Alþýðublaðið - 31.01.1965, Qupperneq 9
lMWWWM<WM»tM*M*WHWWWWM%*W*MMMWWWWWWm%IMiMWWWWiWWWWWM»WWW»W%WWWW*WWMMWW*WWWMM»W%W)
estur hluti iteykjavíkur legið undir sjó.
Þar sem byggð borgarinnar
ber hæst, hafa ríkismenn reist
sér hús. Vítt sér þar yfh' land
fagurt. í norðri Esjan, sem lúrir
fram á lappir sínar eins og heima
ríkur hundur en í norðvestri
stingur Snæfellsjökull upp hvít
Um koliinum eins og grobbinn
nýstúdent. Og sem við ökum upp
Öskjuhlíðina, skipar Þorleifur
okkur að stanza. Hér er margt
merkilegt að sjá.
— Sjáið þið hér, strákar, seg
Ir hann og bendir upp í hlíðina,
hér hafa fjörumörkin verið fyr-
ir 10 þúsund árum.
— Hvernig má sjá það?
— Sjáið þið þennan hrygg
hérnar — fyrir ofan hann er grjót
ið ferstrent, en fyrir neðan lá-
barið. Hér hafa verið fjörumörk
fyrir um það bil 10 þú und árum.
Öskjuhlíðin hefur þá verið eins
konar .eyja, líkt og t.d. Akurey
er nú. Fjörumörkin eru hér 43
m. yfir núverandi sjávarmáli,
húsin í Háuhlíðinni mundu þá
hafa staðið á sjávarkambinum.
— Það hefði þá brotið á kjöll
tirum húsanna?
— Já, í brimi.
Áfram héldum við og brostum.
í laumi að því, að fyrir 10 þús.
árum hefði brimið getað skiirað
gólfin í húsunum í Háuhlíð.
Þar sem Bústaðavegur og
Reykjanesbraut mætast, má sjá
enn þess merki, að jökull hefur
legið hér yfir öllu. Þar eru
nokkrar jökulrispaðar klappir
Héðan bendir Þorleifur okkur á
Álftanesið, sem hann segir, að
sé forn jökulgarður.. En
jökulgarðar myndast á þann
-hátt, að jökullinn ryður út und
an sér aur og leðju, sem hrúg’ast
upp við jaðar hans. ,
Meginhluti þess hryggjar sem
Öskjuhlíðin er partur af, hef-
ur staðið upp úr sjó. en milli
Háaleitis og þessa hryggjar hef-
ur legið örmjótt eiði, og má sjá
marbakkann enn. Á honum er
gamli gólfvöllurinn sendinn
bakki með svolítilli lábarinni
möl. Þorleifur skýrir fró því að
fornar skeljar finnist sjaPdan í
slíkum bökkum, miklu frekar í
leirlögum. Þannig hafi skeljar
þær, sem fundust- í grunni Loft-
leiðahússins verið í fornum sjáv-
arleir.
Við erum komnir inn að Ell-
ið.aárrv. í isuðauEtri; þVr sekn
Breiðholtshverfið bla-ir við, seg
ir Þorleifur, að séu gamlir mar-
bakkar. Þar hefur nú verið um
margra ára akeið sandnám bæj
arins. En s.iái'ft Elliðaárhraunið
sé um fimm þúsund ára gamalt
Það hafi komið frá eldstöð
nokkurri austan Bláfjalla og hafi
hraunið runnið í tvær áttir: ann
ar armur þess hafi teygzt alla
leið til Þorlókshafnar, en hinn
hingað niður að vogunum.
En hvernig fara svo jarðfræð-
ingar að vita, hve hraun eru
gömul. Þorleifur leiðir okkur
fram á bakka EHiðaárinnar.
— Sjáið þið þarna, segir hann
Þarna glittir í mó undir hraun-
inu. Með því að taka móinn og
senda hann í C-4 aldursgrein-
ingu má fá vitneskju ’um, hve-
nær hraunið hefur runnið.
Þá rekur okkur minni til
þess, að í haust kom frétt í ein
hverju blaðanna um, að Þing-
vallahraun væri níu þúsund ára
gamalt. Þar hafði Guðmundur
Kjartansson fyrstur litið þá
mold, sem Jónas Halilgrímsson
kvað um:
„Enginn Ieit þá maður moldu,
móðu stpins er undir býr.“ Þann
eru jarðfræðingarnir stöðugt að
uppgötva ný sannindi.
Kennslustundinni er enn ekki
lokið; áthagafræðin. er það
merkileg fræðigrein, að 45 mín
Framhald á 10. síðú.
Hér að ofan er mynd af hinum forna marbakka í Breiðholtsvherfinu, þar sem hefur verið malarnám
um margra ára skeið, en næsta mynd er af Elliðaár hrauninu, sem mun vera um það bil 5 þús. ára gamalt.
Loks má sjá hóffar í klöpp og marbakkann á gamla golfvellinum.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 31. janúar 1965 9