Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1964næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 6
) | HöfuSborg Tamúrlans, borg gim- | stelna ©g silkídúka, er km'fm, Biin | ferna úlfaldalestagafa hefur veriS mai- f foí'kuö ©g eftir henni foruna vörubílar I filatínir nf^ursuHuvöraim ©g dráttar- f véfavarahiufum. r^iiiiimiimiiiiiimiiiiiimiiiti iiiiium-.1111111 n iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiin ii iimniii 1111111111111111111111111111 immiumiii ii ii Hættunni, sem voíði yfir Samarkand, hefur verið bægt frá og ekki þarf lengur að ótt- ast, að þessi sögufræga borg hverfi undir vatn, eins og útlit var fyrir um tíma eftir að skriðuhlaup hafði stíflað Ze- rafshamfljót. En önnur flóðbylgja hefur fyrir löngu síðan gerbreytt Samarkand. Hin gullna borg Samarkand er nú hvergi til nema í þjóðsögum. Vissulega má enn sjá voldug minnis- merki fornrar frægðar borgar- innar, sem eitt sinn var höf- uðborg ríkis Tamúrlans. Gröf Tamúrlans, sem er höggvin í einn jaðestein, þann stærsta sinnar tegundar í heiminum, og skreytt turkissteinum, hefur verið endurbyggð af miklu listfengi. Önnur merkisbygg- ing í Samarkand er moskan, sem er frá fjórtándu öld. Rústir Bibi Khanym, stærstu mosku í Mið-Asíu, má enn sjá, en þær' eru mjög illa farnar og ekkert gert til þess að halda þeim við, milljónum er veitt/ til þess að halda við og end- urbyggja fornminjar, en samt er ekkert gert til þess að byggja upp þessar rústir. Á- stæðan er sú, að þær eru of illa farnar til þess að fært sé talið að gera eitthvað fyrir þær. EFNAHAGSMIÐSTÖÐ. Samarkand nútímans er iðn- aðarborg með 200 þús. íbúurn af úzbekisku, tadzhikisku og rússnesku þjóðerni. Þrátt fyrir að ekki beri á verksmiðju- reykháfum eða ryki því, sem safnast alls staðar í flestum iðnaðarborgum, þá er Samark- and mjög mikilvæg miðstöð lýðveldisins Úzbekistan. Helztu framleiðsluvörur hennar eru vín, skófatnaður, dráttarvéla- varahlutir, kvikmyndavélar, niðursoðnir ávexiir, silkivefn- aður og efnaiðnaður. Hin fornfræga silkibraut frá Indlandi og Kina er nú malbikuð eins og flestir aðr- ir vegir, og farartækin eru flutningabílar í stað kamel- dýra fyrri tíma. Nú er silkið ræktað á samyrkjubúum. Samarkand getur hrósað sér af stærsta háskólanum í Úz- bekistan, hann er stofnaður árið 1927 og starfar í fimm deildum. Nemendur eru um 10 þúsund, þegar með eru tald- ir þeir, sem stunda nám í bréfaskólaformi. í borginni eru einnig fjórar aðrar æðri menntastofnanir, til dæmis ar- kitektaskóli og læknaskóli, og 17 íækniskólar. Á síðustu árum hefur þróun- in verið geysihröð í Samark- and og það fyrsta, sem ferða- mönnum er sýnt þar í borg eru fjölmargar fjögurra hæða byggingar, sem verið er að reisa við liina nýju Gagarín- götu. Annars taka flestir Úz- bekistar hinar þjóðlegu einnar hæðar byggingar með garði í miðju fram yfir. í þessum garði rækta þeir ávaxtatré og hvíla sig í mestu sumarhitunum, en þeir geta orðið geysilegir þarna. FASTHELDNI. Úzbekislar eru fornir í hátt- um og fastheldnir á þjóðlega siði. Þannig ganga flestar kon- ur þar í ökklasíðum klæðum gerðum úr zigzagmynztruðum og litríkum efnum og gamlir karlar ganga með túrbana og í litsterkum austrænum klæð- um. Ungu mennirnir, jafnvel þeir, sem klæða sig á vestræna vísu, bera tubetyeka, sem eru litlar kollhúfur. Þrátt fyrir fastheldnina halda Úzbekistar marga rússneska „fulltrúa” og framgjarnir Úz- bekistar hafa tilhneigingar til að „rússneska” nöfn sín. Áhrif Rússa í Samarkand hófust fyr- ir alvöru árið 1808 með inn- rás rússneskra „heimsveldis- sinna,” sem hernámu borgina og byrjuðu að byggja hana upp að nýju. Þessu hafa Rússar haldið áfram og áhrif þeirra eru því greinileg. Vöxtur borgarinnar jókst mjög á stríðsárunum, en þá streymdu til hennar bæði her- ir á undanhaldi og særðir her- menn. Margir þessara manna settust að í borginni. umu MMIMIfMII IIIIII1111111111 lll IIII ■l•l■lll■■IIIIIM■l•llll•l II lll •M••l••llllll«•lll í Texas er nú háð ein lítil og skemmtileg styrj- öld. Það eru þrír bæir, sem bítast um hver þeirra skuli teljast heimabær Johnsons for- seta. — Þetta er ekki lítilvægt atriði vegna bess, að sá bærinn, sem fer með sigur úr být- um, mun fá til sín mjög aukinn fjölda ferða- manna. Þessa stundina vegnar Johnson City einna bezt. Hún er í um það bil 20 kílómetra fjarlægð frá bústað forsetans og er nefnd eftir afa hans og þar að auki greiðir hann atkvæði þar. — En þetta vilja íbúar Stonewall ekki heyra ncfnt. — Hcr býr Johnson, segja þeir, og það ætti að gera út um málið. — Nei, segja þá íbúar Frederiksburg, hér kemur hann í kirkju, og það er það mikilvægasta fyrir hvern góðan Ameríkana. Eins og sakír standa hafa allir þrír bæirnir uppi skilti við akveginn á bæjarmörkunum, sem á stendur: Home of L.B.J. Stuttu eftir að Churchill hafði yfirgefið íhalds- flokkinn og gengið yfir til frjálslyndra á sín- um tíma, og látið sér vaxa spjátrungslegt yfir- skegg, Tiitti hann unga konu í samkvæmi. Það eru itvem hlutir við yður, sem mér líkar ekki Iierra Churchill. — Látið mig heyra. — Nýi flokkurinn yðar og nýja skeggið yðar. — Kæra ungfrú, mælti Churchill, þér skuluð ekki vera að láta það á yður fá. Þér fáið naumast nokkru sinni tilefni til þess að komast í snertingu við þessi fyrirbæri. LEIKUR Á SVIÐI Hér eru þau hjónin Riehard Burton og Elizabeth Taylor. Myndin cr tekin á hóteli í Bandaríkjunum, þar sem þau ræddu stundarkorn við blaða- menn. Meðal annars sögðu þau frá því, að í júní nk. ætti Lísa að koma fram á leiksviði í fyrsta sinn á ævinni. —■ Hún kveðst þegar vera orðin tauga óstyrk, enda hlýtur það að vera gerólík tilfinning að leika fyrir fullt hús af fólki eða að- eins kvikmyndavél og leik- stjóra þar, sem alltaf er hægt að taka upp, ef eitthvað tekst ekki eins og bezt verður á kos- ið. Richard leikur um þessar mundir Hamlet þar vestra og það álit gagnrýnenda, að sjald- an eða aldrei hafi hann sézt betur leikinn. g 13. maí 1964 — ALÞÝÐUBLA0IÐ MmiiiiMimiiimiiiiiiiiiiiiiniiiimiiiiiiiiiiimmitiiiiiuiiiiMiiiimiiiiiimiMmimmiimiiiiiiniiiiiiMiiiiiiii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 106. Tölublað (13.05.1964)
https://timarit.is/issue/179353

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. Tölublað (13.05.1964)

Aðgerðir: