorláksson, KR, 22 stig (frjálsar íþróttir). 8. Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR, 19 stig (körfuknattleikur). 9. Davíð Valgarðsson, Keflavík, 18 stig, (sund). 10. -11. Ingólfur Óskarsson, Fram, 12 stig (handknattíeikur). 10.-11. Magnús Guðmundsson, Akureyri, 12 stig (golf). Aðrir, sem hlutu stig voru, Ax- el Axelsson, Þrótti, knattspyrna, Ragnar Jónsson, FH, handknatt- leikur, Guðmundur Gústavsson, Þrótti, handknattleikur, Birgir Guðlaugsson, Siglufirði, skíða- íþróttir og Kristleifur Guðbjörns- son, KR, frjálsar íþróttir. Alls hlutu því 16 íþróttamenn og kon- ur atkvæði að þessu sinni. Stigin eru reiknuð þannig, að fyrsti mað- ur hlýtur 11 stig, annar 9, þriðji 8, fjórði 7 o.s.frv. ★ Frábær afreksmaður. Jón Þ. Ólafsson er fæddur 21. júní 1941 og er því aðeins 22ja ára gamall. Hann hefur verið einn bezti íþróttamaður landsins sl. þrjú ár og í fyrra var hann í öðru sæti í kosningunni um íþróttamann ársins, en Guðmundur Gíslason sigraði þá eins og kunnugt er. Jón setti glæsilegt íslandsmet í hástökki á sl. sumri, stökk 2,06 m., sem er bezta afrek íslenzks íþróttamanns á árinu á alþjóða- mælikvarða. í hástökki innan húss stökk hann 2,10 m., sem er með því bezta í heiminum 1963. Eins og títt er um stráka, hóf Jón snemma að leika sér í knatt- spyrnu, en 1957 reyndi hann fyrst við hástökk og fór yfir 1,45 m. Síðan hefur hástökkið átt hug hans allau, ef svo má segja. Hann stökk hæst 1;60 m. 1957, 1,73 árið eftir, 1,80 m: 1959, 1.88 m. 1960. Árið 1961 komst hann í hóp beztu hástökkvara í Evrópu, er hann stökk 2,03 m. í Rostoek og sigraði bezta hástökkvara Þjóðverja Diihr kopf, sem stokkið hafði 2,09 m. rétt fyrir mótið. 1962 stökk Jón 2,05 m. og í fyrra 2,06 m. eins og fyrr segir. Innanhúss hefur Jóni gengið enn betur, stökk 2,11 m. Jón Þ. Ólafsson, „íþróttamaður ársins 1963”. í hitteðfyrra, sem er íslenzkt met, en 2,10 m. í fyrra, eins og áður er sagt. Ekki er minnsti vafi á því, að Jón á þennan heiður skilið og við óskum honum inniiega til ham- ingju og vonumst eftir enn betri afrekum á þessu nýbyrjaða Ol- ympíuári. ★ Tíu met á einu árí. í öðru sæti á listanum er Hrafn- hildur Guðmundsdóttir sundkona, sem tekið hefur stórstígum fram- förum á sl. ári, hún setti alls 10 íslandsmet og sum þeirra mjög góð og ó Evrópumælikvarða. Hún hefur tekið þótt í sundmótum í mörg ár og nú síðustu árin verið einráð á ölium sundaðferðum. — Hún náði lengst íslenzku þótttak- endanna á Norðurlandamótinu í Osló í sumar, hlaut fjórða sæti 'í 200 m. bringusundi. ★ Blcistari í öllum alpagreinuni. Siglfirðíngurinn Jóhann Vil- Hér sjást Þau, sem gátu mætt í hofi íþrciiitafrétta- manna í Leikhúskjallaran- um í gær. Fremri röð, talið frá vinstri: Sigríður Sigurð ardóttir, Jón Þ. Ólafsson, og Hrafnhildur Guðmunds- dóttir. Aftari röð: Guðmund ur Gíslason, Davíð Valgarðs son, Þorsteinn Ilallgrims- son, Guðjón Jónsson og Ing- ólfur Óskarsson. Á myndina vantar Jóhann. Vilbergss. Val björn Þorláksson óg Magn ús Guðrmindsson. Ljósm.: bergsson náði frábærum árangri á Landsmóti skíðamanna sl. vetur, er hann sigraði í öllum alpagreín- um mótsins. Slíkt er mjög sjald- gæft og ekki nema á færi mikils afreksmanns. Jóhann hefur tekið þátt í skíðamótum um margra ára skeið og ávallt með góðum ár- angri. Hann er nú staddur í Aust- urríki sem þátttakandi í Olympíu leikunum, sem hefjast í Innsbruek 29. janúar næstkomandi. ★ Gífurlcgar framfarir. Hin kornunga frjólsíþróttakona, Sigríður Sigurðardóttir tók senni- lega mestum framförum ailra í í- þróttum á sl. ári. Sem dæmi um það má nefna afrek hennar í lang- stökki, hún stökk 5,32 m., sem cr ágætt nýtt íslenzkt met og nærri metra betra en liún náði bezt 1962. Sigríður setti alls fimm ís- lenzk met á sl. ári og miklar vonir eru tengdar við hana á árinu 1964. t •k 58 Ísíandsmet. Guðmundur Gíslason, sem kjör- inn var íþróttamaður ársins I fyrra er nú i fimmta sæti. Hann setti nokkm- íslandsmet sl. ár, vann t. d. það mikla afrek að setja sítt 58. ÍElandsmet frá upphafi, sem er einstakt og óhætt mun að full- yrða, &ð enginn íslenzkúr íþrótta- maður hafi sett annan eins fjölda meta í einstaklingsgreíftum, því að boðsund og ungltngamet eru ekkí talin með í þessum lista. * Ftábær handknattleiksmaður. Guðjón Jóhssön hlaut fle'st at- kvæði handknattleiksmanna, en. hann 'ispr einn af liinum sigur- Framh. á 11. siðu IÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS1963 10 11- j'an. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.