Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1964næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.05.1964, Blaðsíða 10
NÝTT! f plast- brúsum. Fæst í hverri búð Söluskattur Dráttarvextir falLa á söluskatt fyrir 1. ársfjórðung 1964, svo og hækkanir á söluskatt eldri tíraabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi 15. þ. m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari aðvör- unar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöW- tmurn. ' Reykjavík, 12. maí 1964 Tollstjóraskrifstofan Arnarhvolí, Sumaráætiun... (Framhald af 16. síðu). Reykjavíkur, 3 frá Kaupmanna- höfn, 2 frá Gautabörg, 1 frá Hels- ingfors, 3 frá Osló, 5 frá Lux- émborg, 1 frá Amsterdam og ein frá London og 2 frá Glasgow. Síðan verða vikulega jafnmargar ferðir til ofangreindra staða frá Reykjavík, en frá New York til Evrópu með viðkomu í Reykjavík vérða 12 ferðir í viku og jafn- xnargar frá Evrópu til New York nieð viðkomu hér. Á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum munu nýju vélarnar fijúga frá Luxemborg vestur um haf, en aust ur um frá New York á mánudög um, miðvikudögum og föstudög- um. Á leiðinni frá New York tii Reykjavíkur munar 3 klst. á flug hraða gömlu og nýju vélanna, og er áætlaður flugtími Canadair- CL-44 vélanna á þeirri leið 6 klst. og 35 mín., en 2 tímum mun ar á leiðinni frá Reykjavík til Lux epiborgar, en áætlaður flugtími nýju vélanna á þeirri leið er 3 klst. 45 mín„ miðað við meðal- flugtíma. Sem dæmi um fargjöld sam- kvæmt sumaráætluninni , má nefna, að farið frá Reykjavík til New York kostar kr. 6890 aðra leiðina, en 13091 báðar leiðir. Samsvarandi fargjöld eru: frá Reykjavík til Kaupmannahafnar kr. 4220 aðra og 8018 báðar leið- ir, frá Reykjavík til Hamborgar 4811 kr. aðra, en 9141 kr. báðar leiðir og frá Reykjavik til London kr. 3804 aðra, en 7228 báðar leið- ir. KRON.. . (Framhald af 16. síðu). Endurkjömir voru í stjórn til næstu þriggja ára: Ragnar Ólafs- son, Guðmundur Hjartarson og Þorlákur Ottesen. Fyrir voru í stjórninni: Þórhall ur Pálsson, Guðrún Guðjónsdótt- ir, Hallgrímur Sigtryggsson. Ólaf- ur Jónsson, Pétur Jónsson og Sveinn Gamalíelsson. Endurskoðandi ul næstu tveggja ára var endurkjörinn, Björn Guð mundsson, Engihlíð 10. Hæsta rétta rdóm u r (.Framhald aí 1. slðu). um. Um klukkan 21.40 var svo hafi samband við togarann Maí og varð að samkomulagi með skip- stjóronum, að Maí kæfi Skúla Magnússyni til aðstoðar. Um kl. 23.30 er skráð í leiðarbók skips- ins að sjór sé þá enn að aukast í vélarrúmi, en hægar en áður, enda veður þá talið fara batnandi Um klukkan 24 komst svo sjór í rafmótora við olíubrennaradælur og voru þeir ógangfærir eftir það. Um kl. 2.30 er svo talið að aust urinn sé farinn að bera árangur og klukkan 6 hætti skipshöfnin austri þar sem sjáanlegt var að dæiur höfðu undan. Um klukkan 7.15 á mánudags- morgun var svo hafin leit að leka í vélarrúmi og kom þá í ljós að sjór rann inn í vélarrúmið um leiðslugang, sem lá frá ketilrúmi bakborðsmegis. og fram að fiski- lestum. Yið athugun ofandekks kom svo í Ijós að loftrör, sem lá í áðurnefndan gang hafi brotn- að í sundur við þílfarsbrún og sjór runnið þar niður. Var sett ur tappi í gaáð og stöðugt haldið áfram að dæla en sjór virtist lítið lækka. Voru mótorar við olíubrenn aradælur athugaðir og reyndust þeir vera ógangfænr. Lét vél- stjóri skipstjóra vita að ekki væri umu að komast L1 hafnar með vél skipsins að svo stöddu. Klukkan 10 á mánudagsmorgun kom svo Maí á staðinn og voru festir vírar úr honum yfir í Skúia Magnússon og dró Maí hann síðan til hafnar í St. Johns á Nýfundna landi. Forsvarsmenn togarans Maí töldu að hér hefði verið um ó- tvíræða björgun að ræða, sam- kvæmt merkingu siglingalaganna, enda hefði Skúli Magnússon verið hjálparvana út á reginhafi með óvirka véi og mikinn sjó í vélar- rúmi, og þannig í bráðri og yfir- vofandi hættu, sem engar raun- hæfar líkur hafi verið til, að skip ið gæti komizt úr af eigin ramm leik. Kröfðust þeir því björgunar iauna að upphæð 4,3 millj. krón- ur auk vaxta og málskostnaðar. Ekki viidu forsvarsmenn Skúla Magnússonar fallast á þetta og töldu að einungis væri um aðstoð að ræða. Enda hefði skipshöfnin verið búinn að komast fyrir sjó- rennslið þegar Maí kom að togar anum, og stöðva það. Þegar svo var komið hefði verið auðvelt að þurausa sk.pið og hreinsa og þurrka rafmótora þá, sem drifu olíukyndingardælur skipsins. Einn ig hefði mátt nota handknúna olíu dælu til að kynda undar katlinum meðan rafmó.orinn hefði verið þurrkaður. Þá hefði mátt tengja rafmagnsmótor frá matvælafrysti- vél við olíudælurnar og knýja þær með honum. Þá hafi veður hald- ist gott og hægur sjór. Það, að Maí hafi verið látinn draga Skúla Magnússon til hafnar hafi aðeins veríð eðlileg ráðs.öfun, gerð til þess að spara tíma og fyrirhöfn. Úrslit málsins í sjó- og verzlun ardómi Reykjavíkur urðu þau, að ekki var litið á hjálpina, sem björgun, heldur aðeins sem að- stoð og Bæjarútgerð Reykjavíkur því aðeins gert að greiða Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar 500.000.00 BANDALAGS ÍSLENZKRA LÍSTAMANNA Ódýr fargjöld á Listaháfíðiria Reylfliavík, 8. maí — HP DAGANA 5.—15. júní mun Fiug- félag íslands gefa fólki utan af landi kost á að fljúga með vélum félagsins frá öllura viðkomustöö- um þeirra úti á landi á Listahátíð Bandalags íslenzkra Kstamanna í Reykjavík og heim aftur fyrir rúm lega 20% lægri fargjöld en ann- ars eru í gildi á viðkomandi flug- Ieiðum. Þeir, sem vilja geta pantað far miða strax og notað þá síðan á tímabilinu 5. —15. júní að báðum dögum meðtöldum. Tekið skal fram, að eingöngu er hægt að nota farseðlana frá viðkomustöð- um F.L úti á landi til Reykjavík- ur og heim aftur, en ekki frá 1 Reykjavík út á land. Miðamir I gilda að hámarki í 10 daga, en viðkomandi farþegar verða að stanza minnst þrjá daga í Reykja vík og kaupa minnst aðgang að einum dagskrárlið Listahátíðar- innar. Afslátturinn er h'utfalls- lega jafnmikill á öllum flugleið- um F.Í., og sem dæmi má nefna, að á leiðinni Akureyri-Reykjavík Akureyri nemur afslátturinn 285 kr. Hægt verður að kaupa tvenns konar aðgöngumiða að Listahátíð inni, miða, sem gildir a öl’tun dag- skrárliðum hennar, og kostar slík- ur miði kr. 750, en einnig verða seldir miðar að hverjum einstök- um dagskrárlið. Sala miðanna hefst á morgun, en í Reykjavík verða eingöngu seldir miðar, sem gilda að hátíðinna allri, fyrst um sinn. Þeir verða seldir á einum staðj — hjá He gafelii á Veghúsa stíg 7, sími 16837. Fólki úti ‘á landi gefsi hins vegar kostur á að kaupa heildarmiða og miða að ein stökum dagskrárliðum hátíðarinn ar á skrifstofum Flugfélags ís- lands frá og með morgundeginum. Framkvæmdastjóri Listahátíðar innar, Ragnar Jónsson, forstjóri, og blaðafulltrúi F.Í., Sveinn Sæm undsson, skýrðu fréttamönnum frá þessu á fundi í dag. Sveinn kvaðst þegar hafa orðið þess var, að þetta mæltist vel fyrir úti á !andi og óskaði þess, að sem flestir sæju sér fært að nota þetta tækifæri. Ragnar tók í sama streng og sagði að það væri einlægur vilji lista manna, að þessi hátíð yrði ekki aðeins hátíð Reykvíkinga, heldur allra Landsmanna. Undirhúningur Listahátíðarinnar væri nú í fullum gangi, og gerði B.Í.L. sér vonir um, að nokkur fjárstyrkur yrði veittur til hennar, bæði af rikinu og Reykjavíkurborg. , Ræ5a Eggerts... (Framhald af 4. síðu). 5) Skapa þarf möguleika til út- gáfu lánsloforða, sem gefin væru í upphafi hvers árs, þannig að byggingartími nýttist betur og yrði skemmri. 6) Til að stuðla að lækkuðum byggingarkostnaði þyrfti húsnæð- ismálastjóm að hafa nokkurt fé til umráða, sem varið yrði til fyr- irfrarhskipulagðra framkvæmda á stórum byggingarsvæðum. Eggert ræddi síðan um húsnæðis ismálin á Norðurlöndum, og benti á að þar er meðalíbúðln frá 50-75 fermetrar að stærð en hjá okkur 100-120 fermetrar og fer s ækk- andi. Þar væri ennfremur kostnað- ur og ágóði þess sem byggir, opin- bert plagg. í lok ræðu sinnar sagði Eggert m. a.: „Alþýðuflokkurinn hefur allt frá stofnun haft húsnæðismál krónur í þóknun fyrir aðstoðina, auk vaxta og málskostnaðar. Frekari gagnasöfnun fór svo fram þegar málið kom fyrir Hæstarétt, en hann staðfesti nið urstöður sjó- og verzlunardóms- ins um að hér væri aðeins um að- stoð að ræða, en þóknunina var hækkuð upp í 700.000.00 krónur auk vaxta og málskostnaðar, sem fyrir héraði og Hæstarétti var á- kveðinn 85.000.00 krónur. og umbætur í þeim á stefnuskrá sinni. Hann hefur talið og telur enn, að húsnæðismálin séu svo samofin þeirri öryggiskennd, sem mannsæmandi lifskjör eiga að tryggja, að þar verði ekki sundur skilið. Þetta álit floksins og verkalýðs- hceyfingarinnar stendur enn. Al- þýðuflokurinn mun hér eftir sem hingað til ljá lið hverri raunhæfri og blekkingalausri leið til lausnar þessu eríiða vandamáli. Alþýðuflokurinn telur reynslu undanfarinna áratuga sanna svo að ekki verði um villzt að leið fé- lagslegra umbóta hefur reynzt ís- lenzkri alþýðu haldbezt, á sama hátt og skyndiupphlaup, hávaði og ævintýri hafa horíið sem dögg fyr- ir sólu og ekkert skilið eftir. Al- þýðuflokkurinn legeur því hik- laust til að mannsæmandi lífskjör íslenzkrar alþvðu verði á þeim und irstöðum, sem henni hafa reynst traustastar, - félagslegri sam- hjálp. Frelsi einstaklingsins ber að virða, en frelsi ejns á aldrei, og verður ekki þolað. til heftingar frelsis annars. og þá helzt lítil- magnans. Barátta fvrir þessari stefnu krefst víðtæks samstarfs allra þeirra afla, sem ekki erú blihduð eiginhagsmunum eða eömlum for- dómum og flokksofstæki. Fyrir auknum mannréttindum öllum til handa, en gegn ölhun öfguni munu jafnaöarmenn berjast”. 10 13‘ maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 106. Tölublað (13.05.1964)
https://timarit.is/issue/179353

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. Tölublað (13.05.1964)

Aðgerðir: