Skólablaðið - 01.07.1916, Side 12

Skólablaðið - 01.07.1916, Side 12
io8 SKÓLABLAÐIÐ ina á þann hátt aö hlýða barni yfir hana. Ef líka sú aöferö væri höfð, stæði næstum á sama, hvort kenslubókin væri góð eða slæm; úr því yrði engin barnafræðsla og ekkert andlegt uppeldi. Það er satt, aö í sumum greinum hafa á síðustu árum komið,. út betri kenslubækur en áður voru til. Þaö getur verið að sumir kennarar séu óþarflega fastheldnir við eldri bækur, aðrir kennarar þá óþarflega nýungagjarnir, og kjósi nýju bækurnar af þvi að þær eru nýjar. Við einu vil eg vara samverkamenn mína í þessu efni, og það er það, að taka mark á skrumauglýsingum um skólabækur, eða láta blekkjast af þeim gyllingum, sem höfundarnir setja sjálfir í blöðin eða fá aðra til að setja þar. A n n a r k e n n a r i. r Arsfundur Hins íslenska kennarafélags var haldinn 27. f. m. í kennaraskólanum í Reykjavík. Fundinn sóttu um 20 kennarar. Umræðuefni var breytingar á fræðslu- lögunum, nýjar stefnur. Guðm. R. Ólafsson kennari var frum- mælandi. Umræður féllu á víö og dreif og engin fundarályktun var gerð. Allmjög snérust umræðurnar um unglingamentun og barnamentun, og var á fundarmönnum að finna að ekki vildu þeir i neinu slaka til á kröfum um barnamentun til að auka unglingamentunina, þótti þvert á móti litill fengur í fleiri unglingaskólum, nema þeir væru reistir á staðgóðri barna- mentun. Gamalli tillögu um, að prestar gerðust aðal-barnafræðarar, hver í sínum söfnuði, var hreyft, en hún fékk alls engan byr á fundinum; þótti ekki í mál takandi, og það enda þó að prestum yrði fjölgað jafnvel fram úr því sem þeir hafa verið flestir. Tillaga var samþykt um að biðja landsstjórnina að setja aftur inn á næsta fjárlagafrumvarp 2500 kr. til framhalds-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.