Alþýðublaðið - 08.08.1965, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 08.08.1965, Qupperneq 3
MIKIÐ BYGGT Á HELLISSANDI Hellissandi — GK — OÓ HÉR hefur verið betri liandfæra- afli í sumar en nokkru sinni áður og hafa margar trillur stundað þær veiðar til þessa og fengið hálft annað og upp í tvö tonn i róðri. Þrátt fyrir góðan afla hafa . margir trillueigendur hætt r-óðr- um, því mikil vinna er í landi. — Mörg íbúðarhús eru í byggingu, mest hér á Sandi og einnig nokkur í Rifi. Þá er verið að reisa nokkur fiskvinnsluhús. Stafar þessi mikla Ujipbygging af hafnarframkvæmd- unum í Rifshöfn. Fleiri bát- ar mundu róa þaðan ef aðstaðan væri betri í landi til að taka á móti fiskinum, en bráðlega rætist úr því þegar nýju fiskvinnslustöðv amar geta tekið til starfa. Þá hef- ur verið mikill skortun á íbúðar- húsnæði og erfitt að fá leigt og mörg þeirra húsa sem nú er verið að reisa eru í eigu manna sem TALSMAÐUR austur-þýzka utan- ríkisráðuneytisins hefur lýst því yfir, að Austur-Þýzkaland muni senda fulltrúa á afvopnunarráð- stefnuna í Genf til að „stuðla að hagkvæmum niðurstöðum henn- ar”. ætla sér að flytja hingað til Hell- issands. Þá má ekki gleyma að sam göngur hingað gjörbreyttust þegar Ennisvegun var opnaður og eru íbúarnir hér mjög bjartsýnir á framtíðina. Þyrla bjargaði vísindamönnum ÞRÍR vísindamenn, tveir Danir, Börge Fristrup, 37 ára, og Svend Bendix-Almgren, 33 ára, báðir frá Kaupmannahafnarskóla, og Banda ríkjamaðurinn Robert Nichols, 61 árs, komust fyrir nokkru í hann krappan á lítilli eyju fyrir utan Thule við Norðvestur-Grænl. ís- brjótur hafði flutt þá til Iítillar eyjar í Carey-eyjaklasanum, sem liggur u. þ. b. 50 sjómílum norð- vestur af Thule í því skyni aff rannsaka útbreiðslu Grænlands- íssins á ístímanum. Þeir höfðu ráff- gert aff dvelja um kyrrt í þrjá daga við atliuganir sínar en vegna illveðurs reyndist það ekki unnt og var þeim bjargað við illan leik af þyrilvængju í fyrradag. Flutti hún þá aftur um borð í ísbrjótinn. ÖLL BYLI A VEST- FJÖRÐUM UÓSMYNDUÐ Isafirði, 4. ágúst — BS BÚNAÐARSAMBAND Vestfjarða hefur ákveðið að gefa út mynd- skreytta bók um öll sveitabýli á Vestfjörðum og ábúendur þeirra. Undirbúningur þessa jarðatals er hafinn. Stjórn Búnaðarsam- bandsins hefur samið við Jón Að- albjörn Bjamason, ljósmyndara á ísafirði, um að taka ljósmyndir af öilum býlum á sambandssvæðinu, en sambandssvæði B. V. nær yfir Barðastrandarsýslu, Norður-ísa- fjarðar- og Vestur-ísafjarðarsýsl- ur. Einnig á hann að taka myndir af núverandi ábúendum á hverri íörð. Alls verða ljósmynduð 350 býli. Einníg verða þær eyðijarðir ljósmyndaðar, þai- sem enn er upoistandandi sæmilegur húsa kostur. Jón Aðalbjörn er fyrir nokkru byrjaður á þessu verki, en því á hann að hafa lokið fyrir baustið. DEILDARFORSETINN SAT A HROSSHÁRI! UM margra ára bil — jafnvel öldum saman — höfðu gárung arnir” slegið ryki í augu lá- varðardeildar brezka þingsins með því að troða hrosshári í sæti deildarforsetans, „The Woolsack”, í stað þess að stoppa það ull eins og vera bar samkvæmt ævagamalli hefð. „The Woolsack” hafði verið stoppað ull frá því á 14. öld sem tákn mikilvægustu auð- lindar Bretaveldis eða réttar sagt þeirrar auðhndar, er menn þá hugðu að væri Bretaveldi mikilvægust. Það var einn meðlima lá- varðardeildarinnar, Taylor lá- varður, sem gerði þessa hræði- legu játningu í fyrsta sinn op- = ri''"i-1p<Ta { síðustu v>ku og sagðist honum svo frá, að þessi „óttalegi leyndardómur” hefði komið í ljós árið 1938, er stoppa átti hið lúða og lang- þreytta sætl deildarforsetans á nýjan leik. Hrosshárið var auð- vi+að fjarlægt samstundis og í stað þess sett ull fná samveldis löndunum . Ástralíu, Nýja-Sjá- landi og Suður-Afriku. Þar verða í rauninni þrjár laugar, stór útiJaug, innilaug og dýfingalaug. Við laugarnar verður guðubað og sérstakar vaðlaugar fyrir yngri kynslóðina. NYJU LAUGARNAR TIL- BÚNAR NÆSTA VOR SUNDLAUGIN, sem nú er aff rísa viff Sundlaugaveg, verffur í tölu stærstu útisundlauga í heiminum, þegar hún verður tekin í notkun. Alþýffublaðiff ræddi í gær lítillega viff Úlfar Þórffarson lækni, en hann er formaffur bygginganefndar. — Úlfar kvaðst ekki geta sagt nákvæmlega til um stærff laugarinnar en kvaff óhætt að segja að í henni gætu svamlað fleiri þúsund manns án þess að hún yrði full. í rauninni er um að ræða þrjár laugar. Eina stóra úti- laug, innilaug, og svo sérstaka dýfingalaug, sem einnig er úti. Baðklefar eru svo í áfastri byggingu, og einnig gufubað. Laugamar verða ekki mjög djúp ar, en þó svo að sú stærsta þeirri uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til laugar til notkunan í alþjóðasundkeppni, og sundknattleik, og verða á- horfendapallar fyrir um 3000 manns. Til enn frekara öryggis verða laugarnar svo upplýstar, undir vatnsborðinu, og á þeim um 40 gluggar, þar sem hægt er að fylgjast með þeim sem á sundi eru undir yfirborðinu. Jafnframt gufubaðinu verða svo nokkrar „Snorralaugar” þar sem menn geta legið og lát- ið sér líða vel, og einnig vað- laugai' fyrir yngri kynslóðina, og heit steypiböð útivið. Einníg geta þeir, sem vilja, setið og sleikt sólskinið í grasgrænni brekku, meðan þeir horfa á það sem fram fer í lauginni. Á- ætlað er að þetta mikla mann- virki verði tekið í notkun í vor og þá jafnframt gömlu laug arnan lagðar niður. Ekki verð- ur laugin opnuð í sínu endan- lega formi, ýmsar breytingar munu eftir að eiga sér stað, bæði verður byggingin ekki full gerð, og svo kann að vera að einhverjar breytingar verði gerðar á teikningum. Það eru ýmis bæjarfyrirtæki, er sjá um bygginguna og mun nánari grein gerð fyrir því á sínum tíma. Arkitekt er Einar Sveins- son. t- M ÉlHPi - { iMÉÉÉ IMÍ ALÞYÐUBLAÐIÐ - 8. ágúst 1965 5,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.