Skólablaðið - 01.08.1914, Qupperneq 13

Skólablaðið - 01.08.1914, Qupperneq 13
____________ _______SKOLABLAÐIÐ_______________________125 Við vitum hvernig þetta gengur, segja menn, og hafa svo skakka hugmynd um kensluna alla æfi. Hvaða kröfur gera nú skólanefndir til kennara ? Alloftast þær, að þeir séu kauplágir. Við þurfum að stefna að því að ala upp velmentaða og samhenta kennarastétt. Og skólanefndir og fræðslunefndir verða að læra að ráða ekki til kenslu nema nýta menn og konur, sem tekið hafa kennarapróf. því þótt ýmsir kennar- ar, karlar og konur, séu góðir kennarar, þótt þeir hafi ekki kennarapróf, þá er það a ls ekki algild regla. Og miklu nýtari mundu þessir próflausu kennarar hafa orðið, ef þá hefðu ekKi vantað kennarafræðsluna. Prestar okkar og mentaskólamenn, sem margir fást við barnakenslu ættu að ganga undir kennarapróf áður en þeir byrja starf sitt. þeir eru ekki fæddir með uppeldisfræði, sálarfræði né skólasögu í kollinum fremur en aðrir menn. Kennara- Tugir ára eru síðan að farið var að leiðbeina mentun. þeim í kenslufræði, er ætluðu að gera barnakenslu Kennara- að starfi sínu. það var Flensborgarskólinn, sem skólinn. þa5 geröi fyrst. þetta var aðeins vottur í byrjun nokkra vikna námsskeið á vorin. Síðan varð það heilt skólaár, frá 1. okt til 14. maí. Gátu þeir sem höfðu lokið gagnfræðaprófi sest í kennarabekkinn svokallaða. þarna áttum við þriggja deiida skóla undir forustu ágætis skóla- manns. Sumir kennararnir við þenna skóla voru framúr- skarandi kennarar eins og til dæmis Ögm. Sigurðsson. Stóð þessi skóli síst að baki þeim kennaraskóla sem nú er, þótt góður sé. Syðra áttu menn til dæmis kost á að læra ensku í þrjá vetur hjá afburða duglegum kennara, 1. og 2. deild stóð frá 1. okt. til 1. apríl og 3. deild frá 1. okt. tll 14. maí. Nú liðu ár, og að því rak að bygður var kennaraskóli hér í Reykjavík. Var húsið reist á harla óhentugum stað fyrir nemendur og kennara- Fjárveitingarvaldið skar svo við neglur sér fé til byggingarinnar, að ekki var skammlaust. Stendur nú þetta olnbogabarn þingsins þarna einmana úti í boUi, fnrflp.lct oq Féhnrfa eins oq kennflrasréttin, F.inn verk-

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.