Alþýðublaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 13
Uppreisnin í Kongó er nú aö f jara út Stanleyville, 14. apríl (NTB - Eeuter) Stjórnarhernum í Kongó hefur tekizt að koma í veg fyrlr vopna- sendingar inn yfir landamærin frá Súdan og Uganda til uppreisn- armanna og hyggst hefja mikla herferð til a3 friða héruðin um- hverfis Paulis og Stanleyville. Liðsforingjar í aðalstöðvum hersins í Stanleyville telja, að fyr- liuguð herferð beri þann árangur, að leifar uppreisnarhreyfingar- innar verði brotnar á bak aftur. Uppreisnin hefur staðið í eitt ár og á þessum tíma hefur stjórnin í norðaustur hluta landsins verið ótrygg og þúsundir manna fallið. Landamærum Kongó og grann- ríkjanna Súdan og Uganda var endanlega lokað um helgina. — Hvítir málaliöar, sem hafa bæki- stöð í Níangara, lokuðu öllum smá SI4IPAUTGCRB KIKISINS Ms. Herðubreið lestar til Norðurlandshafna föstudaginn 23. þ.m. Vörumót- taka á þriðjudag og árdegis á mið vikudag til Raufarhafnar, Kópa- skers, Húsavíkur, Ólafsfjarðar, Akureyrar og Siglufjarðar. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. vegum, sem liggja til Uganda og Súdan til norðausturhorns Kongó. Áður hafði aðalvegunum til Ug- anda og Súdan verið lokað, þegar innfæddir stjórnarhermenn og hvítir málaliðar tóku bæina Aru og Aba í sameiningu Liðsforingjarnir telja, að eftir þessar síðustu aðgerðir sé ókleift að fara yfir landamærin í bifreiö- um. Aðgerðirnar hafa tekið þrjár vikur. Stjórnarheriim sótti fram um 1.000 kílómetra og náði á sitt vald bæjunum Watsa, Mahagi og Dungu, sem allir hafa mikla hern- aðarþýðingu. Auk þess tóku þeir bæina Aru og Aba. Sex hvítir mála liðar féllu, og um 350 uppreisnar- menn, en þúsundir voru teknir til fanga. Stjórnarhermenn komust yfir mikið magn léttra og þungra vopna og mikið magn af skotfær- um. Vopnin voru af sovézkum, kínverskum eða úgandískum upp- runa. En friðun héraðanna umhverfis Paulis og Stanleyville verður vænt anlega mun erfiðari. Talið er, að uppreisnarmenn á þessum svæð- um séu betur skipulagðir en upp- reisnarmenn í Aru og Aba. Auk þess er vitað, að þeh- njóta tölu- verðs stuðnings íbúanna. Leonard Mulamba ofursti, sem bæði er borgaralegur og hernaðar legur fulltrúi stjórnarinnar í Norð- austur-Kongó, segir að herhaðai'- aðgerðirnar muni takast, en þær muni taka langan tíma og þurfa mikið lið. Bærinn Stanleyville, sem stjórnarhermenn náðu aftur á sitt vald fyrir sex mánuðum er Fundur um s jávarútvegsmál Vegna yfirstandandi erfiðleika útgerðar og fiskverkunar svo og vegna boðaðra kaup- krafna A.S.Í., er boðað til landsfundar út- gerðarmanna og fiskverkenda miðvikudag- inn 21. apríl kl. 2 e.h, í Sigtúni, Reykjavík, Landssamband ísl. útvegsmanna Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Sjávarafurðadeild S.Í.S. Samlag skreiðarframleiðenda Sölusamband ísl. fiskframleiðenda Stéttarsamband fiskiðnaðarins. Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig og auðsýndu mér hlýhug og vináttu á sjötugsafmæli mínu. Sigurður Þórðarson. nú gerbreyttur. Fyrir uppreisn- ina bjuggu þar 285 þúsund manns, en nú búa þar aðeins 10% af þess- ari tölu. Til að gera Stanleyville að byggi legum stað á ný, telja Mulamba ofursti og aðstoðarmenn hans, sem margir hverjir eru mjög hæf- ir belgískir tæknifræðingar, að ná verði hinum frjósömu landbún- aðarhéruðum umhverfis borgina af uppreisnarmönnum. Auk þess verður að fá íbúana á band stjórn- arinnar í Leopoldville og rækta upp svæðið. Kongóskir og belgískir embætt- Framh. á 15. síðu. K.F.U.M. Um hátíðirnar: Fundir o(g samkomur verða sem hér segir: Skírdag kl 8,30 e.h. Almenn samkoma. Sigursteinn Hersveins son, útvarpsvirki, talar. Fctsudaginn langa: Kl. 10,30 f.h. Sunnudagaskólinn ið Amt mannsstíg kl. 8,30 e. h. Almenn samkoma Baldvin Steindórsson, rafvirki, talar Páskadag: Kl. 10,30 f.h. Sunnu dagaskólinn við Amtmannsstíg, Drengjadeildirnar Kirkjuteigi og Langagerði. Barnasamkoma í sam komusalnum Auðbrekku 50, Kópavogi. Kl. 1,30 e. h. Drengja deildin Holtavegi. Kl. 8.30 e.h, Almenn samkoma í húsi félags- ins við Amtmannsstíg. Ástráður Sigursteindórsson, skólastjóri, talar. Kórsöngur. Annan páskadag: Kl. 1,30 e. h. Drengjadeildirnar við Amtmanns st{g. Kl. 8,30 e.h, Almenn sam koma. Séra Ingólfur Guðmunds son talar. Allir eru velkomnir á samkom urnar. Óvenju spennandi sakamála saga eftir Agatha Christie. Fæst í öllum bóksölustöðum. Þórsútgáfan. Rúðugler — 4 mm. þykkt, A og B gæðaflokkar, 12 skífustærðir. Mars Trading Company Klapparstíg 20. — Sími 17373. VORKVÖLD með rússneskum þjóðlistamönnum frá STÓRA LEIK- HÚSINU í Moskvu í HÁSKÓLABÍÓ í dag, fimmtudag- inn 15. apríl kl. 5. 1. Píanóleikur: V. VIKTOROV, konsertmeistari. 2. Listdans: E. RJABINKINA, sólódansmær. 3. Einsöngur: A. IVANOV, bariton- söngvarinn frægi. Aðgöngumiðasala í Háskólabíói. — Síðasta sinn. SKRIFSTOFA SKEMMTIKRAFTA Pétur Pétursson. Félag starfsfólks í veitingahúsum. Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kosningu stjórnar og varastjórnar fyrir yfirstandandi ár. Kosnirigin fer fram í skrifstofu Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna, Hverfisgötu 8—10, þriðjudaginn 20. og miðviku- daginn 21. apríl 1965, frá kl. 10 f. h. til kl, 5 e,h„ báða dag- ana. Framboðsfrestur er ákveðinn til 2 e h. laugardaginn 17. þ.m. og skal skila tillögum (uppástungum) til kjörstjórn- ar í skrifstofu Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík. Hverri tillögu (uppástungu) skulu fylgja skrifleg með- mæli a.m.k. 40 fullgildra félagsmanna. Tillögur (uppástungur) skulu vera skipaðar fullri tölu þeirra sem kjósa skal. Reykjavík, 14. apríl 1965. í kjörstjórn Félags starfsfólks í veitingahúsum: Sævar Júníusson form. Gísli Pálmason, Jón Jónsson. ALÞÝOUBLAÐIÐ — 15. apríl 1965 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.