Alþýðublaðið - 08.08.1965, Síða 7

Alþýðublaðið - 08.08.1965, Síða 7
Sami söngur í fimm ár BENEDIKT GRÖNDAl ÞEGAR Sir Alec Douglas-Home, fyrrverandi forsætisráðherra og foringi brezka íhaldsflokksins, hrökklaðist frá völdum í flokki sínum nýverið, þótti það heldur ömurlegur og skjótur endir á forustuferli hans. Voru blöð um |heim allan heldur óvægin í dómum, og þótti ekki seinna vænna, að hann viki úr sæti fyr- ir yngri manni og beí.ri. Eitt blað kom þó til liðs og huggunar við blessaðan mann- inn. Það var dagblaðið Tíminn, sem birti síðastliðinn sunnudag langa hugleiðingu um hinn mikla sigur, sem Sir Alee hefði unnið á íslendingum í landhelgismál- inu í ársbyrjun 1961. Taldi Tím- inn, að Sir Alec hefði af mikilli kænsku leikið á núverandi rikis- stjórn, lokkað hana til að láta af hendi öll réttindi íslendinga og fengið vilja Breta framgengt í stóru og smáu. Er ekki amalegt fyrir Sir Alec að hafa þennan pistil Tímans að hugga sig við í raunum sínum. Þegar ríkisstjórnin leysti land- helgisdeiluna við Breta, urðu framsóknarmenn fyrir hinu mesta áfalli. Þeir hófu and- spyrnuhreyfingu á Alþingi og í blaði sínu og ætluðu að leggja stjórnarflokkana á máli þessu. En það fór á annan veg. Fjöl- margir framsóknarmenn neituðu að styðja forustulið flokksins og töldu samningana skynsamlega og hagstæða. Ætlunin var að hefja fundaherferð um land allt, en hún fór út um þúfur eftir 2-3 fundi. En svo þráir eru þeir Tímamenn, að þeir eru enn við sama heygarðshornið, hálfu fimmta ári síðar. Enn reyna þeir að troða inn í lesendur sína þeim skilningi á málinu, sem yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafnaði 1961. Tíminn segir, að Sir Alec hafi sigrað, leikið á Guðmund í. og fengið vilja sínum framgengt En hvað sögðu Bretar sjálfir um samningana? Bretar láta undan, sagði Daily Express. Uppgjafaskilmálar, sagði Daily Mail. Töpuð mið, undanhald, sagði Daily Herald. Fórn Breta, sagði Daily Tele- graph. Vonbrigði togaramanna, sagði Times. Og fyrir vestan haf sagði New York Times: Bretar gefast upp í Íslandsstríðinu. Þegar íslendingar. færðu út í 4 mílur með nýjum grunnlínum samkvæmt úrskurði alþjóðadóm- stólsins í Haag í máli Norð- manna og Breta, svöruðu brezk- ir útgerðarmenn með löndunar- banni. Þegar íslendingar færðu út í 12 mílur, svaraði stjórnin í London með því að senda brezka flotann til að hindra útfærsluna í reynd og vernda veiðar innan nýju landhelginnar. Þessar al- varlegu aðgerðir sýndu raunveru lega afstöðu Breta. Allt þetta gleyptu þeir í sig með samningunum, sem Guð- mundur í. og Sir Alec raunveru- lega gerðu í París og London rétt fyrir jólin 1960. Bretar við- urkenndu 12 mílurnar með nýrri grunnlínuútfærslu. Þeir lofuðu að beita aldrei valdi gegn frek- ari aðgerðum íslendinga. í sára- bætur fengu þeir stuttan um- þóttunartíma, sem nú er liðinn, og báðar þjóðir lofuðu að hlíta úrskurði alþjóðadómstólsins, ef nýjar deilur yrðu um útfærslu landhelginnar. Allt er þetta einfalt mál, sem engum gat dulizt. Brezku blöðin eru glögg og bersögul og drógu ekki dul á, að þau- töldu samn- inginn brezkan ósigur. New York Times var á sama máli. Aðeins Tíminn gat ekki sætt sig við, að rikisstjórnin leysti þetta mikla mál, enda þótt Her- mann Jónasson hafi verið reiðu- búinn að semja með óhagstæðari kjörum þegar 1958. Enginn áróð- urssókn Tímans hefur hlotið eins daufar undirtektir íslendinga og afstaða blaðsins í þessu máli. Samt er haldið áfram að japla á þessu ár eftir ár. Andstæðingar okkar í landhelgismálinu eru nú hafnir til skýjanna á síðum Tím- ans, en íslenzkir ráðherrar troðn- ir niður, af því að það fellur heim við áróður Tímans. ímynd- aðir hagsmunir flokksins eru teknir fram yfir þjóðarsóma og þjóðarhag. Þegar framsóknarmenn og kommúnistar sáu, hve vel ís- lenzka þjóðin tók sigrinum í landhelgismálinu, gripu þeir í örvæntingu það hálmstrá að segja: Þetta eru svik, þeir ætla síðar að framlengja undanþágur Breta. Sá tími er liðinn. Öll brigzl- yrðin um svik reyndust Vera til- hæfulaus. Samningurinn stóð UM HELGINA eins og hann var gerður, Bretar fóru endanlega út fyrir fisk- veiðimörkin, 12 mílurnar' eru viðurkenndar og óskertar. Vafalaust á Tíminn eftir sif halda áfram sama söngnum. Því verri sem málstaður blaðsins ei', því oftar er stemman kveðin á þeim bæ. OSTA'OG SMJORSALAN SF. Augfýsingasími blaðsins er 14906 NÚ eru liðnir fimm dagar síð- an síld barst á land, og bát- arnir, sem hafa verið í helgar- fríi, flestir farnir út nema nokkrir, sem hafa týnt ein- hverju af mannskapnum. Helgarfrí sjómanna var ekki andskotalaust hér í plássinu og bar nokkurn keim af borg- arlífi, meir> að segja reynt að brjótast inn í alvöru, og ráðist til atlögu við prentverk staðar- ins án þess nokkuð sérstaklega hafi verið auglýst, að þar væri gott til fanga. Innbrotið mis- tókst herfilega og rummungur- inn fannst sofandi með peninga kassann í fanginu. Engar sögur> fara af því, hvort peningar voru í kassanum. Þá hafá sjómenn og gert piparmeyjum og siðbótarkon- um gramt í geði með því að- strípast í sundlauginni á síð- kvöldum, og fara sögur af því, að umræddar kvenpersónur hafi ekki haldizt í rúmunum á næturnar vegna þessa o- fremdar háttalags utanbæjar- manna. Skipakomur eru svo örar í plássið, að sumum hefur jafn- vel dottið í hug, að fráhvarf síldarinnar stafi eingöngu af samúð með farmskipaeigend- um eða þeir jafnvel mútað síld- inni til að halda sér> á mottunni rétt á meðan verið væri að af- greiða skipin þeirra. Síldarsöltunarstúlkur eiga góða daga, því þær þurfa ekki að salta neina síldina og geta stundað böllin í félágsheimilinu án þess að hafa sífellt yfirvof- andi að síld berist að landi. Bræðslan hætti að mala um helgina, og karlarnin ganga uppáskveraðir á kvöldin einsog venjulegt fólk, og léttleikinn í göngulagi síldarsaltandans á næsta plani er ekki eins mikill og á dögunum, þegar síldin stakk upp kollinum og veiddist austur af fjörðunum. í kvöld var slegið nýtt met í bragganum og er mikið álita- mál, hvort það verði ekki stað- fest sem heimsmet'. Það hefur vakið mikla undrun og aðdáun útlendinga, sem komið hafa í braggann, hve mörlandinn gengur hratt og fimlega að matnum og hafa ýmsir haft betur í þeirri keppni sem háð er daglega við mikinn fögnuð áhorfenda. Það eykst mjög, að skip- stjórnarmenn hafi kerlingarnar sínar viðloðandi eitthvert síld- arplássið og heyrzt hefur, að þeir hafi jafnvel stofnað til jarðarkaupa og húsbygginga til að þóknast eiginkonunum, en þær aftur á móti þeysa um all- ar jarðir í kadiljákum karla sinna og vilja gjarnan láta líta á sig eins og einhverskonar yf- irstéttarverur, sem eigi ekki lítinn hlut að framvindu al- mættisins eða með öðrum orð- um, að tilvist þeirra í plássinu ráði hreint ekki svo litlu um fengsælni eiginmanna þeirra á sjónum. Sumar eru þó svo lítii- látar og alþýðlegar að þær ganga stundum að síldarsöltun eins og venjulegt fólk. Hér er mikið kvartað undan lélegri símaþjónustu og má oft sjá fjölmenni bíða fyrir utan símstöðina. Menn hafa nefni- lega ekki gert sér grein fvrir því, að það er hreint ekki út í loftið lijá símamálastjórninni að hafa afgreiðsluna eins dræma og raun ber vitni um, því það vita allir sem til þekkja í plássunum hér fyrir anstan, að á sumrin þekkjast ekki annars koíiar símtöl en hraðsamtöl og forgangshröð. Þeir sem hafa þurft að greiða þessa þjónustu ættu gerzt að skilja, hvað vakir fyrir þeim ágætu herrum, sem ár eftir ár þráast við að bæta þetta á- stand. í rauninni er ekki við því að búast að breyting verði á fyrr en öruggt megi teljast, að engin síld finnist hér í sjón- um að sumarlagi. Til stuðn- ings þessari skoðun má benda á Siglufjörð, sem nú nýverið hefur fengið sjálfvirkt síma- samband, en það er af fróðum mönnum talið all öruggt, að ekki sé mikil hætta á að þang- að berist síld að nokkru ráði á næstunni. Rétt í þann mund, sem þess- ar línur eru að festast á blaðið koma tvö hlaðin skip inn fjörð- inn og stefna á löndunar- bryggju síldarbræðslunnar. — Þessi skip koma sunnan fyrir land með smásíld, og sumir reyna að gera sér í hugarlund hve þetta hefðu getað orðið margir skipsfarmai1, ef smá- síldin hefði fengið tíma til að verða stórsíld. Maðurinn frá Fiskifélaginu, sem er að rannsaka síldina hér, segir, að síldin fyrir austan komi ekki aftur fyrr en eftir miðjan ágúst, og þá verði lít- ið af stórsíld, bara milÞ'síld. sem að vísu muni verða keypt söltuð af Svíunum. Bílarnir þyrpast inn að bræðslunni og fólkið kemur í stórhópum tii að horfa á síldina, eins og það hafi aldrei séð þann furðufisk fyrr, og fínar frúr í ljósu sumarkápunum sín- um t'iplá niðrá löndunarbryggj- una til að taka þátt í andakt- inni þegar síldin rennur á ný upp í ræningjann. B. Bjarman. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. ágúst 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.