Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 5
Sjötugur í da g:
ir Ásgeirsson forseti
FORSETI ÍSLANDS, herra Ás-
geir Ásgeú-sson, er sjötugur I dag.
Æyi- og starfsferiii hans er sér-
stæður, og vildi ég segja alveg
eiasweður. Hann var forseti Al-
þingis og fulltrúi þjóðar sinnar á
mestu hátíðastund hennar, þá að-
eins 38 ára gamall, og leysti það
af hendi með slíkri prýði, að það
er :í minnum haft. Hann var for-
sætisráðherra á erfiðum tímum
atvinnuleysis og kreppu, en einn
ig það verkefni tókst honum að
leysa með dugnaði og fes.u. Hann
var í nærri þrjá áratugi a þingis
maður, og átti þá því fylgi að
fagna, að engum andstæðingi
þýddi að etja kappi við hann.
Þingfylgi hans er í raun og veru
merkilegur vitnisburður um mann
inn. Kjörfylgi hans virðiSt aldrei
hafa verið flokksfylgi, heldur
persónufylgi. Það var maðurinn
en ekki flokkurinn, sem kosinn
var, fyrst og fremst. Um það báru
margar aiþingiskosningar vitni.
Gáfur hans, þekkmg og hæfileik-
ar til s.arfa hafa sjálfsagt ráðið
hér miklu um, en þó hygg ég að
persónutöfrar hans hafi ráðið úr-
slitum, en þeir eru miklir, og hafa
alltaf verið.
Ásgeir Ásgeirsson, var kosinn
forseti Islands 1952, og með alveg
einstæðum hætti. Stjórnir tveggja
stærsiu stjómmálaflokkanna, sem
þá stóðu báoir að ríkisstjórn, á-
kváðu að bjóða fram á móti hon-
um, en samt sigraöi hann með
yfirburðum. Enn var það persónu
fylgið, maðurinn sjálfur, sem réði
úrslitum. Síðan liefir hann verið
sjálfkjörinn tvisvar sinnum, þar
sem eng.nn bauð sig þá fram á
móti hoiium. Nú, eftir 12 ára starf
sem forseti íslands, á hann hug
hvers manns og samúð, þannig að
þar kemur enginn annar úl greina
meðan hann gefur kost á sér til
starfsins, og það hefir hann nú
heitið að gera í fjórða sinn, þó að
hann sé kominn ú þennan aldur.
Er þjóðin öll áreiðanlega þakklát
honum fyrir það, því að á meðan
■er friður og samhugur um þetta
mesta tignarembætti landsins.
Ásgeirs Ásgeirssonar verður
ekki minnzt, án þess að getið sé
hans ágætu konu, frú Dóru Þór-
hallsdóttur, sem hefir staðið við
hlið hans nú í nærri í'imm áratugi,
og veiti honum ótrúlegan stuðn-
ing að hvaða starfi sem hann hefir
gengið. Annars þeirra hjóna verð
ur'ekki getið án þess að hnt komi
lun leið upp í hugann, svo tengd
eru bæði nú í hugskoti íslendinga.
Þau hafa verið virðulegir full-
trúar íslands við móttöku er-
lendra tignargesta hér, og þau
hafa borið hróður landsins alls
staðar þar sem þau liafa farið.
Eg flyt Ásgeiri Ásgeirssyni, for
seta íslands, og konu hans, frú
Dóru Þórhallsdóttur, hugheilar
árnaðaróskir á þessum merkisdegi
i lífi hans, og óska að heill og ham
ingja fylgi þelm jafnan á ófarinni
SBVibraut. Börnum þeirra og öðr-
um ástvinum og raunar þjóðinni
allri óska ég þess að þau, og hún,
megi njóta þeirra enn um langan
aldur
l Emií Jónsson.
ÞEGAR LITIÐ er yfir æviferil
Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta ís-
lands, á sjötugsafmæli hans, bregð
ur fyrir ó.ikum myndum:
Af ungum menntamanni, sem ó-
vænt vinnur þingsæti í Vestur-ísa
fjarðarsýslu 1923.
Af þrítugu glæsimenni, sem val
ið var til að stýra fundum Alþing-'
is á Lögbergi 1930.
Af umdeildum stjórnmálamanni
sem gengur milii flokka en held-
ur fylgi kjósenda sinna.
Af reyndum heimsborgara, sem
þjóðin sendi utan á ófriðarárum
tii að tryggja aðdrætá.
Af stjórnmálamanni, sem vann
forsetakjör gegn vilja þriggja
stærstu stjórnmálaflokka lands-
ins.
Og loks af sjötugum forseta,
sem er „kyrrlátur höfðingi og
spakur að viti.“
Myndirnar gætu raunar verið
fleiri, því ferill Ásgeirs Ásgeirs-
sonar frá Kóranesi á Mýrum til
Bessastaða hefur verið viðburða-
ríkur. Öl.u glæsilegri frambraut
gerist vart á sviði íslenzkra þjóð-
mála.
Freistandi er að staðnæmast við
þá sigra, sem Ásgeir hefur unnið
í pólidskri baráttu. Hann hefur
jafnan synt gegn straumi og náð
marki sínu, þótt rökvísir spámenn
teldu það óhugsandi. Svo var, er
hann vann þingsæti fyrst, er hann
bauð sig fram fyrir nýjan flokk,
og er hann bauð sig fram til for-
seta.Þessir atburðir gefa til kynna.
að þjóðin hafi séð og metið verð-
leika Ásgeirs.
En hins er rétt að minnast, að
löngum hefur þótt öllu meiri vandi
að vinna friðinn en sjáífan ófrið-
inn. Þetta hefur Ásgeiri tekizt sem
forsetaj og þar með hefur hann
skapað fordæmi, sem getur haft
mikla þýðingu í framtíðinni. Þrátt
fyrir miklar deilur um kosningu
hans, hefur honum tekizt að Vinna
traust allrar þjóðarinnar, ekkj sízt
þeirra, sem börðust gegn kosningu
hans. Hann hefur orðið það sam-
einingartákn og sá fulltrúi þjóðar
sinnar, sem beztu menn vonuðu,
að forsetum hins endurreisca lýð-
veldis auðnaðist að verða.
Ásgeir Ásgeirsson fæddist að
Kóranesi á Mýrum, þar sem var
hinn gamli Straumfjarðarkaup-
staður. Foreldrar hans voru þau
Ásgeir Eyþórsson, sem stundaði
þar jöfnum höndum verzlun og bú
skap, og Jensína Björg Matthías-
dótár.
Óviða getur svo fjölbreytt um-
hvcrfi, bæði af náttúrunnar hendi
og hvað atvinnuvegi snertir, sem
á Mýraströndum. Þar kynncist Ás
geir margþættum lifnaðar- og at-
vinnuháttum þjóðarinnar, og
bætti haun við þau kynni með sum
arvinnu, er hann var í skóla.
Foreldrar Ásgeirs flutcust til
Reykjavíkur 1901, og þar lá fyrir
honum sú skólaganga, sem þá var
kostur á, Hann hóf nám í Mennta
skólanum 1906 og lauk stúdents-
prófi 1912. Innritaðist hann síðan
í guðfræðideild Háskólans og lauk
þar prófi 1915. Fyrstu störf hans
voru sem biskupssricari og síðan
bankaritari, en 1918-26 var hann
kennari við Kennaraskólann.
Ásgeir hafði þegar á unglings-
árum fengið áhuga á þjóðmálum
og almennum framförum. Gerðist
hann félagi í Ungmennafélagi
Reykjavikur og vakti athygli á
sér fyrir frjálslyndi og framsýni.
Árið 1924 bauð hann sig fram til
þings í Vestur-ísafjarðarsýslu fyr
ir Framsóknarflokkinn, og náði
kosningu, enda þótt fáir spáðu
inn hafi aldrei verið hávær á mál
fundum, er hann einn bezti ræðu
maður íslenzkra stjórnmála á síð-
ustu áratugum. Hefði raunar verið
I vel til fundið á sjötugsafmæli hans
1 að gefa út safn af beztu ræðum
hans, og er tóm til að hrinda því
máli í framkvæmd, þótt afmælið
líði hjá.
Árið eftir Alþingishátíðina varð
Herra Asgeir Asgeirsson forseti íslands.
þeim úrslitum. Þarmeð hófst fer-
iil hans á stjórnmálasviðinu, sem
á.ti eftir að liggja til æðstu trún-
aðarstarfa þjóðarinnar.
Þegar undirbúin var Alþingis-
hátíð 1930, sem að ýmsu leyti
markaði tímamót á þróunarbraut
þjóðarinnar, var Ásgeir ekki að-
eins valinn í hátíðarnefnd, heldur
einnig kjörinn forseti Sameinaðs
Alþingis á Lögbergi, og flutti hann
þar ræðu, sem hlotið hefur verð-
skuldaða frægð. Enda þótt forset-
Ásgeir Ásgeirsson fjármálaráð-
herra í ráðurleyti Tryggva Þórhalls
sonar, og^ síðan forsætisráðherra
1932-34. Skildi á þessu tímabili
leiðir með honum og Framsóknar
flokknum, og mun kjördæmabreyt
ingin haía valdið því meir en önn
ur mál, að svo fór. Ýmsir þeir for
ingjar, sem urðu viðskila við
Framsóknarflokkinn á þessum ár-
um, leituðu til hægri á stjórn-
málasviðinu, en Ásgeir sócti til
vinstri og tók upp samstarf við
vantar unglinga tii að bera blaðið til
áskriifenda í þessum hverfum:
★ Lindargötu ★ Miðbænum
★ Höfðahverfi
AfgreiSs!a Atþýðubia$sins
Sími £4 900.
þingmenn Alþýðuflokksins. Gekk
hann síðar í flokkinn og náði enr;»
kjöri í Vestur-ísafjarðarsýslu.
Fræðslumál hafa alla tíð veri^
mikið áhugaefni Ásgeirs Ásgeirsc*
sonar. Hann varð fræðslumála-
stjóri 1923 og gegndi því embætti
til 1938, að undanteknum ráð-
herraárunum. Hann var lengi far-
maður menntamálanefndar neðr*
deiidar á þingi og átti virkan þátó
i mörgum umbótum á þessu sviði,
Arið 1938 varð Ásgeir banka-
stjóri við Útvegsbarikann, o g
gegndi hann því starfi til 1952, er
hann var kjörinn forseti íslands.
Hann var alla þá tíð virkur á sviði
landsmála og mikill áhrifamaðui'
á þingi. Stóð hann að baki ýmsum
umbótamálum, sem fram vajr
hrundið, og sýndi mikla hæfileiks.
til að sameina sundurleit öfl og" -sj
finna þá lausn mála.sem allir að-
ilar gátu sætzt á. Hann skildi
manna bezt, að stjórnmál metf^
frjálsum þjóðum eru fyrst ogf
fremst listin að finna færar loið- f
ir og skapa samstöðu um að faraj?
þær. íslendingum hefur verið ogf
er miki1 nauðsyn að eignast menn,
sem skilja þörfina fyrir málamið#
un og geta komið henni fram.
F.inn þessara manna er Ásgeir
Ásgeirsson, og mun þessi hæfi-
leiki ekki hafa átt minnstan þátt
í kosningu hans í forsetaembætt-
ið.
F’estir munu vera sammála um
að lýðveld'ð verði að hafa þjóð-
höfðingja, sem stendur utan viðT
dægurþras og hrossakaup stjórn- 1
málanna. Hins vegar var það mjög
vandasamt verk að móta embætti
fovseta íslands, svo að það kæmi
þjóðinni að tilætluðum notum,
én misbyði þó ekki ti’finningum
hennar fvrir stéttlevsi og jafnrétti.
Þetta hlutverk hafa fyrstu tveir
forsetarnir leyst af hendi með á-
gætum og skapað fas'ar hefðir
um embættið. Ásgeir Ásgeirssorj
hefur komið fram fyrir þjóðarinn-
ar hönd, bæði heima og erlendis,
með miklum glæsileik, svo jafn-
an hefur sómi verið af.
Á ungmennafélagsárunum kynnfc
ist Ásgeir Dóru Þórhallsdóttur,
sem síðar varð lífsförunautur
hans. Hefur frú Dóra ekki aðéins
stýrt fögru og farsælu heimili,
bæði í einkalífi og á forsctasetr-
inu, heldur verið manni sínum
stoð og stytta og glæsilegur full-
trúi íslenzkrar kvenþjóðar við ó-
tal opinber tækifæri. Börn þeirra
hjóna eru þrjú, Vala kona Gunn
ars Thoroddsen ráðherra, Björg
kona Páls Ásgeirs Tryggvasonai-
sendifulltrúa, og Þórhallur, skrif-
stofustjóri viðskip*amólaráðuneyt
isins, kvæntur Lilly Knudsen. /
íslénzka b.ióðin hyllir í dag for '
seta sínn sjötugan, og tekur und-
ir óskir þær, sem hann flutti i
alþingishátíðarræðu sinni 1930, er
hann sagði: „Hér hefur aldrei
orðið bylting og vopnaviðskipli
við aðrar þjóðir þekkjum vér ekki.
Mun enn verða svo um ókomnar 1
aldir, ef oss tekst að varðveita
jafnræði í aðstöðu þegnanna og
halda uppi friósömum viðskiptum
við aðrar þ.ióðir með viturlegri ■
lögg.iöf í samræmi við eðli mann&
ins og náttúi'u landnns".
Benedikt Gröndal.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. maí 1964 §