Alþýðublaðið - 11.01.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.01.1964, Blaðsíða 8
lilliill „„æstkomandi fimmíi hí 15 leikritið Læðurnai in Walentin Chorell. x.Iyndlrnar í opnunni < göngu eru konur, í nokkr Myndir: Jóhann Vilb í'innskur og hefur samið mörg leikrit, mest útvarpsleikrit. Þú manst máske eftir leikritinu sem leikið var í útvarpinu í fyrra, en þar fóru Lárus og Þorsteinn með aðalhlutverkin. Það gekk út á tvo menn sem voru stofufélagar á spítala. — Jú, mig rámar í það. — Annar gat sig ekki hreift, en hinn sagöi honum hvað hann saei út um gluggann. Svo dó þessi sem gat hreift sig og hinn fékk sig fluttan í rúm hans, til að geta séð sjálfur út um gluggann. — Já, alveg rétt, var ekki-.-.-.? — Jú, það var enginn gluggi, það var bara veggur. — Er höfundurinn vel þekktur? — Það hefur verið leikið eftir hann á öllum nf)rðuírlöndunum meira og minna og um allt Finn- land vitanlega. — Hvernig líst þér á þetta leik rit? — Mjög vel, þetta er sérkenni- legt og gott verk. Leikurinn fer að mestu fram á kaffistofu einnar deildar spunaverk miðju og spuna hljóðið heyrist á bak við. Og nú má Baldvin ekki vera að Ég tel tíu konur á sviðinu. Tvær standa út við dyr, til hliðar á svið inu, en Jiinar kringum borð á miðju sviði. Ógreinileg konumynd, hrúgald í rúmgarmi við vegg, á maganum. Þær rífast á sviðinu, skammast og nota gróf orð. Þetta er kaffistofa í spunaverk- smiðju, stimpilklukka á vegg, fata skápar með númerum. Vélaskrölt á bak við. Og enn rífast.þær. Ba;dvin leikstjóri krotar niður athugasemdir. Jóhann Viíberg ljósmyndari sprangar um fyrir framan sviðið, og öðru hverju blos.ar flacpið hans. Æfingin er byrjuð þegar við kom um inn. í salnum er dimmt, en sviðsljósin varpa fölum bjarma á rauöklædd stólbök Þjóðleikhúss íslendinga. Nokkur hvít andlit á "stangli í ;alnum, löng haka, Bald- vin Iíalldórsson, leikstjóri. Það er einmitt hann sem við Ijósmyndarinn þurfum að hitta. Hann verður okkar var og gef- ur bendingu um að við megum taka okkur sæti. Við vörumst að setjast nálægt Baldvin, það má ekki trufla hann meðan æfing stendur yfir. Ljósmyndarinn fer á kreik eft- ir skamma setu og bíður eftir .skemmtilegri senu. Það kemur enginn karlmaður inn á sviðið og mun ekki koma í þessu leikriti, þessar konur virð- ast allar geta án karlmanna ver- ið, og þó. Ég sé ekki betur en sumar þeirra séu „bomm“. Og þær tala líka mikið um karlmenn og eru hreinskilnar í máli. Ekki fá allir karlmenn fagran vitnisburð, þó sumir. Hópurinn er eitthvað gramur út í þessar tvær sem standa út við dyrnar. Önnur hefur logið ein- hverju, en hin er verkstjóri. Þær fá verkstjórann til að segja sér sögu sem hefur mikil áhrif. Ein fellur í grát og segist ekki vilja heyra meira. Hún er hugguð af starfssystrum sínum. Svo fara all ar stúlkurnar út, nema þessar tvær sem standa við dyrnar, og' hrúgaldið sem liggur ennbá hreyf ingarlaust í rúmgarminum. Verkstjórinn hefur lofað að segja upp. Þær fara að rífast. Sú vngri heimtar að fá að' fara með verkstjóranum burtu úr verk- smiðjunni, en hún neitar. Þá verð ur sú yngri reið og ber upp á hina kynvillu með meiru. Þá fær hún löðrung. Verkstjórinn fer út, en hin ligg ur eftir á gólfinu, yfirbuguð. Síð- an rís hún á fætur og sést við borð ið og fer að snyrta sig. Þá rumskar hrúgaldið í rúmgarminum, teygir sig og geispar og blótar. Svo staul- ast það á fætur og reikar í áttina að stúlkunni sem er að snyrta sig. - Hrúgaldið er gömul kona. Hún talar og talar, en unga stúlk an svarar í'áu í fyrstu, en rís svo á fætur og spyr hvort hún sé ekki sæt. Jú, hún er sæt. Hún virðist vera á leið út á götu, og gengur út. Gamla konan tautar eitthvað og tjaldið fellur ekki strax, en Baldvin kallar „tjaldið" og þá er 'iregið fyrir. Við náum tali af Bald vin örstutta stund, en hann er mjög tímabundinn. Er þetta gott leikrit Baldvin? — Já, ég álít það mjög gott. Höfundurinn er Walentín Chorell, 8 11. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.