Alþýðublaðið - 31.01.1965, Side 7
Uppsalcibréf frá Svövu Jakobsdóttur
HÆRRI LISTAMANNA-
LAUN / SVÍÞJÓÐ
Uppsölum, í janúar, 1965.
LAUST fyrir miðjan. þennan
mánuð var fjárlagafrumvarpið
fyrir 1965 lagt fyrir sænska
þingið. Frumvarpið sýnir millj
arð króna halla, sem verður
að jafna með láni.
Almennur vöruskáttur
hækkar um 3% frá og með '1.
júli n.k. og er hann þá kom-
inn upp í 9% af vöruverðinu.
Ýmsir aðrir óbeinir skattar
hækka • einnig, m.a. af sígarett
um og benzíni. Frá sama tíma
hækka þó fjölskyldubætur og
ellilífeyrir.
Samkvæmt frumvarpinu er
einnig gert ráð fyrir vissri
lækkun á tekjuskatti, en sú
lækkun kemur ekki til fram-
kvæmda fyrr en að ári eða frá
1. janúar 1966. Sú -staðreynd,
að lækkun tekjuskatts er hálfu
ári á eftir hækkun óbeinna
skatti i framkvæmd hefur vak-
ið nokkurn óhug hjá mönnum.
Liggur nokkurn veginn ljóst
fýrir, að kaupgeta almennings
muni rýrna allverulega.
Gizkað er á, að almenn verð
háekkun, er nemi 5-3% fylgi
í kjölfar þessa frumvarps. Nú
þegar er í athugun hjá við-
skiptamálaráðuneytinu, hvort
réttlætanlegt sé, aðv korúið
verði á lögboðnu eftirliti með
verðlagi í, sambandi við hækk
un vöruskattsins þ. 1. júlí. En
samkvæmt gildandi sænskum
lögum er slíkt eftirlit aðeins
leyfilegt sé um að ræða ,,ó-
eðlilegar aðstæður“ eða ein-
sýnt þyki, að hætta sé á yfir-
vofandi verðbólgu.
í útvarpsviðtali sama dag og
fjárlagafrumvarpið var lagt
fram, sagðist Strang, fjármála
ráðherra, gera sér ljóst, að hin
mikla verðhækkun í ár muni
1 hvetja launþega til gagnráð-
stafana. Og í ieiðara í Dagens
Nyheter — blaði stjórnarand-
stöðu — er fjárlagafrumvarp
ið nefnt „verðbólgufrumvarp-
jð“.
LISTAMANNALAUN
Framlag til menningay- og
menntamála hækkar um 558
millj. kr. og nemur heiidarfram
lagið nú tæpum 4 þúsund millj.
kr. Helzta nýmælið í þeim lið
er aukning listamannálauna, og
fjölgun þeirra listamanna, sem
fá fast tillag frá ríkinu. Eru
þá nú samtals 100 li^tamenn á
„launaskrá" hjá ríkinu, en voru
25 á síðastliðnu ári. Fyrirkomu
lagi þessarra greiðslna til lista
manna verður lítilsháttar
breytt, en það hefur verið gagn
rýnt harðlega í sinni núverándi
mynd.
Ef til viil væri ekii úr vegi
að rifja hér upp helztu atriði
viðvíkjandi þéssum ljstamanna
Jaunum. Þau komu til fram-
kvæmda í fyrsta sinn á fyrra
ári, en þá samþykkti þingið, að
25 viðurkenndir listamenn
skyldu hljóta föst laún hjá rík
inu ævilangt, Þannig átti af-
koma þeirra og eftírlaun að
vera tryggð. Hins vegar minnk
uðu þessi listamannalaun í
réttu hlutfalli við eigin tekjur
listamannsins.
Hæstu lktamannalaunin voru
20.000 s. kr., og samkvæmt regl
unum, var þeim listamanni,
er hafði minna en 5000 kr. í
tekjur, veitt sú upphæð
öll. Hagnaðist hann’ hins veg
ar um meira en 5000 kr. á ári
á verkum sínum, var sú upp-
hæð, er umfram var, dregin
af listamannalaunum ríkisins.
í reynd borgaði sig því ekki
fyrir listamanninn að hafa
hærri tekjur en 5000 kr. nema
hann kæmist þá upp fyrir 25
þúsund kr. strikið.
Breytingin, sem nú liggur
fyrir, er aukinn fjöldi lista-
manna á launaskrá, eins og áð
ur er vikið að, svo og hækk
un hámarkslauna, 25.000 s. kr.
í stað 20.000 kr. Ákvæði um
frádráttinn breytast þannig, að
fyrstu 5000 kr. af eigin tekjum
listamannsins verða algerlega
dregnar af iistamannalaunun-
um, en 75% af þeim tekjum, er
nema hærri upphæð en 5000 rk.
l.reynd verður það þv£ svo, að
það borgar sig ekki lengur fyr
ir listamanninn að hafa lægri
tekjúr af verkum sínum en
5000 kr. Hagnist hann hins veg
ar um meira, fær hann að halda
eftir hluta.
Það voru einkum ákvæðin
um frádrátt listamannalaun-
anna, sem vöktu hvað mestar
deilurnar, er úthlutun þeirra
kom til framkvæmda. Mig minn
ir reyndar, að eirtstaka lista
maður liafi á sínum tíma neit
að að veita þessum ríkislaun
úm viðtöku. Álitið er, að farið
sé inn á óheiilavænlega braut,
þegar það borgar sig ei lengur
f járhagslega fyrir listamanninn
að fá greitt fyrir vinnu sína.
í reynd starfi hann nú kaup-
laust og auk þess skapi ríkið
honum pefrsónulega niðrþndi
og óvirðulegar aðstæður. Bent
er á, að ríkið þurfi ekki að
óttast óeðlilega tekjuháa lista
menn, þar sem það hafi að-
stöðu til launjöfnunar með al-
mennri skattálagningu og hafi
fram að þessu skattlagt lista
menn til jafns við aðra. Auk
þess sé ekki óeðlilegt, að tekj
ur manna fari eftir hæfileikum
og það sé ekki nema sanngirn
iskrafa, að slíkt nái einnig til
listamanna.
Svava Jakobsdóttir.
IWWWWWW*WWWWW*VWWWHWWWWWWWMM*M»MWWWWWW»WW*WM
UTSÝN
FLUTT
Reykjavík, 29. janúar. — OÓ.
FERÐASKKIFSTOFAN Útsýn hef-
ur nú opnað skrifstofu sína í 'nýj-
um húsakynnum í Austurstræti
17, en áður var hún til húsa í
Hafnarstræti 7. Forstjóri Útsýnar
er Ingólfur Gúðbrandsson.
Útsýn hefur nú starfað um 10
ára skeið, þar af i tvö ár sem al-
rnenn ferðaskrifstofa, áður var hún
gðeins starfrækt .á sumrin og sá
Framh. á 14. síðu.
Otsala - Otsala
hefst á morgun. Fjölbreytt úrval af
vetrarkápum, regnkápum, höttum
og hönzkum.
Mikil verðlækkun.
BERNHARD LAXDAL,
Kjörgarði, Laugavegi 59. Sími: 14422.
í
Hentug húsgögn
SVEFNSÓFASETT
nýjar gerðir, verð hagstætt, góðir greiðslu-
skilmálar
HNOTAN
húsgagnav. Þórsgötu 1, sími 20820.
t-.i
n
ru■
■ i
’þ-í
•4«
i.'í-
Úfsala í KRON
hefst á mánudagsmorgun.
Peysur Blússur
Hanzkar Sokkar
Sloppar Kjólar
Skyrtur Garn
Otsala - Otsala
Á morgun hefst þriggja daga útsala í
ÞÓRSKJÖRl
Herra-terrj’lenebuxur á kr. 650.—, herraskyrtur á kr.
100.—, drengjabuxur frá kr. 200.—, drengjablússur á
kr. 200.—, telpu-stretchbuxur frá kr. 350.—, náttföt -á
kr. 75.—, nylon-úlpur á kr. 550.—, ullarúlpur á kr.
250.—. bútar á kjóla á kr. 60.— og margt fleira.
ÞÓRSKJÖR,
Langholtsvegi 128.
. fca
J
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 31. janúar 1965 J