Alþýðublaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 3
Ávarp írá Skálholtsnefnd SKÁLHOLT er einn frægasti og virðulegasts sögustaður á ís- landi. Um aldaraðir var — Skál holt — ásamt Hólum — mið- stöð menntunar og trúarlífs, kirkju og skólahalds. Þjóðlífið átti þar sína háborg í andlegum og veraldlegum efnum. í ná- grannalöndunum urðu samsvar andi staðir að grónum og fræg- tim háskólaborgum, sem eru •aflgjafar í lífi þjóðanna. En á neyðar- og niðurlægingartím- um var biskupsstóllinn í Skál- lsolti lagður niður og skólinn settur á flæking. Sú ráðstöfun að leggja niður aldagamlar menningarstofnanir sambæri- legar, á sér vart hliðstæðu í sögu nálægra þjóða. Vér lítum svo á, að brýna nanðsyn beri til að bæta fyrir þetta mcð því að' endurreisa hin fornu biskups- setur á þann hátt, að sæmi forn um nienningar- og menntasetr- um íslenzku þjóðarinnar. Endurreisn Skállioltsstaðar er mikið átak. Áhugamenn, ís- lenzkir og erlendir, hafa gefið til Skálholts. íslenzka ríkið, ríkisstjórn og alþingi, liafa þeg- ar Tagf fram verðmætan og mikilvægan skerf. Frændþjóð- ir vorar á Norðurlöndum Iiafa sýnt Skálholti mikla ræktar- semi og stutt endurreisn stað- arins með verðmætmn gjöfum. En það er fyrst og fremst hlut- verk íslenzku þjóðarinnar, hlut verk hvers einasta íslendings, að vinna að þessari endurreisn. Skálholt er dýrmæt sameign allrar þjóðarinnar. Því leitum vér nú til allra Iandsmanna um fjárframlög til Skálholtsstaðar, til kaupa á bókasafni og til end- urreisnar menntaseturs þar. — Frændþjóðir vorar á Norður- löndum hafa efnt til fjársöfn unar til byggingar lýðháskóla í Skálholti. Vér ætlumst nú til þess af Dönum, að þeir láti oss fá handritin. Vér viljum að þjóðin ætlist einnig til mikils af siálfri sér. Bókagjöfin til Skálholts er vottur þakklætis- hugar til þeirra, sem þar rækt- uðu fræga bókmenningu. Vér skírskotum til metnaðar íslendinga varðandi þetta mál og væntum þess að þjóðin sýni í verki að vér viljum öll að Skálholtsstaður verði endur- reistur og honnm sýnd sú virð- ing, sem honum er samboðin í vitund manna, í fullri vissu þess. að Skálholt muni auðga og treysta heilbrigt þjóðlíf. Sér hverri þjóð er nauðsyn og skylda að varðveita menning- ararfleifð sína og tengja sögu og afrek genginna kynslóða traustum böndum við nútíð og framtíð. í sögu sína og forna mennt sækir þjóðin styrk, sjálfs traust og afl til nýrra átaka og framfara. Vér lítum svo á, að hin öra fólksfjölgun og vöxtur atvinnulífsins muni skapa ríka þörf fyrir myndun byggðar í Skálholti, kringum þær mennta og menningarstofnanir, sem þar eiga að rísa, enda mundi sú byggðarmyndun studd af legu staðarins, svo og jarðhita og raf magni. Vér viljum þess vegna beina öflum, sem eru að verki með þjóðinni, inn á brautir, þar sem þau þjóni sem bezt í senn eðíilegnm tilgangi sínum og heilbrigðum þjóðarmetnaði. — Með framlagi sínu greiðir hver íslendingur gamla skuld og leggur um leið stein í byggingu musteris og menntaseturs, er verða mun þjóðinni til blessun- ar á ókomnum tímum. Reykjavík, í marz og apríl 1965. Nöfn undirritenda: . Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands Sigurbjörn Einarsson biskup íslands Séra Árelíus Níelsson formaður Bandalags Æskulýðs- félaga í Reykjavík Ásmundur Guðmundsson biskup 1 Axel Tulinius sýslumaður Sunnmýlinga Bjarni Guðbjörnsson forseti bæjarstjórnar ísaf jarðar Dr. theol. Bjarni Jónsson vígslubiskup Birgir Kjaran formaður stjórnar Seðlabanka íslands Björn Fr. Björnsson sýslumaður Rangæinga Björn Sigfússon háskólabókavörður Björn Sigurbjarnarson gjaldkeri Stúdentafélags Suðurlands Björn Teitsson formaður stúdentaráðs Háskóla íslands Einar Haukur Eiriksson skattstjóri, Vestmannaeyjum Eiríkur Eiríksson formaður Ungmennafélags fslands Séra Eiríkur Þ. Stefánsson fyrrv. prófastur Séra Erlendur Sigmundsson prófastur, Seyðisfirði Eysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokksins Geir Hallgrimsson borgarstjóri Gísli Halldórsson forseti íþróttasambands íslands Guðmundur Halldórsson forseti Landssambands Iðnaðarmanna Séra Gunnar Árnason formaður Prestafélags íslands Gunnar J. Friðriksson formaður Félags íslenzkra Iðnrekenda Gunnar Guðbjartsson Form. Stéttarsamban<Ts bænda Gunnar Gunnarsson skáld Hannibal Valdimarssou forseti Alþýðusambands íslauds Helgi Elíasson fræðslumálastjóri 1 Hilmar Stefánsson form. fyrri Skálholtsnefndar Hrefna Tynes kvenskátahöfðingi Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins Séra Ingólfur Guðmundsson formaður Stúdentafélags Suðurlands Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra Jakob Frímansson formaður stjórnar Sambands íslenzkra Samvinnufélaga' Jóhann Hafstein kirkjumálaráðherra Jóhann Hannesson próf., forseti Guðfræðideildar Jóhann S. Hannesson skólameistari, Laugarvatni Séra Jón M. Guðjónsson Akraneisi Jón Sigurðsson formaður Sjómannasambands Islands Jón Þórarinsson forinaður Bandalags íslenzkra Listamanna Séra Jón Þorvarðarson kirkjuráðsmaður Jónas B. Jónsson skátahöfðingi Kristinn Ármannsson rektor Menntaskólans í Reykjavík Dr. Kristján Eldjám þjóðminjavörður Lára Sigurbjörnsdóttir formaður Kvenfélagasambands ! fslands Ludvig Storr aðalræðismaður Ólafur Þ. Kristjánsson • stórtemplar Páll Hallgrímsson sýsliunaður Árnesinga Dr. Páll ísólfsson organleikari dómkirkjunnar Páll V. G. Kolka kirkjuráðsmaður Séra Sigurður Einarsson skáld í Holti Séra Sigurður Kristjánsson prófastur, ísafirði Séra Sigurður Pálsson prófastur, Selfossi Dr. Sigurður Sigurðsson landlæknir 1 Sigurður Stefánsson vígslubiskup, Möðruvöllura Stefán Júlíusson formaður Rithöfundasambands íslands Séra Sveinbíörn Högnason prófastur Sverrir Júlíusson formaður Lands°ambands íslenzkra Útvegsmanna Viljálmur Þ. Gfslasou útvarpsstjóri Þórarinn Björnsson skólameistari, Akureyri Þórarinn Þórarinsson kirkjuráðsmaður Séra Þorgrímur V. Sigurðsson kirkjuráösmaður Þórður Tómasson safnvörður, Skógum Þorsteinn Sigurðsson form. Búnaðarfélags íslands Örn Steinsson formaður Farmanna- og Fiskimannasambands íslands SKÁLHOLTSNEFND 1965: Benjamfn Eiríksson, formaður Þórarinn Þórarinsson, rltari Ólafur Jónsson, gjaldkeri Auður Eir Vilhjálmsdóttir Erlendur Einars°on varaform. Gunnar Friöriksson Hróbjartur Bjarnason Jóhanna Guðmundsdóttir Jón Gunnlaugsson Magnús Z. Sigurðsson Magnús Víglundsson Ottó A. Michelsen, varagjaldk. Páll H. Jónsson, vararitari Pétur Sæmundsen Stefán Ililmarsson Unnar Stefánsson Sveinbjörn Finnsson, framkvæmdastjóri STÖDENTAKÓRINN HELDUR SÖNGSKEMMTUN i DAG Reykjavík^ 13. april ÓTJ- STÚDENTAKÓRINN heldur söng- skemmtun á skirdag, og er það í fyrsta skipti sem hann kemur fram opinberlega á þennan hátt, áður hefur hann komið fram í útvarpi. Á fundi með fréttamönn um sögðu forráðamenn kórsins að á undanfömum . árum hefðu öðru hvoru komið fram á vegum Háskólans söngflokkar stúdenta, mismunandl fjöímennir og aðal lega skipaðir háskólastúdentum. Flestir urðu þessir flokkar til fyrir oinhverja háekól^itótiðina, og leystust upp að henni lokinni. Hugmyndin um varanlegan stúd- entakór lá þó alltaf í loftinu, og hann var svo stofnaður 1964. Hlut verk kórsins er m.a. að æfa og halda uppi akademískum karla- kórssöng, efla sönglíf meðal stúd enta, treysta tengsl stúdenta eidri og yngri, utan skólans og innan og stuðla með forystu í sönglífi að auknum kynnum og félagslegu samstarfi þessa^tr aðilak Þessi áætlun virðist nokkuð á veg kom in, því að í kórnum eru menn frá tvítugsaldri að sjötugsaldri- Á söngskránni verða einkum stúd- entalög frá ýmsum löndum. Skemmtunin fer fram í Sigtúnl kl. 3.30. Söngstjóri verður Jón Þórarinsson, en hann er fastráð inn söngstjóri kórsins. Áskriflasíminn er 14900 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. apríl 1965 | ::

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.