Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 7
ÞAKKAÐ FYRIR SIÐAST
Þetta er ekki hin yerulega af-
mæliskveðja mín til Ásgeirs Ás-
geirssonar, forseta íslands, sjö-
tugs. Hana hefi ég skrifað fyrir
vikublað okkar Vestur-íslendinga,
LÖGBERG-HEIMSKRINGLU, í
Winnipeg. Hér er sérstaklega um
að ræða stuttorða minningu frá
fyrstu ferð hans vestur um haf.
íslendingum beggja vegna hafs
íns er í fersku minni og mun lengi
í minni geymast — og þá um ann-
að fram okkur Vestur-íslending-
um — heimsókn íslenzku forseta-
hjónanna í byggðir íslending'a í
Kanada hausiið 1961 Með henni
var, eins og ég komst að orði í
forsetaskýrslu minni á ársþingi
Þjóðræknisfélagsins 1962, „ofinn
einstæður og glæsilegur þáttur í
langa og litbrigðaríka sögu ís-
lendinga í Vesturheimi, og með
réttu taldi æitþjóð vor þá heim-
sókn einnig merkisviðburð í sögu
sinni.“ Frá hafi til hafs í Kanada
var sú ferð óslitin sigurför, for-
setahjónunum sjálfum, íslandi og
íslendingum til hins mesta sóma.
En ekki verður sú saga rakin frek
ar hér, enda gerist þess ekki þörf.
Á hitt vildi ég minna með grein
arkorni þessu, að það var ekki
fyrsta ferð Ásgeirs Ásgeirssonar
vestur um haf. Fyrstu ferð sína
þangað, aðalle.ga til Bandaríkj-
anna, fór hann löngu áður en hann
varð forseti íslands, en það var
liaustið 1935. Var hann þá fræðslu
málastjóri. Fór hann ferð þessa í
sérstöku boði til fyrirlestrahalda
Eftir dr. Richard Beck
um ísland og íslenzk efni víðsveg-
ar í Bandaríkjunúm, og vann
landi voru með því hið þarfasta
og ágætasta kynningarstarf.
Minnist ég með mikilli ánægju
hins prýðilega fyrirlesturs, sem
hann flutti (vitanlega á ensku)
fyrir 3-4000 áheyrendum á árs-
þingi Kennarafélagsins í Norður-
Dakota, er haldið var að því sinni
í Bismarck, höfuðborg ríkisins.
Átti hann þar framúrskarandi við
tökum að fagna, og vorum við
íslendingarnir’sem þar voruni við
síaddir, ekki lítið stoltir af mál-
flutningi og virðulegri framkomu
þessa mikilsvirta landa okkar.
í þessari ferð sinni flutti Ásgeir
Ásgeirsson einnig erindi á ís-
lendingasamkomu að Mountain,
N. Dakota, og mælti þar að sjálf-
sögðu á íslenzku. Þrátt fyrir það,
að veður var slæmt og vegir ill-
færir vegna snjókomu — komið
var fram í nóvember og vetur
gekk snemma í garð það haust —
var húsfyllir á samkomunni, alls
staðar að úr íslendingabyggðinni,
og hinum kæra gesti heiman unr
haf og ræðu hans ákaft fagnað.
Á samkomunni flutti ég Ásgeir
Ásgeirssyni eftirfarandi ljóð, er
ég nefndi „Ættbróður heilsað“»
og þar sem það hefir eigi áður
verið prentað austan hafsins (eií.
kom í Tímariti Þjóðræknisfélags-
ins 1935) læt ég það fylgja þess-
um minningarorðUm um heirri-
sókn hans: (
Velkominn yfir haf af heima-
slóðum?
Frá hjartkærum, björtum
draumaströndum,
með tignum fjöllum, fjarða
vinahönd
með frjórra sagna auð og gjijL
í ljöðum.
Þar geymist aldir langar öðrúte.
þjóðum:
ættstofnsins dýpsta speki, lil5
og saga;
fræðin, er sveíni hrinda, eggja,
aga;
elaurinn kulnar seint í þeirra
glöðum.
Franrhald á 13. síðu.
ALÞÝ9UBLAÐI9 — 13. maí 1964 J
r^tiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimmmi i •■>iMiimmmmmmimmmmmiimmmmimmmiiimimmtiiiiiiiiiiiimiimmiimiimimmiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimmimiii<»iiiiitmi<mimimiiiiimimmmiiiiimiiimmmiiiiiiiMiimitimiitiitM*ii< imiimimiimimiimiiiimimiimiimiiii*
Löng bið eftir konungstign
MEÐ því einu að bíða geta
menn (nú orðið) gert sér von-
ir um að verða konungur Spán
ar. Tveir evrópskir prinsar
standa næst því að hljóta
spönsku konungstignina og
verða velefnaðir konungar, fá
höll til umráða og nógu mikla
risnu til þess að framfleyta
heilli fjölskyldu. En utangarðs-
menn koma einnig við sögu, t.
d. Franz Josef Habsburg, aust-
urríski gósseigandinn og bú-
fræðingurinn.
Það, sem menn bíða eftir, er
árið 1968. Að því er menn bezt
vita um fyrirætlanir Francos
hershöfðingja, mun hann end-
urreisa konungsríkið í nýrri og
athyglisverðri mynd á því ári.
LÍKA FORSETI.
Konungsríki þetta verður at-
hyglisvert að því leyti, að það
fær ekki einungis konung, held
ur einnig forseta, sem þó kann
að kallast öðru nafni.
Árið 1968 verður Franco 75
ára gamall. Sama ár verður
annar þeirra tveggja prinsa,
sem helzt koma til geina í bar-
áttunni um hásætið, Don Juan,
30 ára að aldri,’ og þar með upp
fyllir hann skilyrðin fyrir því
að fá að taka við konungstign-
inni.
Það sem Franco hefur hugs-
að sér, er að segja af sér og
víkja annað hvort fyrir Don
Juan eða Don Carlos Hugo.
Sá þeirra, sem hefur heppn-
ina með sér, á síðan að taka
ÍAÍTLJÍS
I ^ s% S(- S ...1«
við formlegum völdum Francos,
en ekki verður um einræði að
ræða. Franco vill konung, sem
tryggir áframhaldið í forystu
ríkisins.
Hin pólitísku völd verða aft-
ur á móti fengin forseta, sem
fær eins víðtæk völd og for-
seti Bandaríkjanna eða de
Gaulle hershöfðingi og verður
kosinn til fimm ára í senn.
AUÐURINN BAK
VIÐ JUAN.
Mjög mikilvæg röksemd, sem
hnígur að því að það verði Don
Juan, sem tekur við konungs-
tigninni, er sú, að auðstéttirn-
ar á Spáni styðja hann. Don
Juan, sem er kvæntur grísku
prinsessunni Sophia, hefur það
sér til ágætis, að hann hefur
enga mikilvæga stjórnmála-
hreyfingu á bak við sig eins og
keppinautur hans, Don Carlos
Hugo.
Ef hann verður settur í há-
sætið verður hann ágæt trygg-
ing fyrir áframhaldi þjóðskipu-
lags þess, sem nú ríkir, en í
því skipa hinir auðugu vegleg-
an sess. Ef það verður hins veg-
ar Carlos Hugo má gera ráð
fyrir, að fylgismenn hinnar aft-
urhaldssinnuðu Carlistahreyf-
ingar taki við nokkrum mikil-
vægustu embættunum og stjaki
auðuga fólkinu lítið eitt til
hliðar.
Don Juan, sem heitir reynd-
ar einnig Carlos að fornafni,
er sonur greifans af Barcelona,
sem gerir kröfu til spönsku
konungstignarinnar. Greifinn
féll í ónáð hjá fylgismönnum
Francos skömmu eftir heims-
styrjöldina síðari. Þá gaf hann
nefnilega út yfirlýsingu þess
„Hvað segið þið um að fá lítið hásæti“
Molen í „Het Vrije Volk“).
(Teikning eftir Sr
I Don Juan og kona hans, Sophia prinsessa, komu við í Washington í brúðkaupsferð sinni í septem
= ber 1962 og hittu Jolm F. Kennedy forseta að máli.
efnis, að spánska konungsríkið,
sem hann hefði í huga, ætti að
vera þingræðislegt og lýðræðis-
legt og hafa frjálsa stjórnar-
skrá.
Hins vegar var Don Juan
ekki fleygt alveg út, í yzta
myrkur vegna yfirlýsingar föð-
ur síns. Árið 1954 hófust við-
ræðiu- um menntun hans. Fran-
co féllst á að hann gengi í
spánska herskólann, en fram
að þessum .tíma hafði hann bú-
ið í útlegð í Portúgal ásamt
fjölskyldu sinni.
Árið 1959 sást hann í virðu-
legu sæti meðal háttsettra á-
horfenda á hersýningu í Mad-
rid.
Árið 1960 voru hafnar nýjar
viðræður, sem lauk með því
að gefin var út fréttatilkynn-
. ing, þar sem greinilega kom
fram,. að líta bæri svo á, að
það væri Don Juan sem gerði
kröfu til spönsku konungstign-
arinnar. Hann fékk Zarzuela-
höliina skammt frá Madrid til
umráða og hóf nám í stjórn-
vísindum.
Aftur á móti mun prinsinn
sjálfur hafa sýnt föður sínum
vissa hollustu og látið þau orð
falla, að í rauninni væri það
hann, sem gerði kröfu til
spönsku konungstignarinnar,
þrátt fyrir samkomulagið við
Franco. Þetta hefur hann einn-
ig gert síðan hann kvæntist
Sophiu prinsessu 1962, og þetta
er ástæðan til þess, að áhugi
Francos á því að halda honum
fram sem eftirmanni sínum
hefur dvínað.
OPUS DEI BAK
VIÐ HUGO.
Dou Carlos Hugo hefur get-
að glaðzt yfir þessari fram-
vindu. Öfugt við Don Juan hef-
ur hann getað stuðzt við fast-
Framhald á 13 síðu.
.......v.......mMiiiiiiiimmiiiniiiiiniiiiiiiiiiiuumiiiiittnmttimtmtMMttttMmtiiititiiiiiiiimiiiniiiMmHiiPiniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiMi iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii