Alþýðublaðið - 15.11.1964, Qupperneq 13
REYKJALUNDÁR
LEIKFÖNG
eru löngu landsþekkt.
& gíleðjið börnin meðgóðumleikföngum.
Ávallt fyrirliggjandi f jölbreytt; úrval af plast og tré leikföngum.
VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI
Aðalskrifstofa að Reykjalundi, sími um Brúarland.
Skrifstofa í Reykjavík Bræffraborgarstíg- 9, sími 22150.
Gagnfræðaskóli á Selfossi
Framhald af 16. *iðu
verði jafnframt íþróttasalur fyrir
Selfoss og miðstöð fyrir íþrótta-
starfsemi innanhúss á Suðurlandi.
Með salnum verður áhorfenda-
svæði fyrir 400 manns, hæði á
svölum og á leiksviði.
í þriðja áfanga koma síðan
fleiri kennslustofur, eftir þyí sem
þörf kallar á, þar á meðal sér-
stofur fyrir eðlisfræði- og nátt-
úrufræðikennslu og aðsetur fyrir
heilbrigðisþjónustu skólans.
NÝTÍZKULEGUR SKÓLI.
Útlitsteikningarnar hér að ofan
sýna skólann frá tveimur hliðum.
Inngangur verður að norðan, frá
götu sem heitir Sólvejlir. Frá
rúmgóðu ajiddyri um miðbik húss
ins verður gengið til hinna ýmsu
salarkynna, til kennslustofa, her-
bergis húsvarðar, í kennarastof-
ur, í geymslu fyrir kennslutæki,
lesgarð, í bókasafn og íþrótta og
samkomusal. Ennfremur er það-
an útgangur út á leiksvæði og í-
þróttasvæði skólans. Tónlistarher-
bergi eru á sama gólffleti og
kennslustofur, og er ákveðið, að
tónlistarskólinn fái aðsetur í hús-
inu,
INNIGAKÍIUR.
Inni á milli skólastofanna
verða innigarðar undir beru
lofti og er. það nýmæli í skól-
um hér á landi. Þeir eiga að
gefa göngum og salarkynnum
eðlilega dagsbirtu og munu
mjög setja svip sinn á húsiö að
innan. Þar sem garðarnir eru
Kaupi
hreinar tuskur
Bólsturiðjan
umluktir á fjóra vegu af hús-
inu, má búast við að gróður
dafni þar vel. Þeir munu gefa
aðliggjandi kennslustofum sér-
stæðan blæ, —veita þangað sót
og yl og góðri birtu í ganga og
stofur. Auk þess er haft í huga
að nemendur geti setið þar úti
við próflestur á vorin undir beru
lofti algerlega ótruflaðh af um-
ferð og ónæði utan frá.
VERÐLAUNATEIKNINGUN-
UM BREYTT.
Blaðið hefur á .t við-
tal við skólastjóra gagnfræða-
skólans, Árna Stefánsson, og
arkitektinn, Ormar Þór Guð-
mundsson. Skýrðu þeir svo frá,
að töluverðar breytingar hafi í
sumar verið gerðar frá verð-
launateikningunum, en þó hef-
ur 2. verðlauna-teikningin eink-
um verið lögð til grundvallar —
en breytingar gerðar eftir þörf-
um skólans, hvað snertir stærð
og fyrirkomulag í. einstökum
atriðum. — Hefur verið leitað
samráðs við alla þá aðila, sem
hlut geta, 4ít að tnáli og sér-
fræðinga á ýmsum syiðum
kennslumála um tilhögun alla. —
Ormar Þór arkitekt óskar að
taka fram, að gamstarf yið
byggingarnefnd, — oddvita og
skólastjóra, hafi yerið sérstak-
lega ánægjulegt og allir aðilar
sýnt brennandi áhuga á því að
gera skólahúsnæðið sem allra
bezt úr garði.
ARKITF.KTINN.
Eins og menn rekur minni
til átti sami arkitektinn fyrstu
tvær verðlaunateikningarnar. í
hugmyndasamkeppni þeirri,
sem efnt var til fyrr á þessu
ári um ' gagnfræðaskólahús á
Selfossi. Þetta var Ormar Þór
Guðmundsson. Hann sfundaði
menntaskólanám sitt i Mennta-
1 skólanum að Laugarvatni og
lauk stúdentsprófi þaðan árið
1955. Siðan stundaði hann nám
við tekniska háskólann. í Stutt-
gart í Þýzkalandi í sex ár og
starfaði nokkuð að teikningum
þar í landi, meðal annars við
teiknun skóla í samkeppni en
kom heim fyrir tveimur árum.
Ormar Þór hefur hlotið ásamt
Birgi Breiðdal 1. verðlaun í
samkeppni um Mosfellskirkju,
og 2. verðlaun fyrir skipulags-
uppdrátt að miðbæ Hafnar-
fjarðarkaupstaðar. Ormar er frá
Akranesi, sonur C-uðmundar
Björnssonar fyrrum kennara.
Þaö var einu sinni
(Framhald af 2. sfðu).
ofan, en gerði þar þó ýmsar
merkar myndir og má meðal
þeirra nefna hina frægu mynd
um kommúnistastúlkuna „Nin-
otcska”. — Eg get ekki stillt
mig um að skrifa hér upp fá-
ein atriði þeirra, sem sögð hafa
verið um myndir Tubitah, —
menn geta svo gert. samanburð,
þegar þeir sjá mynd Thieles.
„Gleðisleikjastíll hans var
stuttorður, glæsilegur án of
náinna tengsla við raunveru-
leikann. Persónurnar voru sem
taflmenn, sem leikstjórinn
flutti að vild.
Skreytingar og fatnaður að
jafnaði hátíðlegt og salarkynni j
alls konar stór þáttur í fram-,:
vindu sögunnar. Klipping var |
oft notuð til að undirstrika hið
spaugilega. Yfir öllu hvíldi létt-
leiki og glæsileiki.”
Góða ferð í himinsængina.
H. E.
ASÍ-hing
Framh. af bls. 1.
skatta. Hannibal sagði, að vænt-
aniega yrði rætt nánar um þessi
ní- félög á þinginu.
Meðlimatala Alþýðusambands
íslands er nú 34.900 félagsmenn.
Fyrir síðasta þing var hún 31
þúsund. 36 Reykjavíkurfélög eru
í samband.nu með um 20 þúsund
félaga. Úr hinum 12 kaupstöðum
eru 33 félög með á 9. þúsund með-
limi og í sýslum og- sveitum
landsins 70 félög með um 6000
meðlimi.
Bonn, 14. nóv. (NTB-R).
Bandarískur herinaður skaut að
bifreiff sovézku hermálanefndar-
innar, sem ók inn á bannsvæði
skammt frá Niirnberg í Bayern 1.
nóvember, aff sögn affalstöffva
bandaríska hersins í Heidclberg.
Tveimur mönnum sem í bílnum
voru, ofursta og óbreyttum her-
maimi, var haldiff I gæzluvarff-
haldi í margar klukkustundir.
WMMWWWWWWWMWWWH
Möller vill topp-
fund smárikjð
Kaupm.höfn, 14. nóv.
(NTB-Ritzau).
Formælandi thaldsflokks-
ins í Danmörku, Poul Möller,
segir aff smáriki Evrópu
ættu aff halda toppfund hiff
f.vrsta til aff samræma stefnu
sma í markaffsbandalagi
Evrópu, Möller segir f greln
í íhaldsblaffinu B.T., aff is-
land, Finnland, Danmörk,
Noregur, Svlþjóff, Sviss og
Austurríki ættu aff halda
meff sér ráffstefnu.
Möller sagffi, aff hann
mundi bera fram tillögu um
slíkan fund á landsfund í I-
haldsflokknum í Herring á
Jótlandi um helgina.
MWMMMWWMMVWMMMW
M erkjasölud agur
Styrktarfélags vangefinna
er næstkomandi sunnudag 15. nóvember. Barnaskólabörn
eru hvött til- þess aff aðstoffa við merkjasöluna og mæta
kl. 10 f. h. í barnaskólunum.
Sölulaun 1 kr. fyrir nierkið.
Styrktarfélag vangefinna.
Aðstoðarlækriissfaða
Staða aðstoðarlæknis II við handlæknisdeild Landspltal-
ans er laus til umsóknar frá 1. janúar 1965. Staðan veit-
ist til 2ja ára. Laun samkvæmt kjarasamningum opin-
toerra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um ald-
ur, námsferil og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar
ríkisspítalanna, Klapparstíg 29. Umsóknarfrestur fram-
lengist til 15. desemtoer 1964.
Reykjavík, 14. nóvemtoer 1964.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Vélritari óskast
Sætúnl 4 - Sími 16-2-27
Bfllhm «r amnrffor fljótt og vd.
tfhr tofnudip it
Stúlka, vön vélritun, óskast nú þegar á skrifstofu rikis-
spítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, mennt-
un og fyrri störf óskast sendar Skrifstofu ríkisspítalanna,
Klapparstíg 29, fyrir 30. nóvember n.k,
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður
okkar
Magnúsar Guðbjörnssonar
póstfulltrúa.
Arne, Erling, Valgarffur og
Björgvin Magnússynir.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. nóv. 1964 f.3