Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 11
Dagskrá Landsmóts
UMFl er nú ákveðin
EINS og kunnugt er, fer 12.
landsmót UMFÍ fram að Laugar-
vatni 3. og 4. júlí í sumar.
Héraðssambandið Skarphéðinn
liefur tekið að sér framkvæmd
mótsins og fjárhagsábyrgð.
Allur undirbúningur mótsins
gengur eftir atvikum vel, en að
mörgu er að huga við undirbún-
ing og framkvæmd slíks móts.
Framkvæmdum við íþrótta-
velli íþróttakennaraskóla ís-
lands á Laugarvatni miðar vel á-
fram, eftir er að aka yfirlagi í
hlaupabrautir, girða vellina — og
ýmiss annar frágangur.
Verða íþróttamannvirki þessi
mjög glæsileg og vönduð að öll-
um trágangi, og vonir standa til
að hægt verði að vígja þau form
lega á landsmótinu. Árni Guð-
mundsson skólastjóri íþróttakenn
araskólans hefur haft umsjón og
eftirlit með þessum framkvæmd-
um, sem staðið hafa yfir um ára
bil.
Dagskrá mótsins er nú að mestu
ráðin. Verður hún með svipuðu
sniði og á undanförnum mótum.
Þó verður sú breyting gerð, að
í stað ungmennafélagsfundar, er
verið hefur að kvöldi fyrri móts
daginn, verður kvöldvaka með
fjölbreyttu efni.
Framkvæmdanefnd landsmóts-
ins er um þessar mundir að senda
bréf til héraðssambandanna, á-
samt ýmsum upplýsingum um fyr
irkomulag mótsins.
Mótsstjóri verður Þorsteinn Ein
arsson íþróttafulltrúi. Umsjónar-
maður starfsíþróttakeppni verður
Stefán Ólafur Jónsson.
Ráðgert er að efna til búvéla-
sýningar í sambandi við starfs-
íþróttirnar. Verður vélasýningin
á mótssvæðinu.
Hafsteinn Þorvaldsson ritari H
S K hefur verið ráðinn framkv.-
stjóri landsmótsnefndar.
Hefur hann skrifstofu að Engja
vegi 28 á Selfossi, sími 274. —
Fastur viðtalstími hans í skrif-
stofunni er á mánudögum og á
fimmtudögum kl. 9-12.
Til hans ber að leita með allar
upplýsingar varðandi undirbúning
mótsins. Einnig um mótið sjálft
og framkvæmd þess.
Þá mun Ármann Pétursson,
I fulltrúi U. M. F. í., í landsmóts-
nefnd einnig gefa upplýsingar um
allan gang mála varðandi lands-
mótið. Hann hefur síma 50-772.
Þar sem gera má ráð fyrir, að
mjög mikill mannfjöldi sæki mót
ið, mun landsmótsnefnd leggja
mikla áherzlu á að halda þar uppi
lögum og reglu. Vegna mikillar
umferðar mótsdagana, að og frá
mótsstaðnum, má gera ráð fyrir,
að taka verði upp einstefnuakst-
HSÐ HEiMSKUNNA
BRAGÐGOTT
FRÍSKANDI
NÆRANDI 1
ur þegar umferðin er mest. Þá
munu forráðamönnum Skarphéð-
ins leggja mjög ríka áherzlu á
það, að allir ölvaðir menn verði
tafarlaust fjarlægðir af móts-
svæðinu.
Landsmótsnefnd væntir þess
að mótið beri fyrst og fremst
svip þeirrar íþróttaæsku, er mót-
ið sækir og mætir þar til keppni,
og þess glæsilega umhverfis sem
mótið er haldið.
Föstudagur 2. júlí.
Kl' 20.00 Fundur með flokks-
stjórum íþróttahópanna og starfs
mönnum mótsins.
Laugardagur 3. júlí-
Kl. 08.00 Vakið — Morgimverð
ur.
09.00 Hópganga til íþróttavallar.
Fánar dregnir að hún. — Fjölda
söngur-
09.15 Mótið sett-
09.30—12.00 íþróttakeppni.:
100 m. hlaup karla (undanrásir.)
100 m. hlaup kvenni (undanrásir).
1500 m- hl- karla (undanrásir.)
Kúluvarp kvenna. Kringlukast
karla. Hástökk kvenna Langs*ökk
karla.
11.00 Knattspyrna (2x30 mín.)
12.00—14.30 Matarhlé-
14-30—16,30 Framhald íþrótta-
keppni: 400 m hlaup — undanrás
ir og milliriðlar. Stangarstökk.
Kringlukast konur. Langstökk
konur. Kúluvarp karlar-
16.30 Knattspyrna. (í leikhléi
úrslit í 1500 m- Maupi.)
17,40 Handknattleikur. 2x15 mín.
(í leikhléi úrslit í 400 m hlaupi)
18.30 Verðlaunaafhendingar.
19.00 Kvöldverður.
20.00—22.00 Kvöldvaka.
22.00—2400 Dans.
Sunnudagur 4. júlí.
08.00 Vakið — Morgunverður.
09-00 Fánar dregnir að hún.
09.15—1100 íþróttakeppni.
Hástökk karla. Þrístökk. Spjót-
kast. 1000 m. boðhlaup karla (ef
tii vill undanrásir.) 4x100 m- boð
hlaup konur, (ef til vill rundan-
rásir-)
lU.OO Handknatltleikur 2x15
mín.
11.45 Verðlaunaafhendingar.
12.00—13.30 Matarhlé-
13,30—16.00 Hátíðardagskrá:
(Messa ávörp, ræða, söngur, upp
les+ur, leikfimi, þjóðdan-ar, o.fl)
16.00 Glíma, (verði mikil þátt-
taka, skipt í tvo hluta). Verð-
launaafhending fyrir starfsíþrótt
ir.
16-30 100 m. hlaup karla (úrslit)
16.45 Knattspyrna 2x30 mín.
(úrslit), og í leikhléi 5000m. hlaup
18-00 Handknattleikur 2x115 mín.
(úrslit). Verðlaunaafhending.
Matarhlé. Dans og ýmsar skemmt
anir.
Mótsstjórnin áskilur sér rétt
tiil bneyítinga á niðu’rröðun og
tímasetningu dagskrár.
LÖGTAKSÚRSKURÐUR
Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans í Hafnarfirði, fyrir
h'önd bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, úrskurðast hér með lög-
tak fyrir gjaldföllnum, en ógreiddum fyrirframgreiðsl-
um upp í útsvör ársins 1965 og fasteignagjöldum sama
árs. Fer lögtak fram á ábyrgð bæjarsjóðs, en á kostnað
gjaldenda, að liðnum 8 dögurii frá birtingu úrskurðar
þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma.
Hafnarfirði, 18. maí 1965.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Björn Sveinbjörnsson (settur).
Tryggið framtíð barna yðúr með því öð
gefa þeim hin verðtryggðu spariskírteini.
Verjðtryggðu spariskírtcinin cru til sölu í Rvtk*
hjó öllum bönkufn og úfibúum þcirra og nokkrum
vcrðbréfasölum. Uton Rcykjavikur eru spariskír-
teinin seld hjó útibuum oífra bankanna 09 stærri
sparisjóðum.
SEÐLABANKI ISLANDS
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. maí 1965 %%
Framh. á 15. siðu.