Alþýðublaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 10
Landsiiðið hafði yfirburði - vann Ajax 32 gegn 20 ÞAÐ MÁ segja, að heimsókn Dan- merkurmeistaranna Ajax hafi- lok- ið jafn glæsilega og hún hófst. Síðdegis á laugardag léku Dan- irnir sinn síðasta Heik liér að þessu sinni, þeir léku við úrvalslið lands liðsnefndar HSÍ í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli, og þrátt fyrir 'stór orð fyrir leikinn, fóru þeir Tiinar mestu hrakfarir. HSI-liðið sigraði með 12 marka mun, 32 gegn 20, í leikhléi var staðan 15:10, íslendingum í vil. ★ KEPPNI í 15 MÍNÚTUR. Danirnir byrjuðu leikinn vel, þeir skoruðu tvö fyrstu mörkin og áhorfendur voru ekki alls kost- ar ánægðir með þetta, en það átti eftir að breytast. íslenzka liðið jafnaði fljótlega metin, 2:2. Dan- ir náðu aftur forystu^ en íslend- ingar jöfnuðu og þannig gekk þetta fyrri hluta ' fyrri hálfleiks, en þá var enn jafnt, 8:8. Þá var eins og íslendingum leiddist þófrð og þeir hristu Ajax af sér; en eins og fyrr segir var fimm marka munur í hléi, 15:10. ★ LÍTIL KEPPNI. Síðari hálfleikur var lítið spenn andr, en ánægjulegt var þó að sjá glæsilegan leik íslenzka liðsins, sem á köflum virtist það þó taka lífinu með fullkominni ró. Áhorf- endur vilja fá eitthvað fyrir aur- ana eins og sagt er, keppj og spenning. Það var greinilegt, að dönsku leikmennirnir höfðu gefið upp alla von um sigur og íslend- ingarnir gátu því tekið lífinu með ró. ★ LIÐIN. í liði landsliðsnefndar áttu allir góðan dag og sumir frábæran. Guð jón Jónsson var í essinu sínu, hann skoraði flest mörkin og danska markmanninum gekk illa að átta sig á lúmskum skotum hans. Ragnar Jónsson var einnig frábær, en Gunnlaugur gat lítið verið inn á að þessu sinni vegna meiðsla. Einar Sigurðsson var drjúgur. Báðir markmennirnir, Þorsteinn og Sigurður, stóðu sig vel. Danska liðið er mjög jafnt, þó að Ejlertson sé sá^ sem mest ber á. Þetta var fjórði leikur Dananna hér á 7 dögum og ekki var alveg laust við, að þreytumerki hafi komið í ijós á einstökum leik- NÚ ER BRÁTT lokið helming I leikjanna i 1. deild, en þeir eru 42 ! alls. Ef dæma á eftir því sem lokið er, má ætla að baráttan verði milli Manch. Utd. og Chelsea, en sjaldan er hægt á þessu stigi máls ins, að segja til um hver verði sig urvegarinn að vori. Manch. Utd. verður þó eitthvað veikara í næsta mánuði, en Law fær þá sinn dóm fyrir-brottvikninguna fyrra laug- ardag. Bobby Charlton átti mjög góðan leik með Manch. Utd. gegn Black- burn, þótt ekki tækist honum að skora og eru raddir uppi, að hann fái aftur sæti sitt í landsliðinu ekki sízt .eftir tvo seinustu lands- leiki, sem hafa verið lélegir af hálfu Englands. Best, Conelly og Herd skoruðu mörkin. Chelsea sleppir ekki tökunum á toppnum og þrátt fyrir að einn bezta leikmann þeirra og fyrirliða vatnaði í liðið, fengu þeir sinn stærsta útsigur í mörg ár. Gra- ham skoraði 3 mörk og sá er kom inn fyrir Venables skoraði 2 mörk í sínum fyrsta leik. Blackpool náði heiðarlegu jafn- tefli gegn Fulham og skoraði sami maður öll mörkin fyrir Blackpool. Nafn hans er Ball, lágvaxinn rauð- hærður kjarnakarl með skap eins og Law hinn frægi innherji Man- chester Utd. enda oft nefndur Law nr. 2. Talinn eiga mikla fram- tíð fyrir sér í enska landsliðinu. Rangers átti í erfiðleikum með Motherwell og tókst ekki að skora fyrr en á síðustu mín. leiksins (Forrest) enda ekki furða. þar sem Motherwell lék mestallan leikinn- með 7-9 manns í vörn. 1. deild: Birmingham 1 - Chelsea 6 Burnley 1 - Wolves 1 Everton 2 - Leicester 2 Fulham 3 - Blackpool 3 Manch. Utd. 3 - Blackburn 0 Notth. For. 2 . Sheff. Wed. 2 Sheff. Utd. 3 - Sunderland 0 Stoke 1 - Liverpool 1 Tottenham 4 - A. Villa 0 W. Bromwich 0 - Arsenal 0 West Ham - Leeds I L Manch. U. 19 13 4 2 45-19 30 Chelsea 19 12 5 2 46-18 29 Leeds 19 12 2 5 42-31 26 Notth. F. 19 9 5 5 40-32 23 Blackburn 19 9 4 6 40-30 22 West Ham 18 9 3 6 41-29 21 Tottenham 19 9 3 7 38-31 21 Blackpool 19 8 5 6 37-33 21 Sheff. W. 18 7 6 .5 27-21 20 Leicester 19 7 6 6 40-40 20 Everton 19 6 7 6 34-32 19 Sheff. U. 19 8 3 8 26-27 19 Arsenal 19 8 3 8 29-36 19 W. Bromw. 19 5 8 6 33-29 18 Fulham 19 5 8 6 30-32 18 Liverpool 18 5 5 8 25-31 15 Stoke 19 5 5 9 27-35 15 Burnley 19 4 7 8 25-37 15 Birmingham 18 4 3 11 29-46 11 Sundarl. 17 2 6 9 23-41 10 A. Villa 1? 4 2 12 21-45 10 Wolves 18 3 2 13 21-44 8 2. deild: Bolton 3 - Portsmouth 2 Cardiff 4 - Bury o' Coventry 0 - C. Palace 0 Huddersfield 0 - Norwich 0 Ipswich 1 - Charleston 1 Middlesbro 4 - Swindon 1 Newcastle 2 - Derby 2 Northampton 2 - Swansea 1 Plymouth 3 - Manch. City 2 Preston 3 - Leyton 0 Southampton 6 - Rotherham 1 Northampt. 19 10 7 2'27-18 27 Framhald á 11. síðti. ísl. liðið, sem leikur við Spánverja í kvöld ISLENZKA landsliðið í hand- knattleik, sem leikur við Spán- verja í íþróttahúsinu á Kefla- víkurflugvelli kl. 9 í kvöld, hef- ur -verið valið. Liðið er skip- að sem hér segir: Þorsteinn Björnsson, Ármanni, Sigurður J. Þórðarson, KR, Ragnar Jóns- son, FH, fyrirliði, Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram, Hörður Kristinsson, Ármanni, Guðjón Jónsson, Fram, Karl Jóhanns- son? KR, Sigurður Einarsson, Fram, Tómas Tómasson, Fram, Einar Sigurðsson, Ármanni, og Birgir Björnsson, FH. í liðinu eru þrautreyndir leikmenn, sem hafa leikið marga landsleiki, þrír nýliðar eru þó í liðinu, báðir markverð irnir, Þorsteinn Björnsson og Sigurður J. Þórðarson og Tóm- as Tómasson. Eftir yfirburðasigur Norð- manna yfir Spánverjum er vart við öðru að búast en Islending- um takist að sigra, þó Norð- menn hafi ieikið vel á sunnu- daginn. w%wwwwwwwwww%wwwwwwwvt%ww Hér er Gunnlaugur í „dauðafæri" og þá er ekki að sökum að spyrja 10 24. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Framliald á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.