Alþýðublaðið

Dato
  • forrige månedmaj 1964næste måned
    mationtofr
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Alþýðublaðið - 13.05.1964, Side 6

Alþýðublaðið - 13.05.1964, Side 6
) | HöfuSborg Tamúrlans, borg gim- | stelna ©g silkídúka, er km'fm, Biin | ferna úlfaldalestagafa hefur veriS mai- f foí'kuö ©g eftir henni foruna vörubílar I filatínir nf^ursuHuvöraim ©g dráttar- f véfavarahiufum. r^iiiiimiimiiiiiimiiiiiimiiiti iiiiium-.1111111 n iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiin ii iimniii 1111111111111111111111111111 immiumiii ii ii Hættunni, sem voíði yfir Samarkand, hefur verið bægt frá og ekki þarf lengur að ótt- ast, að þessi sögufræga borg hverfi undir vatn, eins og útlit var fyrir um tíma eftir að skriðuhlaup hafði stíflað Ze- rafshamfljót. En önnur flóðbylgja hefur fyrir löngu síðan gerbreytt Samarkand. Hin gullna borg Samarkand er nú hvergi til nema í þjóðsögum. Vissulega má enn sjá voldug minnis- merki fornrar frægðar borgar- innar, sem eitt sinn var höf- uðborg ríkis Tamúrlans. Gröf Tamúrlans, sem er höggvin í einn jaðestein, þann stærsta sinnar tegundar í heiminum, og skreytt turkissteinum, hefur verið endurbyggð af miklu listfengi. Önnur merkisbygg- ing í Samarkand er moskan, sem er frá fjórtándu öld. Rústir Bibi Khanym, stærstu mosku í Mið-Asíu, má enn sjá, en þær' eru mjög illa farnar og ekkert gert til þess að halda þeim við, milljónum er veitt/ til þess að halda við og end- urbyggja fornminjar, en samt er ekkert gert til þess að byggja upp þessar rústir. Á- stæðan er sú, að þær eru of illa farnar til þess að fært sé talið að gera eitthvað fyrir þær. EFNAHAGSMIÐSTÖÐ. Samarkand nútímans er iðn- aðarborg með 200 þús. íbúurn af úzbekisku, tadzhikisku og rússnesku þjóðerni. Þrátt fyrir að ekki beri á verksmiðju- reykháfum eða ryki því, sem safnast alls staðar í flestum iðnaðarborgum, þá er Samark- and mjög mikilvæg miðstöð lýðveldisins Úzbekistan. Helztu framleiðsluvörur hennar eru vín, skófatnaður, dráttarvéla- varahlutir, kvikmyndavélar, niðursoðnir ávexiir, silkivefn- aður og efnaiðnaður. Hin fornfræga silkibraut frá Indlandi og Kina er nú malbikuð eins og flestir aðr- ir vegir, og farartækin eru flutningabílar í stað kamel- dýra fyrri tíma. Nú er silkið ræktað á samyrkjubúum. Samarkand getur hrósað sér af stærsta háskólanum í Úz- bekistan, hann er stofnaður árið 1927 og starfar í fimm deildum. Nemendur eru um 10 þúsund, þegar með eru tald- ir þeir, sem stunda nám í bréfaskólaformi. í borginni eru einnig fjórar aðrar æðri menntastofnanir, til dæmis ar- kitektaskóli og læknaskóli, og 17 íækniskólar. Á síðustu árum hefur þróun- in verið geysihröð í Samark- and og það fyrsta, sem ferða- mönnum er sýnt þar í borg eru fjölmargar fjögurra hæða byggingar, sem verið er að reisa við liina nýju Gagarín- götu. Annars taka flestir Úz- bekistar hinar þjóðlegu einnar hæðar byggingar með garði í miðju fram yfir. í þessum garði rækta þeir ávaxtatré og hvíla sig í mestu sumarhitunum, en þeir geta orðið geysilegir þarna. FASTHELDNI. Úzbekislar eru fornir í hátt- um og fastheldnir á þjóðlega siði. Þannig ganga flestar kon- ur þar í ökklasíðum klæðum gerðum úr zigzagmynztruðum og litríkum efnum og gamlir karlar ganga með túrbana og í litsterkum austrænum klæð- um. Ungu mennirnir, jafnvel þeir, sem klæða sig á vestræna vísu, bera tubetyeka, sem eru litlar kollhúfur. Þrátt fyrir fastheldnina halda Úzbekistar marga rússneska „fulltrúa” og framgjarnir Úz- bekistar hafa tilhneigingar til að „rússneska” nöfn sín. Áhrif Rússa í Samarkand hófust fyr- ir alvöru árið 1808 með inn- rás rússneskra „heimsveldis- sinna,” sem hernámu borgina og byrjuðu að byggja hana upp að nýju. Þessu hafa Rússar haldið áfram og áhrif þeirra eru því greinileg. Vöxtur borgarinnar jókst mjög á stríðsárunum, en þá streymdu til hennar bæði her- ir á undanhaldi og særðir her- menn. Margir þessara manna settust að í borginni. umu MMIMIfMII IIIIII1111111111 lll IIII ■l•l■lll■■IIIIIM■l•llll•l II lll •M••l••llllll«•lll í Texas er nú háð ein lítil og skemmtileg styrj- öld. Það eru þrír bæir, sem bítast um hver þeirra skuli teljast heimabær Johnsons for- seta. — Þetta er ekki lítilvægt atriði vegna bess, að sá bærinn, sem fer með sigur úr být- um, mun fá til sín mjög aukinn fjölda ferða- manna. Þessa stundina vegnar Johnson City einna bezt. Hún er í um það bil 20 kílómetra fjarlægð frá bústað forsetans og er nefnd eftir afa hans og þar að auki greiðir hann atkvæði þar. — En þetta vilja íbúar Stonewall ekki heyra ncfnt. — Hcr býr Johnson, segja þeir, og það ætti að gera út um málið. — Nei, segja þá íbúar Frederiksburg, hér kemur hann í kirkju, og það er það mikilvægasta fyrir hvern góðan Ameríkana. Eins og sakír standa hafa allir þrír bæirnir uppi skilti við akveginn á bæjarmörkunum, sem á stendur: Home of L.B.J. Stuttu eftir að Churchill hafði yfirgefið íhalds- flokkinn og gengið yfir til frjálslyndra á sín- um tíma, og látið sér vaxa spjátrungslegt yfir- skegg, Tiitti hann unga konu í samkvæmi. Það eru itvem hlutir við yður, sem mér líkar ekki Iierra Churchill. — Látið mig heyra. — Nýi flokkurinn yðar og nýja skeggið yðar. — Kæra ungfrú, mælti Churchill, þér skuluð ekki vera að láta það á yður fá. Þér fáið naumast nokkru sinni tilefni til þess að komast í snertingu við þessi fyrirbæri. LEIKUR Á SVIÐI Hér eru þau hjónin Riehard Burton og Elizabeth Taylor. Myndin cr tekin á hóteli í Bandaríkjunum, þar sem þau ræddu stundarkorn við blaða- menn. Meðal annars sögðu þau frá því, að í júní nk. ætti Lísa að koma fram á leiksviði í fyrsta sinn á ævinni. —■ Hún kveðst þegar vera orðin tauga óstyrk, enda hlýtur það að vera gerólík tilfinning að leika fyrir fullt hús af fólki eða að- eins kvikmyndavél og leik- stjóra þar, sem alltaf er hægt að taka upp, ef eitthvað tekst ekki eins og bezt verður á kos- ið. Richard leikur um þessar mundir Hamlet þar vestra og það álit gagnrýnenda, að sjald- an eða aldrei hafi hann sézt betur leikinn. g 13. maí 1964 — ALÞÝÐUBLA0IÐ MmiiiiMimiiimiiiiiiiiiiiiiniiiimiiiiiiiiiiimmitiiiiiuiiiiMiiiimiiiiiimiMmimmiimiiiiiiniiiiiiMiiiiiiii

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar: 106. Tölublað (13.05.1964)
https://timarit.is/issue/179353

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

106. Tölublað (13.05.1964)

Handlinger: