Skólablaðið - 01.07.1916, Page 2

Skólablaðið - 01.07.1916, Page 2
p8 SKÓLABLAÐIÐ að þeir voru langt frá því megnugir aö fullnægja kröfunum, sem þeim voru settar, því þær voru hvorki meiri né minni en bókstaflega aS trúa hverju því or55i, sem ]>eim var sagt aö kenna, og segja öSrum aö gerahiö sama, — annars voru þeir til verksins óhæfir. Ótvíræöari misskilning á eöli kristindómsfræöslunnar er eigi unt aö hugsa sér. Og valdið hefur hann vondu samvi^'kunni og dauöadrunganum, sem hvílt hefur á kensluaöferöum kristn- innar. Nú er aftur á móti öldin að verða önnur. Seinni eða nýrri tíminn er að losa um öll höft; hann vill koma lifi í hina hálf- dauðu og stirðnuðu limi, og — fer geyst. Trúfræði má nú helst ekki lengur heyrast nefnd, svo margt aðgætið auga fær þá kend, hvort ekki muni leiða til öfganna á hinn vqginn: of mikillar lausungar við forn fræði. Ef marka á afstöðu kirkju- og kenslumálastjórnarinnar til kristindómsfræðslunnar, — og ætlað er að kennarar alment hegði sér eftir sem fullnaðarkröfum til fermingar, — eftir þeim nýustu umsögnum, er birtst hafa frá þeim um þau efni, þá miða þær réttilega að því, að bæta úr göllunum sem verið hafa á kristindómsfræðslunni, en aftur á hinn veginn dylst það ekki, að tillögurnar bera þess fullan keim, að svo er ætlað, sem eldri aðferðin og bækur (námsbækur) hafi engan kost haft; þvi annars væri þeim ekki hafnað með öllu. Eg get ekki verið þeirrar skoðunar, að nauðsyn krefji, að þeim námsbókum, sem verið hafa í kristnum fræðum hingað til, verði með öllu að ryðja úr vegi til þess að koma að gagn- legum og sjálfsögðum endurbótum á kristindómsfræðslunni, eigi fremur, en að öll heill hafi hlotnast fyrir það eitt, að barna- biblían er í öndvegi skipuð. Og eg tel heldur ekki sönnur færðar á gagnleysi þeirra, fyr en kennararnir sjálfir, er af fús- um vilja taka að sér kristindómsfæðsluna, telja þær arðlausar eða óhafandi, þá e i g a þær líka að falla úr sögunni. Því hæpið er, að leggja mikið upp úr dómum manna um gagnsemi eða árangur kristindómsfræðslunnar — sem og annarar lýðfræðslu meðan alþýða manna hefur ekki haft veglegri né öflugri verkamönnum á að skipa til þeirra hluta, en verið hefur til skamms tíma.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.