Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 3
Vorfundur NATO^ settor í Hactg^
Rusk vill vestræna
aðstoð í S-Vietnam
Iíaag, 12. maí (NTB-AFP)
I)F,AN Rusk utanríkisráðherra
hvatti vestræna bandamenn að
veita Suður-Vietnam aðstoð og
cinangra Kúbu á sviði efnahags-
mála og stjórnmála í ræðu sem
hann hélt á vorfundi NATO í
Haag í dag.
(Jtanríkisráðherrar hinna 15 að-
ildarríkja bandalagsins ræddu á-
standið í alþjóðamálum á þremur
fundum. Þeir voru sammála um,
að þótt teikn væru á lofti um
bætta sambúð austurs og vesturs
yrði að viðhalda einingu NATO og
varnarviðbúnaði bandalagsins.
Rusk og embættisbræður lians
frá Bretlandi og Frakklandi, Rich-
ard Butler og Couve de Murville,
j liéldu sérstakan fund um Berlínar-
málið. Utánríkisráðherrar allra að-
ildarríkjanna nema íslands sitja
fundinn. Fulltrúi íslands er Pétur
Thorsteinsson, fastafulltrúi hjá
NATO.
Utanríkisráðherrarnir vonast til
! að Ijúka viðræðunum á tveim dög
! um. Ef svo verður má vænta til-
kynningar um fundinn á fimmtu-
dagsmorgun.
Rusk sagði í ræðu sinni á Nato-
fundinum, að Bandarikin væru
staðráðin í að halda áfram könn-
unarflugferðum yfir Kúbu. Sér-
hver afskipti annarra ríkja af
þessu könnunarflugi gæti haft al-
varlega erfiðleika í för með sér.
! Lífsnauðsynlegt væri fyrir Banda-
Báfaleiga hefur
fekið til starfa
NYLEGA hefur tekið til starfa
hér í Reykjavík nýtt fyrirtæki,
Bátaleigan s.f. Eins og nafnið ber
með sér leigir fyrirtæki þetta út
sportbáta, til lengri eða skemmri
tíma, á svipaðan hátt og bílaleig
ur, sem eins og kunnugt er hafa
náð miklum vinsældum hérlendis,
liin síðari ár.
Fyrirtækið verður til húsa í
Bakkageröi 13.
Bátar þeir, sem fyrirtækið leig
ir'út, eru tvenns konar, plastbát-
ar og gúmbátar. Plastbátamir eru
af tveim stærðum, minni gerðin
tekur fjóra menn, en stærri gerð
in fimm til sex. Stærri gerðinni
fylgir 5,5 ha. utanborðsmótorar,
en þeirri minni 4,5 lia. Gúmbátum
fylgir 3 ha. mótor. Mótorarnir eru
af Johnson og Perkins gerð og
hefur þess verið gætt að hafa þá
ekki aflmeiri en svo, að engin
hætta á að vera á ferðum, í góðu
veðri, því eins og kunnugt er hafa
fle&t slys, sem orðið hafa á slíkum
bátum hér heima og erlendis, or-
sakast vegna þess, að mótorar
hafa verið of stórir og kraftmikl
ir. Má í því sambandi geta þess,
að stærri gerðin af plastbátunum
er gefin upp fyrir allt að 15 ha.
mótor, en eins og fyrr segir
fylgja þeim 5,5 ha. mótor, og er
leigutaka óheimilt að skipta um
mótor á bátunum. í öllum bátun
um verða björgunarbelti, og vilja
eigendur brýna það mjög fyrir
leigjendum, að fara aldrei út á
vatn, án þess að hafa þau á sér.
Allir eru bátarnir mjög með
færilegir, og má flytja plastbát-
ana, hvort heldur er á tengivagni
(trailer) — eða á toppgrind bifreið
ar. Tengivagn fylgir stærri gerð-
inni, og með honum tengi, sem
hægt er að flesta aftan í vel flest-
ar bifreiðar. Gúmbáturinn vegur
aðeins níu kg„ og er hann tveggja
hólfa, þannig að engin hætta á að
vera á ferðum, þótt gat komi á ann
að hólfið.
Þetta mun vera eina fyrirtækið
hér, sem leigir út báta, og með
þessu er fólki, sem ekki hefur
sjálft efni á að eignast bát, gefinn
kostur á að taka með sér bát í
sumarleyfið, helgarferðir og veiði
ferðir, eða til skemmtisiglinga á
kvöldin.
ríkin að halda könnunarfluginu á-
fram svo að vissa fengist fyrir því
að engar árásareldflaugar væru á
eyjunni.
Rusk sagði, að Kúba flytti vopn,
peninga, reynda flugumenn og á-
róður til a. m. k. sex ríkja róm-
önsku Ameríku. Vegna þessarar
undirróðursstarfsemi reyndu Sam-
tök Ameríkuríkja (OAS) að ein-
angra Kúbu á allan hátt.
Hann kvaðst vona að öll NATO
ríki tækju Kúbu-stefnu sína til yf-
irvegunar vegna þess að landið
ógnaði öryggi vestrænna banda-
manna. Hann kvað marga sovézka
hermenn hafa farið frá Kúbu, en
enn væru of margir eftir til þess
að Bandaríkjamenn gætu verið á-
nægðir. Ástæða væri til að ætla,
að Rússar kenndu Kúbumönnum
meðferð hergagna þeirra, sem þeir
skilja eftir á eyjunni.
Einnig hvatti Rusk til öflugri
stuðnings, siðferðilegs og efna-
hagslegs, vestrænna ríkja við Suð-
ur-Vietnam í baráttunni gegn
kommúnistum. Hann kvað ósigur
geta haft mjög alvarlegar afleið-
ingar.
Rusk sagði, að síðan í Kúbu-
deilunni hefðu ekki orðið miklar
breytingar á stefnu Sovétríkjanna
í mikilvægum málum. Erfið og
hættuleg vandamál væru enn ó-
leyst. Hann kvað aukins áhuga
gæta í Austur-Evrópu á bættum
samskiptum við Vesturlönd. Vest-
ræn ríki ættu ekki að láta þetta
tækifæri úr greipum ganga.
Utanríkisráðherrann taldi eng-
um vafa undirorpið að Krústjov
forsætisráðherra ætti í alvarleg-
um erfiðleikum með Kínverja og
að staða hans sem heimsleiðtoga
væri í veði. Hins vegar benti hann
á, að þessi þróun þyrfti ekki að
vera í þágu hins frjálsa heims.
Hann taldi, að klofningur ráða-
• manna í Moskvu og Peking gæti
leitt til harðari stefnu af hálfu
Sovétríkjanna. Að svo stöddu væri
ekki ástæða til að bíða eftir úr-
slitabreytingu á samskiptum aust-
urs og vesturs..
Rusk nefndi einnig möguleik-
ana á aukinni verzlun við Austur-
Evrópuríki, en kvað möguleika á
aukinni verzlun Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna litla vegna verzlun-
arhátta Rússa.
Egyptalandsdvöl Krústjovs er enn á dagskrá, en Krustjov mun
alls dveljast í 16 daga hjá Nasser. Myndin hér að ofan er af Nass-
er og Krústjov fyrstu daga heimsóknarinnar, en að neðan er mynd
af konum þeirra. Nína Krústjov er til hægri, en kona Nassers til
vinstri. Ekki er vitað til að fyrr hafi birzt myndir af konu Nassers
en í samhandi við þessa för.
McNamara forðað
frá banatilræði
Saigon, 12. maí (NTB-Reuter)
BIFREIÐ, sem landvarnaráðherra
Bandaríkjanna, Robert McNamara,
sat í, var skyndilega ekið í dag út
úr hinni opinberu bílalest og
um ýmsar hliðargötur í Saigon til
þess að forðast hugsanlega til-
raun til að ráða ráðherrann af dög
um.
Bandarískur öryggisvörður skip-
aði bílstjóranum á síðustu stundu
að aka úr bílalestinni rétt fyrir
utan flugvöllinn í Saigon eftir að
McNamara var kominn til borg-
arinnar að ræða ástandið í her-
málunum í Suður-Vietnam. Hinar
bifreiðarnar í bílalestinni óku eft
ir aðalgötunni, sem var stranglega
gætt, til miðbiks Saigon. Þær óku
yfir brú, þar sem flugumenn Viet
Cong kommúnista höfðu reynt að
koma fyrir sprengjuefni fyrir
nokkrum dögum.
Lögreglan í Saigon yfirheyrði í
dag nokkra Viet Cong-menn, sem
voru handteknir um helgina, er
þeir reyndu að koma fyrir tíma-
sprengju undir brúnni. Einn
skemmdarverkamannanna slasað-
ist í gær, er hann reyndi að
fremja sjálfsmorð. Hann stökk út
um glugga á annarri hæð lögreglu
stöðvarinnar, en lenti á þaki lög-
reglubifreiðar.
McNamara ók beint frá flugvell-
inum til bandaríska sendiráðsins,
þar sem háttsettir liðsforingjar
skýrðu honum frá hernaðará-
standinu. McNamara gaf blaða-
mönnum stutta yfirlýsingu, en
neitaði að svara fyrirspurnum.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. maí 1964