Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 9
landshöfðingi Thorberg væri lát-
ínn:
Aldrei er svo bjart
yfir öðlingsmanni,
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú;
og aidrei er svo svart
yfir sorgarranni,
að eigi geti birt
fyrir eilífa trú!
Og Jóhann Júlíus Jóhannesson
skipherra kvaddi hann svo;
Viku af viku, nótt og dapran dag
dauðans engill söng þitt vöggulag;
söng og skenkti sárra kvala vín,
söng og spann þitt hvíta dáins-lín.
Loks kom heilög hönd, sem um
þig bjó,
himnesk rödd, er sagði: það er
nóg.
Hér eru tilfinningarnar látnar
ráða, en íslenzk erfiljóð geyma
einnig mannlýsingar, sem fræg-
ar munu í bókmenntum okkar
um aldir. Guðmundur á Sandi
segir um Kristján ferjumann
Jóhannesson:
Götu sína gekk hann keikur,
garplegur í mannraunum.
Sá ég hann í svaðilförum
sækja móti storminum.
Niðja sinna nauðsyn rækti
nótt og dag með afbrigðum.
Engan hef ég öldung litið
íslenzkari í sniðunum:
Áherzlur með orðakynngi,
ef hann beitti skattyrðum.
Málsnilldin var móðurtungu
mótað gull frá Sturlungum.
Og iðulega reyndu skáldin að
brýna samtíð og framtíð með
eggjun í tilefni af mannskaða.
Fornólfur orti að Ólafi Davíðssyni
föllnum:
En fræði og sagnir sögulands
sakna manns úr ranni,
Viltu taka upp verkin hans
• og verða þar að manni?
Dæmin ættu að sanna, hvert
skúldskapargildi íslenzkra erfi-
Ijóða hefur orðið. Slíkur menn-
ingararfur mundi sannarlega siér-
hverri þjóð ærinn auður, en vandi
fyigir vegsemd hverri, einnig
þeirri, sem er að snjöllustu erfi-
Ijóðum góðskáldanna. Þess vegna
blöskrar manni, þegar bögubósar
varpa háðungarskugga á þvílíkan
kveðskap með ,leirburðarstagli’
og .holtaþokuvæli’. Þær misgerð-
ir verða raunar aldrei nema ang-
ur líðandi stundar, því að ,bragð-
dauf ríma’ kemur ekki mál við
eilífðina, en mér er sama: Er
ekki íslendingum sú tilhugsun
ömurleg þessa daga, hvað upp á
er boðið sem svokölluð erfiljóð?
Hafa íslendingar allt í einu misst
dýrmæta skáldskapargáfu?
Tilefni þess, sem liér segir, er
óhugnanlegur orðamokstur, sem
kallast erfiljóð um Davíð heit-
inn Stefánsson frá Fagraskógi.
Blöðin birta nær daglega rímað
þrugl, sem á að túlka sorg ís-
lendinga við andlát þjóðskálds-
ins. Mannrænar tilfinningar kenn-
ast þar að sönnu, en skáldskapar-
gildi fyrirfinnst varla í þessum
klaufadómi. Þetta er lágkúra og
lei(.burður, sem reynist öllum
hluatðeigendum til vansæmdar
,Skáldin’ eiga vissulega bágt að
kunna ekki að þegja. Þó er hlut-
ur ritstjóranna mun lakari. Hvað
vcldur öðru eins og því, að þeir
skuli koma slíku og þvílíku óorði
á íslenzkan kveðskap með
hneykslanlega misskildri góðsemi
við bögubósa í stað þess að hafa
vit fyrir þeim? Manni verður á
að spyrja, hvað sé orðið af bréfa-
körfunum á ritstjórnarskrifstofum
dagblaðanna í Reykjavík.
En erum við þá ekki svona
djúpt sokknir? Um slíkt nenni ég
engan veginn að orðlengja, en
svara með því að minna á nokkur
íslenzk kvæði frá síðari árum
einmitt um þetta efni. Davíð
Stefánsson kvað þannig í tilefni
af persónulegum harmi — ljóð-
ið heitir Sorg:
Við ókum burt frá gröfinni,
enginn sagði neitt,
og undarleg var gangan
heim í hlaðið,
því fjallið hans og bærinn
og allt var orðið breytt,
þó auðnin væri mest,
þar sem kistan hafði staðið.
Þó ennþá blöktu í stjökunum
örfá kertaljós,
var alstaðar í húsinu
döpur rökkurmóða.
Á miðju stofugólfi
lá föl og fannhvít rós,
sem fallið hafði
af kistu drengsins góða.
Ég laut þar yfir rósina,
svo enginn annar sá,
að öllum sóttu
lífsins þungu gátur.
Svo kyrrt var þarna inni,
að klukkan hætti að slá,
en klökkvans þögn
er innibyrgður grátur.
í silfurvasa lét ég mína
sumarbjörtu* rós,
en. samt var henni
þrotið líf og styrkur.
Svo brunnu þau að stjökum
hin bleiku kertaljóSj
og blómið hvarf mér —
inn í þögn og myrkur.
Hvað svo um yngri skáldakyn-
slóðina, er þetta ekki henni að
kenna, flótta hennar frá gamalli
hefð og hæpnum tilraunum á
nýrri öld? Athugum það viðhorf
málsins að lokum. Fiðluklettar,
hinzta kveðja Þorsteins Valdi-
niarssonar til Páls Kjerúlfs, hljóð-
ar þannig:
Fram við Fiðlukletta
flytur blær á sumri hjá
ljúflingstóna létta
leyndum bergsins frá.
Þekkirðu þá?
Hefurðu gengið í Gilsárrana
gauktíðarkvöldin blá?
Hve fagrir eru þeir tónar
og fylltir með þrá.
Lygna dýjalindar
ljóma slær í brekkusveig;
skugga meyjarmyndar
móðan speglar fleyg;
vatns yfir veig
liðin fram sem Ijóshvítt ský
lýtur hún eftir teyg;
og sál þín, lindardjúpið,
er sælu fyllt og geig.
Rís í runnastóði
rúnahella bjargi frá.
Lút því letri í hljóði,
liggi spor þín hjá.
Rótt sofi sá,
er galt með lífi og gæfu sinni
gauktíðarkvöldin blá.
— Svo fagrir voru þeir tónar
og fylltir með þrá.
Söknuður er föðurminning
Hannesar Péturssonar. Þar er svo
að orði komizt:
Fjallið sem þögult fylgdi mér
eftir hvert skref
hvert fótmál sem ég steig,
nú er það horfið.
Á beru svæði leita augu mín
athvarfs.
Um eilífð á burlu fjallið
sem fylgdi mér eftir
til fjærstu vega, gnæfði
traust. mér að baki.
Horfið mitt skjól og
hreinu, svalandi skuggar.
Framh. á bls. 10.
Starfsstúlkur óskast
Starfsstúlkur óskast nú þegar í eldhús Flókadeildar, Flóka
götu 31. Upplýsingar gefur matráðskonan á staðnmn milli
kl. 9 og 16.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Matráðskona óskast
Matráðskona óskast að stofnun hér í Reykjavík með 45
manna mötuneyti.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf
svo og um launakröfur óskast sendar blaðinu fyrir 23. mai
n.k. merktar „Mötuneyti — 1964“.
PIERPONT-ÚR
Ný gerð — Safír-slípað glas —
Vatnsvarið — Höggvarið —
Óbrjótanleg gangfjöður —
17 steina.
Ársábyrgð.
Sendi gegn póstkröfu.
Sigurður Ssvertsen,
úrsm.
Vesturgötu 16 — Sími 18711.
Kex - Lórelei - Kex
TEKEX
SMÁKEX
VANILLEKEX
KREMKEX
KREMSNITTUR
HEILHVEITIKEX
MALTKEX
ÍSKEX
Söluumboð:
Magnús Kjaran
nmboös & heildverzlun
Sími 24140.
í-----------------*--------------
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. maí 1964