Alþýðublaðið - 22.03.1964, Síða 7

Alþýðublaðið - 22.03.1964, Síða 7
/t! É=3 ÍEÆ, 5S ÚTGEFANÐI SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA. m □ — BREFAHRINGUR SUJ er nýjung í starfi þess og er nokkurn veginn víst, að ekki hefur verið efnt til slíks bréfahrings áður liér- lendis. Hringurinn s’arfar með þeim hætti að send eru bréf með ákveðnum verk- efnum til félaga ungra jafn- aðarmanna um fandið vítt og breitt og eiga Þeir að gera þeim skil fyrir ákveð- inn tíma. Þegar hefur fyrs'a bréfið verið sent af stað og gera skil þess góðar vonir um framhaldið. — Forstöðu- maður hringsins er Hörður Zóphaníasson, varaformað- ur SUJ. Fulltrúaráð ungra jafnaðar- manna í Reykjaneskjördæmi, er stofnað var hinn 8. des. sl. hefur nú gefið út fyrsta tölu- blaðið af Reykjanestíðindum, mjög myndarlegu málgagni, sem ætlað er að koma út af og til og flytja mál og skoð- anir ungra jafnaðarmanna í kjördæminu. Fyrsta tölublaðið er helgað hinum farsæla endi landhelgisdeilunnar og mikla sigri. Er það gefið út í nokkr- um þúsundum eintaka og var sent á öll heimili í kjördæm- inu hinn 11. marz sl. Meðal greina, er blaðið flytur, má nefna greinar eftir Guðm. í. Guðmundsson róðherra og Hilmar Jónsson bókavörð. Blað ið er 8 siður að stærð og í sama broti og Alþýðublaðið. Ritnefnd skipa: Ásgeir Jó- hannesson, Hörður Zóphaní- asson og Karl Steinar Guðna- son. UNGIR FRAMSÖKNARMENN AFNEIIA FLOKKI SlNUM Flokkur án hugsjóna, nefndist grein eftir mig, sem birtist á Æskulýðssíðunni um daginn. — Fjallaði hún um hugsjónafátækt ungra Framsóknarmanna. Grein þessi hófst með þessum orðum: „Það er sárt að leita hug- sióna og finna þær ekki, illt að vilja vera hugsjónamaður í flokki án hugsjóna, sárt að standa uppi sem Framsóknarmaður á íslandi í dag og horfast í augu við for- tíð, nútíð og framtíð.” Það sést á Vettvangi æskunnar 1 fiiiiiiiuiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiniiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiii«iuiiUMiiiiiiiuitiiiiiuuiiiiiiiiiuiiiiiiiauMP>i'<ii<»*UMjiiiiiiD> Árshátíð unga fólksins í Lido á miðvikudagskvöld Árshátíð unga fólksins í Al- þýðuflokknum verður haldin í veitingahúsinu Lido í„p& den gamle, gode máde”) næstkomandi miðvikudag, miðvikudaginn fyrir páska. Hefur stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna haldið árs- hátíðina á þeim degi undanfar- in ár, eins og flestir muna, því að árshátíðin hefur frá því fyrsta verið afbragðs vel sótt. Er ekki að efa, að svo verður einnig nú. Árshátíðin hefst kl. 8,30 e. h. og verður sitt hvað til skemmtun- ar að vanda. Formaður SUJ, Sig- urður Guðmundsson flytur ávarp. Jón Gunnlaugsson flytur skemmti : þátt. Síðan verður leikið fyrir ! dansi til kl. 1 e. h. Aðgöngumið- ar verða afhentir á skrifstofum Alþýðuflokksins i Alþýðuhúsinu, en.ráðstafanir hafa jafnframt ver- ið gerðar til þess að sem flest ungt alþýðuflokksfólk og gestir þess geti sótt árshátíðina. Nauð- synlegt er, að gestir panti sér borð tímanlega i Lido. Sjáumst heil í Lido á miðviku- dagskvöld. í Tímanum hinn 14. þ. m. að grein arkorn þetta héfur ekkj farið fram hjá augum ungra Framsókn- armanna. Það gera þeir þá at- hugasemd við umrædda grein, að þeir hafi dottið um eina „mjög méinlega prentvillu” í upphafi greinarinnar, þ. e. að þar sem standi Framsóknarmaður eigi að vera Álþýðuflokksmaður. Þetta er mikill misskilningur hjá ungum Framsóknarmönnum, en kanriski skilianlegur. Það var ekki um prentvillu að ræða, held- ur vantar unga Framsókn&rmerin hér aðeins herzlumuninn til þess að viðurkenna þekktar staðreynd- ir, sem að vísu eru þeim óþægi- I legar. Eg sagði herzlurnuninn, því að l í munni Framsóknarmanna, varð hin ímyndaða prentvilla „mjög meinleg.” En því aðeins getur nrentvilla orðið „miög meinleg”, að lesendnm finnist hún ekki | fiarri lagi. Og ungir Framsókn- armenn eru ekki svo skyni skroppnir, að þeir sjái ekki að hver lesandi, sem les í blaði, að sárt sé að standa unni sem Fram- sóknarmaður á íslandi í dag og horfast í augu við fortið, nutíð og framtíð. hann sér ekki betur en hér sé verið að seg.ia sjálf- sagða hiuti. Þetta er augljóst mál, bót.t einn og einn ungan Fram- sóknarmann langi til þess að loka augunum fyrir þessum stað — „Ungir Framsóknarmenn standa loppnir á leiðarenda í hugsjóm* leit sinni, því að hugsjónir þeirra fyrirfinnast hvergi“. STJÓRNMÁLASKÓLI FUJ A® undanförnu hefur staðið yfir í Burstinni Stjórmnálaskóli Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og Iíafnarfirði og hefur skólinn verið vel heppnaður og fjölsóttur, enda til hans vandað. Myndin hér aff ofan er tekin af fundimun í síffustu viku, en þá flutti Þorsteinn Pétursson erindi og talaði um kommúriistaflokkinn. reyndum. Það er kannski mann- legt, en karlmannlegt er það ekki. En hitt er í rétta átt hjá ung- um Framsóknarmönnum, þegar þeir gera athugasemdina um þessa einu ímynduðu prentvillu, að viðurkenna með þögninni eftir farandi staðreyndir, sem bent var á í þessari sömu grein: 1 1. að ungum Framsóknar- mönnum finnist þeir eiga fótum sínum fjör að launa i kapphlaup- inu við sjálfa sig frá heitinu. „Framsóknarmaður.” 2. að ungir Framsóknarmena standa ráðvilltir í Tímanum og finna sér engan hugsjónagrund- völl. 3. að Framsóknarmenn hafa' farið þannig með samvinnuhreyf- inguna, að ungum Framsóknar- Framh. á 10 síðu EKKI er um annað meira talað um þessar mundir en hin alvarlegu fjármálahneyksli sem víða stinga upp kollinum. Þau sýna óhugnanleg an fúa í þjóðfélagi okkar. Við, unga fólkið, verð um að vera samtaka um að uppræta slíkt og for dæma, hvar sem það kemur fyrir og hver sem í hlut á. Framtíð okkar stendur og fellur með því, hvort við reynumst heiðarleg eða óheiðar leg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Framsóknarmenn hafa látið að því liggja, að allt þetta misferli, sem upp hefur komið, eigi rætur sinar að rekja til viðreisnarinnar. Ungir Sjálfstæðismenn álíta hins vegar, að þetta sé afleiðing of mikillar vinstri stjórnar á landinu. Og þeir bæta jafnvel við, að séu lög sett gegn andsíöðu ákveðinna manna, þá sé ckkert eðli legra en að þeir leitist við að komast í kringum þau eða brjóta þau beinlínis. Þetta er háska- leg kenning og kemur úr hörðustu átt, þegar talsmenn hennar eru ungir lögfræðingar. Báðar kenningar eru auðvitað jafn mikil fjarstæða.. Með lögum skal land byggja. Og öll lög tak- marka að einhverju leyti frelsi manna og eru tilkomin af nauðsyn. Þess vegna ber okkur að hafa sérhverja einstaka lagagrein í heiðri, hvort sem hún kemur okkur persónulega vel eða ekki Við eigum að virða óréttlát lög og brjóta þau ekki, en miða baráttu okkur við að fá þau úr gildi numin. Þannig og ekki öðru vísi stöndum við vörð um heiðarleikann og stuðlum með því að farsælli framtíð þjóðar vorrar. IIIIIIIIIIIIHIIIIIIH I llllllW* ftLþÝÐUBLAÐIÐ — 22. marz 1964 f

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.