Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1964næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 2
ttltstjórar: Gylfl Gröiulal (áb.) og Benedlkt GröndaL - Fréttastjórl: Arnl Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiöur Guðnason. — Slmar: 14800-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: AlþýöuhúsiB viö lSv«nisgötu, Reykjavu. r-.entsmiðja AlþýSublaðsins. — Askriftargjald tr. 60.00 ~ í lausasölu kr. 5 00 eintakiC. — Útgefandi: Aiþýðufiokkurinn. Afmæli forsetans FORSETI ÍSLANDS, herra Ásgeir Ásgeirsson, er sjötugur í dag. Hann hefur frá unga aldri' tekið virkan þátt í ísienzkum þjóðmálum og iverið val- inn til hinna æðstu trúnaðarstarfa. Hefur hann sem forseti notið mikils trausts og virðingar, enda ver- ið hinn glæsilegasti fulltrúf þjóðar sinnar. Þjóðin sendir forsetanum í dag beztu afmælis íkveðjur og vottar honum þakkir fyrir langt og iheililadrjúgt starf. Arðbærasta fjárfestingin . „í ÖÐRUM löndum er nú í sívaxandi mæli ílitið á útgjöld til menntunar og vísihda, sem ein- ihiverja arðbærustu fjárfestingu, sem völ sé á“, tsagði Gvlfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra í ææðu sinni í útvarpsumræðunum. Undir lok ræðu éinnar ræddi Gylfi nauðsyn þess að auka og efla imenntun, vísindi og listir hér á landi, því nú á tímurn væru aukin menntun og efling visinda ein 'tneginforsenda aukinna framfara. Menntun og vísindi hafa nú stórkostlegt fjárhagslegt gildi, en jafnframt heldur sönn einstaklingsmenntun áfram ■að vera öruggasta þroskaleiðin og um leið æðsta inntak cmannílegrar viðleitni, sagði ráðherrann. Síðan fór hann nokkrum orðum um þau miklu verkeíni, sem nú blasa við á vettvangi íslenzkra skðlamála. Gera þyrfti stórátak til að bæta tækni imenntun landsmanna. Nauðsyn bæri til að koma á fót tæfcniskóla hér á landi og endurbæta iðnnám ið. Þá þyrfti og að efla mjög öll rannsóknarstörf í þágu atvinnuvega þjóðarinnar. Það væri þó ekki ©ðeins tséknimenhtunin, sem þyrfti að endurbæta, sagði menntamálaráðherra. Þörf væri ýmissa end- urbóta á sfcðlaberfinu í heild, allt frá bamaskólum upp í (háskóla, því á undanfömum árum ihefðu ís- Ilenzkir skólar tekið minni breytingum, en þjóð félagið í heild. Það væri efcki nóg, að skólamir kenndu nem- endum sínum staðreyndír, sagði Gylfi, þeir yrðu að stuðia að því, að nemendurnir kynntust öllum þáttum islenzkrar menningar. Listimar ættu ekki að vera einkamál þeirra sem þær stunda, eða fá- ímenns hóps einhverra útvalinna, þær ættu að vera sameign allrar þjóðarinnar. í lofc ræðu sinnar sagði Gylfi, að flestir stuðn ingsmenn stjómarinnar mundu sér sammála um, (hiver væru þau verkefni, sem vinna bæri að, og ekki fcæmi sér á óvart þótt margir stjórnarandstæð ingar væru sér einnig í raun og vem sammála um þáu atriði. „Þess vegna mun ríkc'festjórhin Inggja sig alla fram um að ná sem beztum árangri i baráttu sinni til að auka þjóðarframleiðslu, efla félagsiegt réttlæti og bæta menntun og menn- ingu", sagði menntamálaráðherra að lokum. 65' módelih Sjónvarpstækjum Streyma til landsins aldrei fullkomnari en einmitt nú. Klapparstíg 26. Sími 19800. Með tveimur hrútshornum! SKRINGILEGT . SAMTAL átti sér nýlega stað í útvarpinu. Bl'aða menn lögfiv. spurn/iingsir fyrir þekktan útgerðarmann, sem kunn- ur er að því að hneppa ekki sömu íhnöppunum ogr aðrir samferða- menn. Þetta er fyrrverandi sjó- maður og skipstjóri, sem fór í land fyrir Iöngu og snéri sér að útgerðarmálum. Ég hlus aði á þetta viðtal af nokkurri athygli, enda bjóst ég við nýjum viðhorf- um og upplýsingum, og alltaf er gott að hlýða á menn, sem ákveðn ar meiningar hafa. EN ÉG VARÐ sannarlega fyrir miklum vonbrigðum. Að vísu skorti ekki á hroka í ummælum útgerðarmanns.ns en alkaf þeg- ar lagðar voru fyrir hann beinar spurningar hikaði hann og klór- aði sig yfir í dæmisögur, sem ekk ert sögðu. Þannig svaraði hann út í hött. Það virðist ekki aLtaf fara saman stóryrði og hugrekki. Þó má segja það, að það hafi lýst nokkrum stórhug þegar haim lýsti yfir því af þekkingu sinni, að Siarfsmenn landhelgisgæzlunnar væru geðveikissjúklingar. Sumir menn læra aldrei neitt. Þessi mað ur tók snemma ákveðna stefnu Hann var togaraháseti 1916 þeg- fyrsta launadeila sjómanna átti sér stað. Þá barðist hann á móti stéttarbræðrum sínum af miklum skapliita, enda kvað hann ekki skorta ,skap. í þá daga kváðust he.ztu reiðararnir ekki „tala við seglskip" þegar hásetar sneru sér lii þeirra og leituðu hófanna um > ' samninga um kaup og kjör. Út- gerðarmaðurinn hefur enn þetta á tungu sinni — og nú gagnvart Alþýðublaðinu. Hann neitaði að taka þátt í þættinum ef blaða- maður frá því blaði yrði einn af spyrjendunum — og hann var láiinn ráða því. FRAMKOMA HANS í útvarp- inu var hvorki stórmannleg né viturleg. Hann gerði togaraútgerð inni ekki gagn heldur þvert á móti. Ekkert af sögu togaraút- gerðarinnar var sagt í þessum þætd þrátt fyrir tilraunir tveggja spyrjendanna Þorsteins Thorar- ensen og Gunnars Schram til þess að bjarga þættinum. Þarna voru aðeins hrokafullar staðhæfingar og sleggjudómar um bæjarútgerð ir og landhelgisgæzlu. Þá skorti ekki á það, að skattayfirvöldin fengju orð að heyra. ÞAÐ HEFÐI LEGIÐ nærri fyr ir spyrjendurna að spyrja hvort þessi ú.gerðarmaður heföi ekki fengið að leggja það í nýbygginga sjóð til kaupa á skipum sem hann annars hefði átt að borga í skatta, En sú spurning kom ekki fram. Annars er það alveg ástæð.ulaust að munnhöggvast við svona jarð- vöðla um málefni. . Þeir eru í raun og veru óhæfir til viðræðna, HANN TALAR EKKI við segl- skip. Sumir menn eru þannig gerðir, að það þýðir ekki að tala við þá nema með tveimur hrúts- homum. Hannes á hornimu Tek að már hvers konar þýíing* ar úr og á ensku EI3UR GUÐNAS0N, löggiltur dómtúlkur og skjala- þýífandi. Skipholti 51 — Sími 32933. Sveitarstjórastarf Neshreppur utan Ennis ósfcar eftir aó.ráða y -w ■ sveitarstjóra, umsóknir sendist oddvita hrepps nefndar, Skúla Alexanderssyni fyrir 1. júní n.k. 2 13. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 106. Tölublað (13.05.1964)
https://timarit.is/issue/179353

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. Tölublað (13.05.1964)

Aðgerðir: