Alþýðublaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 10
Hentar við íslenzkar aðstæður TRABANT hefur unnið fjölmörg gull- og silf- urverðlaun í þolkeyrslu við erfiða staðhætti, m. a. í Finnlandi, Suður-Ameríku, Póllandi og víðar. í Finnlandí var TRABANT ekið meira en 7 þús- und km. í frosti og snjóþyngslum, á 7 dögum, án þess að vélin væri stöðvuð. Pantið TRABANT tímanlega adeins kr 87.500 Söluumboð Bergþórugötu 3 — Sími 19032-20070 EINKAUMBOÐ INGVAR HELGASON TRYGGVAGÖTU10 SÍMI 19655 i Aðalfundur Kaupfélags Hafnfirðinga verður haldinn föstudaginn 23. apríl og hefst kl. 20,30 í Al- þýðuhúsinu. Dagskrá: Samkvæmt samþykktum félagsins. Hafnarfirði 14. apríl 1965 Stjórn Kaupfélags Hafnfirðinga. Benzínsðla Hjólbðrðaviðgerðir ■ Opið bænadagana frá kl. 8—23,30. HJólbarðaverkstæðið Hraunholt l' Horni Lindargötu og Vitastígs. — Sími 23900. Opna frh. og voru það góðar þjóðhátíðar- fréttir fyrir norðanmenn, en þeir höfðu beðið herfilegan ó- sigur í orrustunni við Chan- cellorsville 2.-4. maí, þegar enn ein tilraun var gerð til að her- taka Richmond. í þessari orr- ustu féll Stonewall Jackson. Lee lagði upp í annan árásarleiðang- ur norður á bóginn og Potomac herinn undir forystu Meade hers höfðingja véitti honum eftirför. Þeim lenti saman við Gett- ysburg 1. júlí 1863, og norðan- menn sigruðu í þriggja daga orrustu. Þetta varð til þess að Englendingar hættu við öll á- form um að viðurkenna Suður- ríkin, en líkt og aðrir herfor- ingjar norðanmanna veitti Mea- de fjandmanninum ekki eftirför, og ekkert var barizt á austur- vígstöðvunum það sem eftir var ársins. Á miðvígstöðvunum hafði Ro- seerans hershöfðingi haldið á- fram sókn sinni til Chattanooga, sem hann hertók 9. september, eftir sigur sinn við Stone River 31. desember til 2. janúar 1863. En skammt frá bænum biðu norðanmenn ósigur fyrir her- sveitum sunnanmanna undir for- ystu Braxton Braggs hershöfð- ingja 19.-20. september. Sunnan menn sátu um Chattanooga og hungrið svarf að norðanmönn- um. Grant tók við stjórninni og sendi eftir liðsauka. Hooker hers höfðingi og hans menn tóku Lookout Mountain sunnan við Chattanooga 24. nóvember. Dag- inn eftir réðist Grant til atlögu gegn sunnanmönnum á Mission- ary Ridge. Áhlaupið virtist mis- takast, en allt í einu sá hann sér til undrunar, að menn hans stigu upp úr skotgröfum sínum án nokkurra fyrirskipana og sóttu upp fjallið í hópum. — Sigur vannst í orrustunni og Grant skipaði William T. Sherman hers höfðingja að hrekja James Long street frá Knoxville, sem hann hélt í umsátri, og þannig lauk bardögunum þetta ár á vestur- vígstöðvunum. Dregur að lokum Er hér var komið vissi Lin- coln hvaða mann hann ætti að skipa yfirhershöfðingja, og 9. marz 1864 tók Grant við stjórn sambandsherjanna. Áætlun hans var einfaldlega á þá leið, að veita sunnanmönnum eftirför og vinna algeran sigur. Hann krafð- ist skilyrðislausrar uppgjafar, „unconditional surrender,” og var kallaður „Unconditional Sur- render” Grant, en að fornafni hét hann Ulysses Simpson, skammstafað U.S. Shermann hélt áfram eftirförinni og tók Atlan- ta 2. september eftir harða bar- daga og sókn langa vegu um sumarið. Leifar sunnanhersins undir stjórn Hoods gerðu mis- heppnaða árás á Nashville 15.- 16. desember, en Sherman hélt áfram sókn sinni eins og ekkert hefði í skorizt og hætti henni ekki fyrr en hann komst alla leið til Savannah 10. desember. Meginverkefnið var hins vegar í höndum Grants og 118 þús- und manna hans, að vinna al- geran sigur á 60 þús. manna liði Lees. Lee réðist til atlögu í óbyggðunum (Battle of the Wilderness) 5.-6. maí, og í tvo daga háðu herirnir harða viður- eign i skógum og öræfum. Hvor- ugum varð ágengt og mannfall var mikið. Grant hörfaði síðan undan. En Lee til mikillar furðu hélt Grant til Riehmond en ekki til Washington, og af þessu til- efni sagði Lee við herráðsfor- ingja sína: „Herrar mínir, loks- ins hefur Potomacherinn yfir- gbANit ^HELGflSOÍ^ SÖÐftRVOG 20 /«t/ MiiiiiiiiiiiiiuiMiiiiiiiiimunHiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii i Veitingastofa I Sveins ! og Jóhanns í Háaleitlsvegi 108 A | tilkynnir: | I Seljum út smurt brauð; — i { Bacon og egg; skeinku og | i egg, allan daginn. — Kaffið | I hjá okkur er viðurkennt um i alla borgina. — Sími 36640. { T rúlofunarhríngar Sendum gegrn pófstkröfn Fliót afgreiðsla Guðm. Þorsteinsson gullsmiður i,10 ' 15- 9Príl 1965 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ mann.” Lee hraðaði sér með her inn til Richmond og hratt blóð- ugri árás á Spottsyivania 10 maí Mannfallið var svo ægilegt, að mótmælaraddir urðu háværar í Norðurríkjunum, en Grant sagði: „Eg hyggst berjast unz yfir lýkur á þessari víglínu, þótt það taki allt sumarið.” Grant gerði árás við North Anna- fljótið (25.-26. maí), en árás lians á Cold Harbor 3. júní var hrundið. Grant taldi sig ekki geta sigrað sunnanmenn á þess- um slóðum, svo að hann hélt við svo búið yfir James fljótið, og batt hersveitir sunnanmanna í Petersburg. Uppgjöf Her Lees veitti Grant eftir- för, en hermenn hans voru nú aðfram komnir. Liðsafli Hoods var í upplausn, og eina von sunnanmanna var sú, að Demó- krataflokknum tækist að tryggja sigur McClellans í forsetakosn- ingunum á grundvelli friðar- stefnu. Lincoln var hins vegar endurkiörinn. Meðan þessu fór fram efldi Grant her sinn við Petersburg, og um vorin gerði Lee sér grein fyrir því, að eina von hans væri að losna úr þess- ari úlfakreonu. Eftir sigur Sheridans við Five Forks (31. marz til 1- apríl), sem stofnaði samgöngnm við Richmond i hættu hörfaði Lee flrá Pet- ersburg 2. anríl og hélt vestur og suður á bóginn í von um að komast fram hiá liðssveitum Grants, og ná samhandi við liðs- afla. sem Josenh Johnston hafði dregið saman í North Carolina, veita bar viðnám og reyna að komast að haestæðu samkomu- lagi. Sambandsherinn tók Rich- mond 3, anríl,* og Grant sendi riddaraiið Sheridans í veg fyrir Lee. Hinn 8. anríl sá Lee til ferða Sherídans fram undan við járnbrautarstöðina í Appomatt- ox. Grant,. sem nokkrum dögum áður hafði sent Lee kurteislega orðsendingu. bar sem hann lagði fast að andstæð’ngi sínum að forðast frekari blóðsúthellingar, sótti fast að baki hersveita Lees, og átti Lee engra kosta völ og viðurkenndi ósieur sinn. Hann gafst formlega unp í dómshúsinu í Appomattox daginn eftir, 9. apríl 1865. Hermenn Johnstons " gáfust upp fyrir Sherman 26. apríl, er þeir fréttu um uppgjöf Lees. Styrjöldinni var lokið. Grant tók enga sunnanmenn til fanga heldur sendi þá til heimila sinni. Þar beið þeirra mikið viðreisnarstarf eftir hörra ungar styrjaldarinnar. Hörm- ungarnar höfðu ekki aðeins sagt til sín f Suðurríkiunum heldur einnig f Norðurríkjunum. Mann- fallið var gffurlegt og eignatjón mikið. Sambandi rfkianna hafði verið biargað, og málstaður rétt- índa ríkianna innan sambandsins hafði beðið mikinn hnekk. — Blökkumönnum hafði verið veitt frelsi, en beim höfðu ekki verið tryggð full mannréttindi. Stríð- ið hafði Ievst sum vandamál, en við tók fiöldi nýrra vandamála, sem tók mörg ár að leysa. Jafn- vel enn bann dag í dag eru sárin ekki að fullu gróin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.