Alþýðublaðið - 31.01.1965, Qupperneq 5
Enn um menningarsióð
TILHLÝÐILEGT er að taka
" nokkrum orðum undir við Gils
Guðmundsson sem skrifaðl langt
mál hér í blaðið á föstudaginn út
af ummælum mínum um Bókaút-
gáfu Menningarsjóðs á sunnudag
inn var. Reyndar.held ég að okk-
ur Gilsi beri ekki mikið í milli
um raunverulega verðleika for-
lagsins. Þó nóg séu dæmin um
misheppnuð, óþörf, jafnvel öld-
ungis ónýt verk Menningarsjóðs
um dagana, kemur hitt á móti
sem forlagið hefur gert vel og
ágætlega. Gils nefnir það sumt
í grein sinni. Og sem betur fer
nefnir hann enn fleiri dæmi fyr-
irhugaðra þarfaverka á vegum
forlagsins. Þetta er gott og
blessað. En um hitt kann að vera -
ágreiningur hvort Menningar-
sjóði sé ekki ætlandi enn meiri
hlutur í íslenzkri bókaútgáfu, ís-
lenzku menningarlífi en raun
ber nú vitni. Þó svo Bókaútgáfa
Menningarsjóðs heiti sjálfstætt
fyrirtæki og hafi ekki ótakmark-
aðan aðgang að almannafé, er
hún engu að síður opinber stofn-
un, ríkisfyrirtæki, ríkisforlag.
En til hvers styrkir ríkið
bókaútgáfu, hvaða kröfur má
með sanngirni gera til for-
Iags, sem ríkið rekur,
umfram önnur útgáfufyrirtæki í
landinu? Þessa spurningu er vert
að ræða nánar. Og hún er
óbreytt hvort sem miklu fé eða
litlu er kostað til útgáfunnar
hverju sinni, hvort sem hún er
arðbær eða rekin með haUa.
IÐ MÍNUM skilningi er það
” meginatriði að ríkisforlagið
fáist ekki við verkefni sem önn-
ur forlög i landinu leysa jafrivel
eða betur af hendi. Ríkisforlag-
ið má ekki sóa kröftum á verk
sem aðrir geta unnið, sízt af öllu
meðan nóg viðfangsefni biða sem^
meiri eru fyrir sér. Hitt er rétt-
læting ríkisrekinnar bókaútgáfu
að hér er meir en nóg að vinna í
bókagerð sem við þarf meiri
fjármuna, vitsmuna og kapps-
muna en einkaforleggjurum sé
ætlandi í bráð. Með því að sinna
þvílíkum verkefnum sannar
Menningarsjóður í verki að út-
, gáfa lians eigi hlutverki að
gegna.
Gils Guðmundsson ræðir all-
ftarlega áskriftarkerfi það sem
Bókaútgáfa Menningarsjóðs býr
nú við. Um þetta efni er þarf-
laust að deila. Vilii fólk raun-
verulega fremur kaupa bækur
sínar af félagi en venjulegu for-
lagi, sölumanni fremur en í sölu-
búð verður víst svo að vera; á-
skriftarkerfið sannar fullkomlegá
réttmæti sitt ef það gerir kleift
að dreifa bókum i stærra upplagi
en ella, og þar með lík-
lega við vægara verði. —
Reynsla bókafélaganna bend-
Ir til að svo sé. Annað mál er
það hvort þessir bóksöhihættir
Séu eðlilegir eða hvort æskllegt
gé þeir gangi öllu lengra; ýmsum
mun þykja fara nóg fyrir pólit-
ískum nefndum og ráðum þó að
tnestöll bókaútgáfa í landinu
safnist ekki líka undir þann hatt;
bóksölum þykir vonlega sinn
hagur skertur af samkeppni bóka
félaganna. Ég hef ekki trú á
þeirri röksemd Gils Guðmunds-
sonar að „heimilisbókasöfn" ,í
áskrift örvi menn mjög til ann-
arra bókakaupa; þeir sem verja
nokkrum þúsundum króna á ári
tii kaupa á félagsbókum hafa
varla mikið fé umfram til bóka-
kaupa á frjálsum bókamarkaði
— né tíma frá félagslestrinum.
Það má spyrja hvort vert sé að
ríkisvaldið stuðli beinlínis að
þessari þróun bókaútgáfu og
bóksölu í landinu, hvort það geti
ekki unnið bókmenningu okkar
meira gagn með öðrum hætti.
Hús HÍP, þar sem menningarsjóður er til húsa
En þó Menningarsjóður not-
færi sér áskriftarkerfið af hag-
kvæmnisökum má það ekki verða
til að íorlagið gangist undir þarf
lausar skyldur við „félagsmenn"
sína. Eins og bókaútgáfu í land-
inu og fjárhag almennlngs er nú
háttað virðist með öllu þarflaust
að ríkisforlagið sé að gefa út al-
þýðlegar skemmti- og fróðleiks-
bækur sem nógar eru í framboði
annars staðar, eða tímarit al-
menns efnis eins og Andvara.
Sömuleiðis nýjan íslenzkan
skáldskap meðan nógir aðrir lit-
gefendur eru um hituna. Það er
enda með öllu óskiljanlegt,
hvernig íslenzk skáldrit, og raun
ar fleiri rit, veljast til útgáfu hjá
Menningarsjóði; það mál leiðir
Gils Guðmundsson hjá sér i
grein sinni á föstudaginn. Hvert
einasta ár virðist bókaval Menn-
ingarsjóðs meira eða minna til-
viljunarkennt, orkar það meira
eða minna tvímælis — þó allra
síðustu árin hafi að vísu horft
tíl nokkurs batnaðar. Það væri
fróðlegt að sjá einhverju sinni
skipulega greinargerð fyrir bóka-
vali Menningarsjóðs svo sem eitt
ár, miklu fróðlegra en langvinn-
ari skrif almennara efnis. Af
þvílíkri greinargerð gætu menn
síðan metið skyldurækni Menn-
ingarsjóðs við áskrifendur sína
og hversu forlagið sinnir öðrum
skyldum sínum. Ríkisforlag verð-
ur ekki mælt sama kvarða og
önnur bókaforlög eða -félög; það
hefur að réttu lagi öðrum og víð-
tækari skyldum að gegna við
bókmenningu og bókmenntir í
landinu. Virðing Menningar-
sjóðs er undir því komin liversu
þær skyldur eru ræktar.
í GREIN minni á sunnudag benti
ég á ýmis verkefni sem van-
rækt eru eða með öllu órækt í
íslenzkri bókaútgáfu og bóka-
gerð um þessar mundir og Menn-
ingarsjóði væri sómi að sinna.
En misskilningur er það, Gils, að
ég hafi gert einhverjar ákveðnar
tillögur um skipulagsbreytingar
á forlaginu; mér nægði að benda
á vankanta sem liggja nokkurn
veginn í augum uppi. Hins veg-
ar er auðvelt að orða slíka til-
lögu; hún er jafn-einföld og liúi\
er sjálfsögð: Ríkisforlagið skaií
einungis vinna nauðsynjaverk vj
bókagerð sem öðrum sé ckk,i ætl-’
andi að sinna. Og það er nog ati
vinna. Eitt er hverskonar hand-
bókaútgáfa, útgáfa vísinda- og
fræðirita, fræðileg útgáfa skál^-í
skapar og rita um skáld og skáld-: •
skap. Þessum efnum sinnir Menn
ingarsjóður sem betur fer riokk-
uð í seinni tíð. Annað er hand-<
hæg aðgengileg útgáfa klass-f
ískra íslenzkra bókmennta og
helztu rita frá seinni öldum, ekljí -
ritsöfn heldur lestrarútgáfus*
einstakra verka sem oft vantaíj
bagalega. Þriðja er þýðing og,
útgáfa erlendra bókmenntaj
fornra og nýrra, heimsbók-*
mennta en ekki einhverra tilfall-
andi skáldrita. Vissulega er gotf
að Menningarsjóður skuli á Jöng-
um fresti hafa gefið út Homer,
Ágústínus, Samdrykkju Platóns;
en á þessu sviði mætti ætlást til
stórvirkja af ríkisforlaginu Qf það
bara tæki upp ákveðna slefmj.
Fjórða verkefnið væri að vinna
að aukinni fjölbreytni sjálfrar
bókagerðarinnar, tilbreytálegri
og ódýrari bókagerð en nú,tíðk-
ast. Með því móti má líka vinna
bókmenntum nýja lesendur.
t
KETTA eru »ara dæmi um hugs-
anleg verkefni ríkisforlags,
verkefni sem aðrir vanrækja eða
ráða ekki við, eða dettur ékki t
hug. Engum kemur til hugar að
Menningarsjóður vinni í einni
svipan öll þau vcrk sem honum
eru ætlandi. En það er rétlmætt
að ætlast til þess að Menningar-
sjóður sói ekki kröftum sínum i
gagnsleysu eða misskilning, act
útgáfa hans ráðist ekki af til-
viljun eða hentistefnu. Það ep
réttmætt að ætlast til þess að
rikisforlag hafi tiltekin stefnu-
mið í starfi sínu, velji sér tiltek-
in verkefni eða verkefnaflokka
og einbeiti sér síðan að lausn
þeirra. Það er undir forlaginu
sjálfu komið og forustumönnum
Framhald á 10 síðu.
AÐ BÚA SÉR TIL FJANDMANN
ÞAÐ ER gömul regla hygginna
stjórnmálamanna að eiga sér allt
af einhvern sérstakan erkióvin,
og búa hann til ef þess gerist
þörf. Þessari reglu fylgdi Jónas
Jónsson á sínum tíma og virðist
ritstjóri Tímans hafa lært af
honum listina. Hann er þessa daga
að reyna að gera Alþýðuflokkinn
að. erkióvini bænc^astéttarininar.
Svo mikið þykir Tímamönnum
liggja við, að þeir sendu njósn-
ara á fund Alþýðuflokksfélagsins
um landbúnaöarmál.í síðustu viku
Var síðan skrifuð nákvæm lýs-
ing á fundinum og liún látin falla
að því hlutverki, sem Alþýðu-
fiokknum er nú ætlað. Eins og
Við mátti búast var frákögjnin
ónákvæm( svo að ekki sé meira
sagt.
Enda þótt Alþýðuflokkurinn sé
fyrst og fremst studdur af verka
fólki — neytendum, hefur hann
enga ósk um að haida uppi fjand
skap í garð bænda, síður en svo
Á fundinum kom fram áhugi á mál
efnum bændanna og skilningur á
lífsbaráttu þeirra. Bentu menn
á ýmislegt, sem mætti verða fram
tíð landbúnaðar til éflingar.
•Samt sem áður var tilefni fund
arins það, hve uppbætur á útflutt
ar landbúnaðarafurðir og niður-
framtíð^ og verður að finna leið
ir til að draga úr þessum útgjöld
um. Tíminn brást að vísu á venju
Iegan hátt við ræðu Emils og
hóf sönginn, um fjandskap við
landbúnaðinn. Fáum dögum síðar
taldi ritstjórinn þó vænlcgra. að
greiðslur á þær innanlands, nema
nú miklum fjárhæðum. Hafði
Emil Jónsson, formaður Alþýðu
flokksins, bent rækilega á þetta
mál í útvarpsræðu fyrir jól, og
hafði ræða hans vakið almenna
athygii um allt land. Hljóta bæ-^’
ur sjálfir að skilja, að ríkið geti
ur ekki varið 20% af tekjum sín
um til þessara þarfa um langa
breyta um tón. Hann viðurkenndi
vandamálið og lýst því, að bænda
samtökin hefðu þegar skipað
nefnd til að rannsaka það. Kom
þannig á daginn, að samtök bænd-
anna eru gleggri á þessi máj en
Tíminn.
Alþýðuflokkurinn hefur bent á
vandamál landbúnaðarins ogitelur,
að leita verði skynsamlegrar lausn
ar á þeim, enda eru þau nátengd
verðbóigunni og hinu liættulega
kapphlaupi verðlags og kaupgjalda
Nokkur deila hefur vcrið unt
það, hvort niðurgreiðslur væn*
í þágu bænda eða ekki. Þetta
atriði skiftir að vísu ekki ( höf-
uð máli^ en samt er rétt að gera
sér grein fyrir, að niðurgreiðsl
urnar eru að sjálfsögðu £ þágu
beggja. Það er rétt, að ríkis-
stjójrnin jólc njðurgnciðjjlíir tíl
að halda niðri vísitölunni og hafa
þannig óhrif á kaupgjald í landinu
Hinu má þó ekki gieymá, að væni
niðurgreiðslur afnúmdar í skyndl
mundi verðlag afurðanna liækka
svo mjög, að sala þeirra hlyt| aff-
stórminnka. A.þetta ekki sízt við
um smjörið, eða hvað mundi selj
ast mikið af því, ef kílóið koslj
aði 170 - 180 krónur? Af þessu
verður ljóst að niðurgrciðsuriiúé
eru einnig þýðingarmifciar fy»
ir bændurna og tTyggja mikla
sölu afurðanna.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 31. janúar 1965 «|