Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1964næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 4
STORFUM EFRI LOKIÐ :: :: :: <» I Reykjavík, 12. maí - EG SÍÐASTA fundi efri deildar Al- þingis lauk um klukkan hálf þrjú aðfaranótt þriðjudagsins. Fundi var frestað skömmu fyrir kvöldmat, en fundur sett- ur að nýju strax er útvarpsum- ræðunum var lokið. Á þeim fundi var afgreitt frá deildinni frumvarp um ríkisábyrgð á lán handa Flugfélagi íslands, þá var frumvarp til laga um lausn kjaradeilu verkfræðinga af- greitt frá deildinni, sem og frumvarp til laga um Seðla- WUWMMMMMMHmHWMW banka íslands. Breytingartil- lögur viðskiptamálaráðherra við frumvarpið voru samþykkt- ar, en gegn þeim héldu Fram- sóknarmenn uppi málþófi. Forseti deildarinnar, Sigurð- ur Óli Ólason, kvaddi þing- menn og árnaði þeim heilla á komandi sumri, sömuleiðis þakkaði hann starfsfölki þings- ins fyrir samstarfið. Óláfur Jó- hannesson þakkaði forseta góða og réttláta fundarstjórn fyrir hönd þingmanna. — Neðri deild: . Fundur hófst í neðri deild klukkan 1.30 í dag. Frumvarp til laga um ríkisábyrgð handa Flugfélagi íslands var afgreitt sem lög frá Alþingi eftir 3. umræðu, og ennfremur var frumvarp um lögsagnarum- dæmi Alcraneskaupstaðar af- greitt sem lög. Þá var tekið á dagskrá frv. til laga um lausn kjaradeilu verkfræðinga og hélt stjórnarandstaðan uppi málþófi um það. Nokkur fleiri mál voru á dagskrá deildarinnar. Fundur stóð fram að kvöldmát og átti að hefjast að nýju þeg- ar að útvarpsumræðunum lokn- um. f® mWttWWMMWWMWWWIWWWWVWMMWMMWWMWIWt Skrumtillögur eru ætíð hættuleg ÞAÐ eru blekkingar og skrum að tala um stórhækkun hámarks- íbúðarlána, án þess að minnsta tilraun eða tillögur séu gerðar um úrlausn fyrir þá, sem enn hafa engin lán fengið þrátt fyrir lang- an biðtíma. Lýðskrumstillögur í þessum efnum geta aðeins leitt til enn meiri erfiðleika og verða að leggjast að jöfnu við tilraunir þeirra einstaklinga, sem vil.ja nota sér þessa erfiðleika fólksins í auðg unarskyni. Á þessa leið mælti Egg- ert G. Þorsteinsson í útvarpsum- ræðunum í gærkvöldi, en Eggert ræddi einkum um húsnæðismálin. Hann talaði af hálfu Aiþýðuflokks ins í fyrstu umferð umræðnanna. í upphafi ræðu sinnar fór Egg- ert nokkrum orðum um kjarabar- áttuna og sagði, að höfuðáherzla væri nú lögð á verðtryggingu kaups, og væri sú krafa eðlilega byggð á þeirri staðreynd að launa- hækkanir í krónutölu hefðu ekki borið árangur. Eggert benti á, að umbætur í húsnæðismálum væru ein raun- hæfasta leiðin til kjarabóta. Síð- an sagði hann: „Þrátt fyrir þá staðreynd, að Húsnæðismálastofn- unin hefur á 8 ára starfsferli sin- um lánað til á sjöunda þúsund íbúða, og að árleg fjárhagsgeta stofnunarinnar hefur vaxið úr 40- 50 milljónum á ári í 110 milljón- ir á sl. ári, - hefur biðröð láns- umsækjenda lengst, þannig að hinn 1. april s.l. biðu um 3000 Styttri vinnudag án kaupskerðingar SIGURÐUR INGIMUNDAR- Í30N, talaði af hálfu Alþýðuflokks 4íns í síðustu umferð útvarpsum- iræðnanna í gærkveldi. Sigurður hóf mál sitt á því að •rekja viðskilnað vinstri stjórnar- íinnar, því þegar hún hefði farið Sigurður Ingimundarson. ít'á hefði allt verið í kalda koli, og liefði hún setið áfram hefði eng iain bátur komizt á flot þá um liaustið. Viðreisnarstjómin hefði þegar »ett sér tvö meginmarkmiff, að fciöðva skuldasöfnunina erlendis og 3-iefja gjaldmiðilinn íslenzka úr inðurlægingu og hins vegar aff! fcaapa cfnahagsjafnvægi innan- Jjinds. Viðreisjmin hefði tekizt og það' I.efði verið stjórnarandstæðingum J JMikilI þyrnir í augnm því þar sá:i ! loeir sínn pólitíska frama í Sætín. Þess vegna hefðu þeir tickið upp ábyrgðarlansa yfir- boffs og verðbólgustefnu er þeir sáu að alit gekk vel, báta fiotinn jókst, verðlag hélzt stöð- ugt og iðnaður efldist. Stofnlánasjóðir höfuffatvinnu vega þjóffarinnar hefðu verið efld ir og sumpart reistir úr rústum eftir viðskilnað vinstri stjórnar- innar. Markmið stjórnarandstöð unnar hefði veriff að láta víxl hækkanir kaupgjalds og verðlags hjáipa sér til að eyðileggja áhrif in af störfum ríkisstjórnarinnar. Þessa a'ðstöðu þeirra mætti ef til vill kalla mannlega, en alls ekki heiðarlega. Þeir hefðu stutt allar kaupkröfur, hversu háar sem þær hefðu verið og frá hverjum sem þær hefðu komið. Þá hefðu þeir stutt allar aðrar kröfugerðir, jafn- vel líka um liækkun álagningar. Það væri ekki óeðlilegt að skoð- anir um það hverjar aðgerðir væru verðbólgumyndandi væru mis- munandi hjá stjórnmálamönnum, en núverandi stjórnarandstæðingar hefðu tvennar skoðanir á þessu. E.'na er þeir væru í stjóm og aðra utan stjórnar. Sigurður sagði, að 30% kaup- hækkun á einu ári gæti ekki orð- ið raunhæf, því í kjölfar hennar hlytu að fylgja margar hækkariir. Þeir stjórnmálamenn, sem slíkum liækkunaröldum hleyptu af stað væru vissulega áfellisverðir. Sigurður minnti á að Hannibal og Hermann hefðu beðið fólk um að taka á sig launalækkun 1958, og þá hefði Hannibal einnig beðið bændur um að taka á sig lækkun afurðaverðs.Þá hefffu þcir ekki ver ið að biðja um kauphækkanir. Nú bæöu Framsóknarmenn um hærri og meiri almannatryggingar, en ] hver myndi eftir áhuga þeirra á slíku, meðan þeir sjálfir réðu fjármálum ríkisins? Það er þjóðinni fyrir beztu og láglaunafólki brýn nauðsyn að verðbólguþróun undanfarinna ára tuga verði stöðvuð, sagði Sigurð- ur. Nú krefst þjóðin raunhæfari vinnubragða en í desember sL Al- Eramh. á bls. 13. Eggert G. Þorsteinsson. lánsumsækjendur úrlausnar sinna inála. Með víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags hefur bygging- arkostnaður sífellt verið að auk- ast, svo að þrátt fyrir 50% hækk- un hámarkslána í árslok 1961 úr 100 þúsundum í 150 þúsund, er þes^i opinbera aðstoð ekki orðin [nema 25-30% af byggingarkostn- ' aðinum. I Þær 3000 lánsumsóknir, sem úr- 1 lausnar bíða má hiklaust marg- falda með 5 til þess að fá út þá tölu fjölskyldumeðlima, sem hér eiga beina aðild að. - Er þá ótalinn sá fjöldi ættingja og vina hverr- ar fjölskyldu, sem rúið hefur allt sitt sparifé til að hjálpa ungu hjónunum, sem eru að hefja bú- skap, - eða hjónunum, sem eiga of mörg börn til þess að leiguhús- næði fáist. í þeim efnum virðist svo sem böm megi ekki nefna”. „Það verður ekki unnið. að lausn húsnæðisskortsins á þann hátt, að auglýsa með skrumfyrirsögnum, að allir sem vilji geti fengið lán eins og of mikið bar á eftir setn- ingu laganna um húsnæðismála- stjórn frá 1955. - Ennþá stynur húsnæðismálastjórn undan þeim biðröðum, sem þá urðu til, enda þótt á stundum hafi tekizt að vinna verulega á í þessum efnum eins og t. d. á sl. voru. Síðan rakti Eggert leiðir til úr- bóta í húsnæðismálum: 1) Auka þarf fastatekjur hús- næðismálastofnunarinnar. 2) Þegar það hefur verið gert, þarf að hækka hámarkslánin og gera um leið strangari kröfur til hóflegrar stærðar á þeim íbúðum, er aðstoðar njóta. 3) Koma verður á betri verka- skiptingu þeirra aðila, sem lána fé til íbúða, þ. e. húsnæðismála- stjórnar, lífeyriss.ióða og bygging- arfélaga verkamanna. Verðlauna mætti sérstaklega með hærri lánum og styttri bið- tíma þá, sem byggja 2-3 herb. í- búðir. En verð á þeim er nú 20- 30% hærra á rúmmetra en stærri íbúða vegna gífurlegrar eftir- spurnar. Framliald á síðu 10. Ræða Emils Jónssonar... (Framhald af 1. síSu). ystu Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna. Framsókn hefði ekki af miklu að státa í þessum efnum Síðustu sex mánuðina af vaída- stríði vinstri sgórnarinnar hefði vísitalan hækkað um 27 stig, og ekki gæti þá Alþýðubandalagið státað sér heldur af neinu á þess- um vettvangi. Það væri ekki hægt að saka einn fremur en annan um, að ekki hefði tekizt að ráða bót á þessari meinsemd. Síðan ræddi ráðherrann hækkun byggingar- vísitölunnar, sem hefði hækkað | um 34% í tíð vinstri stjórnarinn- j ar, en um 56% sl. sex ár. í vinstri stjórninni hefðu íbúðar- lánin verið lækkuð er byggingar- kostnaður óx, en í tíð núverandi ríkisstjórnar hefðu lánin verið hækkuð jafn mikið og byggingar kostnaður hefði hækkað. Þá minnti Emil á, að atvinnu- leysisvágesturinn væri nú horf- inn, og væri það að verulegu leyti að þakka hinni gífurlegu aukningu fiskiskipaflotans, og bættri veiði tækni^ Sagði Emil, að samkvæmt upplýsingum Skipaskoðunarstjóra hefðu bætzt í fiskiskipaflota okk- ar sl. fimm ár 90 íiskiskip, sem hafa verið meira en 100 rúmlest ir að stærð. Lánastofnanir sjávar útvegsins hefðu verið efldar mjög og átt sinn þátt í aS gera þessa uppbyggingu mögulega. Ekki væri þó nóg að eignast skip, því líka þyrfti að gera átak í hafnar- má.um svo skipin gætu aJiafnað sig og hefðu öryggi. 1956—1958 hefðu verið veitt 30 milljónir á ári til hafnarmála, en á síðast- liðnu ári hefðu verið varið 100 Eniil Jónsson félagsmálaráðhcrra. milíjónum til að byggja hafnir víða um land. Síðan ræddi Emil um almanna- tryggingarnar og þá stórkostlegu aukningu, sem þar hefur átt sér stað. Nefndi hann nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Til dæmis hefði ellilífeyrir hjóna á 2. verð- lagssvæð, verið 10.300 krónur ár- ið 1958, en væri nú 43.400 krónur. Einstæð móðir með tvö börn hefði á árinu 1958 fengið 11.600 kr. á 1. verðlagssvæði en 8700 krónur á 2. verðlagssvæði. Nú fengi hún 40.300 krónur, þar væri því um nær fimmföldun að ræða. Heildargreiðslur almannatrygg- inga hefðu verið 243 milljónir árið 1958 en yrði í ár 1045 milljónir króna; nær fjórum sinnum hærri. Á beim tíma, sem vísitala fram- færslukostnaðar hefði hækkað um 61% hefðu bætur almannatrygg- inga hækkað um 329%. Emil sagði að einn stjórnarand- stæðinga hefði sourt liver væri stefna ríkisstjórnarinnar. Stefna ríkisstjórnarinnar væri sú sama og hún hefði verið: 1) að tryggja landsmönnum atvinnuöryggi, 2) að forða óvinnufærum frá skorti, 3) að auka og efla menntun æsk- unnar, 4) að auka lán til íbúða- bygginga. Að lokum sagði Emil að hvort nú tækist að sföðva tveggja ára- tuga verðbólguþróun væri ekki síður komið undir stiórnarand- stöðunni en ríkisstjórninni. 13. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 106. Tölublað (13.05.1964)
https://timarit.is/issue/179353

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. Tölublað (13.05.1964)

Aðgerðir: