Alþýðublaðið - 11.01.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.01.1964, Blaðsíða 5
Tramh- af 1. síðu ar enn ekki beðið Öryggisráðið að skerast í leikinn og Bandarík- in hafa heldur ekki snúið sér til ráðsins. Jolinson forseti hefur falið Thomas Mann varautlanríkisráð- herra, sem fer með mál er varða latnesku Ameríku, að fara til Pan ama og kynna sér ástandið. John- son hringdi í Chiari um hádegið í dag og ræddust forsetarnir við í stunarfjórðung. í fylgd með Mann verða Cyrus Vance hermálaráðherra, Edwin Martin, fyrrverandi varautanríkis ráðherra og Ralph Dungan úr starfsliði Hvíta hússins. í tilkynningunni frá Hvíta hús- inu segir, að bandaríska stjórnin harmi mannfallið ú skurðsvæðinu og Johnson forseti hafi falið yfir manni suður-herstjórnarinnar bandarísku að koma aftur á lög- um og reglu. Bandar/ska suðurherstjórnin sagði ,að engar mótmælaaðgerðir hefðu farið fram við vesturenda skurðsins og væru siglingar með eðlilegum liætti þar. Öllum skól- um á skurðsvæðinu var lokað í dag. Mörkum Panama City og skurðsvæðisins var einnig lokað. í morgun létu leyniskyttur aft ur til sín taka í Panama City og á Kennedy-breiðgötunni og 4. júlí-breiðgötunni var kveikt í mörgum bifreiðum. Óeirðaseggir lögðu einnig eld að byggingu banjdaríska fyrirtækj Jns Kodak og bri^tu allar rúður. Fjöldi stú- denta gekk um götur borgarinnar og hrópuðu: „Við komum aftur“ og Yankee Go Home." Formælendur útgerðarfyrir- tækja á skurðsvæðinu tilkynntu, að engar tafir væru á siglin'gum. Margir erlendir starfsmenn þess- ara fyrirtækja hafa orðið fyrir að- kasti á leið til vinnu. Bifreið Breta nokkurs var grýtt og brotnaði framrúðan. Samkvæmt óstaðfest- um heimildum voru nokkrir brezk ir sjómenn hafðir í lialdi í Pan- ama City í gær. Forseti Panama hefur kvatt heim sendiherra landsins í Wash- ington þar eð stjórnmálasam- bandi lándanna var slitið í morg un. Chiari forseti hyggst mót- mæla við Sþ því sem hann kallar yfirgang Bandaríkjanna. Lýst var yfir þjóðarsorg í Pan- ama í dag og stjórnin tilkynnti, að Panamamenn þeir, sem féllu í gær, .yrðu jarðsettir á kostnað rik isins. Chiari sagði í útvarpsræðu að hann mundi koma því til leiðar að Panama yrði sýnt xéttlæti í eitt skipi fyrir öll, án tillits til þess hvaða alþjóðasofnana hann bæri fram kærur. Skólanemendur ruddust yfir mörk skurðsvæðisins í gærkvöldi til að mótmæla því, að bandarísk- ir stúdentar höfðu dregið banda- ríska fánann að hún við marga skóla á svæðinu. Ríkin hafa gert um það samning, að fánar Pan- ama og Bandaríkjanna skuli blakta hlið við hlið. Fyrst í stað vildi lögreglan á skurðsvæðinu ekki skjóta á nemendurna, en seinna hófu þeir skothríð og köstuðu táragassprengjum. Stúdentarnir lögðu eld að mörg um byggingum, veltu bifreiðum og brutu rúður í bandarískum verzlunum áður en lögregian bað bandarískar hersveitir um aðstoð. O’Meara hershöfðingi fyrirskip- aði að skriðdrekum skyldi ekið að mörkunum og varðflokkum komið þar fyrir. Snemma í morg- un tilkynnti hershöfðinginn, að hann liefði tök á ástandinu. Panama hefur sakað bandaríska herinn um vopnaða árás gegn lýð veldinu. Bandarískir herforingj- ar segja, að Bandaríkjamennirnir hafi ekki farið yfir landamæri Panama. ."4 'v'íl Suðuxlandssíldveiffiin hef- ur gengið il!a undanfarið og eru menn farnir að óttast, að ekki verði unnt að standa við gerða samninga um salt síldarsölu. Myndin hér til hliðar er af síldveiðiflotan- um í höfn. (Mynd: J.V.) Áttræður var í fyrradag, (9. jan- I Foreldrar hans voru Sigmundur úar), Valdimar S. Long, kaupmað- | Long gestgjafi á Seyðisfirði, sem ur í Hafnarfirði. j síðar fluttist til Vesturheims, og kona hans Ingibjörg Jóhannesdótt ir. Kennarapróf tók Valdimar 1909 { og var eftir það skólastjóri á Nes- kaupst’að og á ísafirði, en mestall- an starfsaldur sinn hefur Iiann al- ið í Hafnarfirði, lengst af kaup- maður. . j • Hann liefur mjög látið félagsmál í Hafnarfirði til sín atka, var for- maður skólanefndar barnaskólans þar um árabil og stofnandi mál- ; fundafélagsins Magna. j Valdimar Long er skarpgreind- ur maður og snillingur á íslenzka tungu. Hann var ritstjóri fyrstu 12 tölublaða tímaritsins Brúarinnar (1928-29), einnig komu út eftir hann lausavísur í bókinni Stuðla- mál II. Valdimar S. Long Reykjavík, 10. jan. Á SUNNUDAGINN verður efnt til umræðna um leikgagnrýni í Iðnó. Ekki alls fyrir löngu fóru fram umræður um leikgagnrýni í brezka útvarpinu, sem vöktu mikla athygli. Tóku þátt í þeim 39 BRÝR Framh. af bls. 16. leggja 4 km. að hinum fýrirhug- uðu jarðgöngum undir Stráka, sem eigá að verða 900 m. löng. Þá voru undirbyggðir 3 km. í Múla- vegi milli Dalvíkur og Ólafsfjarð- ar. Er þá eftir 3 km. leið fyrir sjálfan Ólafsfjarðarmúlann og mun það vera torsóttasti áfanginn á þeim vegi. v Helztu brúarframkvæmdirnar voru bygging 72 m. langrar brú ar á Þverá hjá Hvolsvelli, þar sem áður var 170 m. staurabrú frá árinu 1931. Brúna tókst að stytta um 100 m. vegna þess að jökul- vatn það, sem rann í Þverá, þegar j gamla brúin var byggð, rennur nú í Markarfljót. Lokið var við brúna við Blönduós og gamla brúin flutt á Svartá. Og loks má geta þess, að járngrindabrúin á Öxna- dalsá neðan við Bakkasel var flutt í heilu lagi á Köldukvísl á Sprengisandsleið skammt fyrir neðan Þórisós. Er sú leið á þriðja hundrað km. og hefur svo stór brú aldrei verið flutt jafn- langa leið hér á landi. nokkrir kunnir leikg-agnrýnendut* og leikhúsmenn, Martin Esslir), Peter Rroofe, Amher Gascogne» Milton Schulman og fleiri. Hall- dór Þorsteinsson hefur snúið á ís- lenzku því, sem þessir menn höfðu til málanna að leggja og' verffa þessar viffræffiur fluttar á sunnudaginn af nokkrum leikur- um Leikfélags Reykjavíkur, Þor- steini Ö. Síephensen, Helga Skúla- syni, Steindóri Björleifssyni og' Erlingí Gislasyni. Á eftir verða frjálsar umræður á grundvelli brezfeu umræðnanna frá sjónar- hóli íslenzkrar gagnrýni og leife- húsmenningar. Affgangur er ó- keypis og öllum heimill. Umræð- urnar hefjast klukkan 1S. SÝNÍNG Framh. af 16. síðu son húsameistari ríkisins um am- eriska byggingalist, Frank Pa- valko scndikcnnari frá Marylandl háskóla talar um nútímaleiklist i Bandaríkjunum, frk. Sharon Kotc hevar um nýjustu aðferðir við cnskukennslu, Dr. R. Mullen lækn. ir á Keflavíkurflugvelli segir frá störfum sínum í þágu bandarísku geimfaranna, en hann var einn ai: þeim sem leituðu að og fundu Glenn sællar minningar. Loks flytur Capt. B. Partridge fyrirlest ur um þók Kennedys forseta, „Profiles in courage.“ tWWWWWiWWWuWyTWWVWWVWWWWWWWWWWW (WWWWWWWWVWWWWWWWVWWWWWVVWWVWWV wwwvwvvwwwvwvwwwwwwwwvwwwwwvwvw þreyttir á verunni utan stjórn- með þróun mála í Evrópu að illa liggi á Framsóknarmönn- jafnhátt og raun ber vitni. Og Dýrðaróður Tímans Tíminn upphefur mikinn dýrðarsöng í gær, um hve dá- samlegt allt hér á landi hafi verið í helmingaskiptatíð Fram sóknarmanna og Sjálfstæðis- manna. Á blaðið vart orð til að lýsa hversu dásamlegur tími þetta hafi verið. Leynir sér nú ekki, að Framsóknar- herrarnir eru orðnir lang- ar, og vonbrigðin eru sár, hafa ekki enn tekizt að koma viðreisnarstjórninni frá.' Nú er allt á heljarþröm, ef dæmt skyldi að sögn Tímans. Allir hafa nóg að bíta og brenna, atvinna er yfrið nóg, og velmegun almennari en nokkxu sinni fyxr. Þetta er voðalegt ástand. Stórkapítalið graisserar, og SÍS byggir margar tugmilljóna byggingar. Sigur hefur unnizt í landhelgismálinu, og falla síð ustu undanþágurnar úr gildi áður en langt um líður. Verra getur ástandið varla verið að dómi Framsóknarmanna. Ríkis stjóirnin hefur Játið fylgjast því er við kemur Efnahags- um þessa dagana. Eymd og vol skortur á byggingarlóðum á bandalaginu og öðrum þeim málum er horfa til aukinnar samvinnu Evrópuþjóðanna. Þetta er höfuðsök að dómi Framsóknarmanna. Fyrir dyrum stendur að byggja olíugeyma í Hvalfirði. Það lieitir bækistöð fyrir kjarnorkukafbáta, sem sam- kvæmt skrifum Tímans, hljóta að vera knúnir olíu. Kannski er Tíminn bara reiður vegna þess að ef til vill missa Fram sóknarmenn spón úr aski sín um og innistæðumar á leyni reikningi nr. 6078 liætta að vaxa jafnhratt og áður. Það er ekki nema von, að æði sjá þeir í öllum skugga- sundum, enda ekki- nema von því með þröngsýnisgleraugun á nefinu er hætt við að þeim verði fljótlega fótaskortur á vegi sannleikans. Biðilsbuxurnar Framsókn biðlar nú óspart til unga fólksins, og fer mörg um orðum um vandræðin, sem við því blasa þessa dagana. Einkum verður þeim tíðrætt um, hve mikið byggingarkostn aður hafi hækkað undanfarið. Það er þó fyrst og fremst lög- málið um framboð og eftir- spurn því að íbúðaverð er nú sinn verulegan þátt í þessu háa verði. Unga fólkið sem nú er að byggja þekkir sem betur fer ekki það ástand, sem ríkti með an Framsókn var í stjórn. Þá mátti ekki byggja þótt fé og lóð væri fyrir hendi. Og ef leyfi fékkst til að byggjá lá það sem til þurfti engan veginn á lausu. Það er vonlítið fyrir Fram- sókn að biðla til unga fólksins það er víðsýnna en svo, að stefna. Framsóknarflokksins falli því í. geð, auk þess sem biðiisbuxurnar fara maddöm- unni ekki sem bezt í dag. WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWtWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. jan. 1964 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.