Alþýðublaðið - 01.04.1964, Síða 15

Alþýðublaðið - 01.04.1964, Síða 15
hans í sína og hvísla að honum huggunarorðum. Það kvöldaði, og Pelu fannst hún enn þá lifa í einhvers kon- ar draumheimi. Hún bjóst við að vakna þá og þegar í . klefanum eftir eignirnar, en það var ekki hægt. Ef hann dæi ókvæutur, rynni allt til nánasta ættingja hans. Þess vegna yrði hún að giftast honum. — Þetta getur ekki haft nein ar alvarlegar afleiðingar fyrir þig, Peta, sagði hann ákveðinn, og það mundi gerá það að verk- um, að ég dæi hamingjusamur. Mér er farið að þykja mjög vænt um þig, bamið mitt. Leyfðu mér að deyja í þeirri vissu, að þú erfir allt. Hann kæfði öll mótmæli henn- ar strax í fæðingu. Hún átti bágt með að hugsa skýrt. Það var rangt af henni að gera þetta . . . og þó, auðvitað væri dásam legt að vera frjáls og öllum ó- háður . . . Guð minn góður, hún yrði stórauðug. En stærsta freist ingin var, að ef hún ætti sjálf peninga, fannst henni að irún stæði meira jafnfætis Auburn Lyekl. Þá gæti það ekki staðið á miUi þeirra. Svo datt heimi allt í einu í hug, að það gæti líka verið, að Noel Frensham ynni sigur yfir dauðanum, þá væru þau öll í laglegri klípu. Það var eins og Frensham læsi hugsanir hennar, því hann sagði: — Ef að það kraftaverk skyldi ske, að ég lifði þetta af, gef ég þér mitt drengskaparlof orð að hjónabandið verður gert ógilt, ef þú æskir þess. Svo að þú verður þú hvorki ver né betur sett en áður. Hún fann að hönd hans skalf, og hann horfði á hana bænar augum. — Gerðu þétta fyrir mig Peta. Eg hata þá tilhugsun að deyja svona, án þess í raun og veru að hafa lifað nokkrum til gagns. Það myndi gera mig svo ham- ingjusaman, að skilja þig eftir sem ekkju mína og einkaerf- -ingja. Hann þagnaði skyndilega, og barðist við að,ná andanum. Litar háttur hans var bláleitur. -Hún varð skelfingu lostin, og hélt að hann væri að gefa upp önd- ina. Hún flýtti sér að hringja á hjúkrunarkonuna. En hann náði sér. Peta var dauðþreytt, og kærði sig f raun og veru lítið um framtíðina þessa stundina. Andstutt og utan við sig af þreytu, samþykkti hún treglega að giftast Noel Frensham áður en hann dæi. 5. kafli. i Brezki ræðismaðurinn í Port Framhalds- saga eftir Denise Robins Said kom árla næsta morgun til sjúkrahússins. Og í viðurvist tveggja votta, læknis og hjúkr- unarkonu, gaf hann þau saman, Petu Marley og Noel Frensham. Peta var svo taugaóstyrk og 9 rugluð, að hún gat tæplega svar að því, sem ætlast var til af henni, og þegar hún sagði hið örlagaríka já, fannst henni það næstum því of ótrúlegt til að vera satt. Hún hafði lesið um svona „banabeðs" hjónaband í bókum og blöðum, en aldrei hefði henni dottið í hug, að hún ætti nokkurn tíma eftir að leika aðalhlutverk í slíku. Og hvað það var hræðilegt að hugsa til þess að giftingaralhöfnin skyldi vera framkvæmd með svo stutt um fyrirvara. Athöfn, sem batt tvær manneskjur saman og breytti þar með öllu lífi þeirra. Það hafði ekki verið erfitt að fá þetta framkvæmt. Til þess þurfti aðeins stutt samtal við þrezka ræðismanninn, sérstakt leyfi — og svo var allt um garð gengið. Hönd hennar skalf, þegar ræð ismaðurinn tengdi hendur þeirra Noels saman. Þó hann væri mátt farinn var handtak hans þétt og stöðugt. Hann hafði rétt nægilega krafta til að renna hringnum á fingur hennar -— mjóa gullhringnum, sem hún hafði sjálf keypt. Og þegar hún loks hafði nægilegan kjark til að líta á manninn, sem nú var eiginmaður hennar, var augna ráð hans mjög rólegt. Sjálf var hún hrædd og örvæntingarfull. Hún hafði strax séð eftir þessu loforði sínu, en fannst hún ekki geta svikið liann, þegar þetta var komið svona langt. Hvað mundi hann lifa lengi? Sú spurning brann í huga henn ar á meðan á giftingarathöfninni stóð, og á eftir, þegar læknar og hjúkrunarkonur báru fram ham ingjuóskir sínar. Tvær róman- tískar hjúkrunarkonur færðu þeim blóm, og ungur læknir, sem dáðist að fegurð brúðarinnar og vorkénndi vesalings eiginmann- ingum, sem beið dauðans, gaf þeim kampavín. Noel lá mest allan daginn í móki. En öðru hverju opnaði hann augun og hvíslaði nafn Petu. Honum virtist líða betur ef hann fann að hún sat við hlið hans, tilbúin til að taka hönd Greín Helga Framh. af bls ? geta hins vegar látið hana sæta tíðindum í mannkynssögunni. Þar gildir lielzt lögmálið um framboð og eftirspurn. Alþingi markar tvímælalaust rétta stefnu og tímabæra, þegar það ákveður, að tveir mikilhæfir listamenn njóti bærilegra árs- launa. Gildi hennar er annað og meira en verðskulduð viðurkenn- ing á starfi Gunnars Gunnarsson- ar og Halldórs Laxness. Mestu skiptir, að nú geta yngri lista- menn okkar tekið mið af ein- hverju því, sem krefst framtaks og samkeppni. Afburðamenn í bókmenntum og öðrum listum eiga að njóta sýnu hærri launa en Gunnar og Halldór fá í ár. Þeim ber að minnsta kosti kaup á borð við .lukkuriddara’, sem hreppa embætti af tilviljun og valda eng- um tímamótum. Ég aðhyllist ekki samkeppnistrú þeirra manna, sem greina varla milli mannréttinda og dýrkunar á ofurmenni. Stund- um mun þó samkeppni nauðsyn- leg og sjálfsögð, ef þjóð vill verða sér út um afrek og yfirburði þeirra einstaklinga, sem fram úr geta skarað. Svo er um íþróttir og listir, frábæra og aðdáunar- verða getu til líkama eða sálar„ Dáðir snillinganna hljótum við aðf verðlauna svo, að stærstu for- dæmi teljist eftirsóknarverð, Jafnframt ber okkur að uppræta minnimáttarkenndina og forðask það ranglæti, sem leiðir af lilut- drægni. og vanmati. Vitaskuld hyllum við þá, sem brjótast upp á hæstu tinda, en vandinn er a<S uppgötva og undirbúa hina, er taki sér velklifrendurna til fyrir- myndar og geri ef til vill enn bet- ur. Hér gildir engan veginn sjon- armið gamailar konungshugsjón- ar, heldur mannræn leit, þar sem enginn sé fyrirfram dæmdur úr leik, en öllum gefinn jafn kost- ur þess að njóta hæfileika sinna. Þetta er mikill vandi. Napoleon. komst til frægðar og valda. Samk fæddist hann af fátækri konu meS harmkvælum, og veraldarframi hans var oft tilviljun háður. lof- urmenni sögunnar byrjuðu ýísti flest lífið í lágri vöggu eða á hálmbing suður, austur og vestur um álfur. Og enn mun þurfa at- hygli og samvizkusemi að finna þá„ sem fram úr skara, þegar gæfani og gerviieikinn . fara saman, Mönnunum hefur löngum reynzf! auðveldara af tvennu erfiðu a'ð þekkja fortíðina en skilja sam- samtíðina. Samt höfum við þokazfí lengra og hærra öld af öld og kynslóð eftir kynslóð — til góðs . og ills. | Lesendum finnst kannski, að ég hafi látið þá hlaupa apríl, ei» greinarkornið er skrifað á páska- i dag! I Helgi Sæmundsson. karlmann askór úr leðri me <5 gúmmísóía VERÐ KR. 299,25 Skóbúb Ausfurbæjar Laugavegi 100. Þegar Copper Calhoon kemur til lier- málaráðuneytisins er eins og stjómarskipti séu að 'eiga sér stað. — Fröken Calhoon, innan stundar kem hitta varnarmálaráðherrann. — Fröken Calhoon, nnan stundar kem ur aðstoðarmaður og mun fylgja yður . . . Summer Olson snýr sér nú við og stend ur þá augliti til auglitis við Stebba Stól. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. apríl 1964 1$

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.