Alþýðublaðið - 10.08.1965, Síða 3

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Síða 3
IVSIKIL ÖLVUN Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Rvík, ÓTJ. GEYSIMIKIL ölvun var í Vest- mannaeyjum með'an á Þjóðhátíð- inni stóð, og læti svo mikil að lögr reglumenn sem hafa starfað þar í tæp tuttugu ár, segjast ekki hafa lent I öðru eins. Ekkert gerðist þó mjög stórra táðinda. Vann lögreglan sleituiaust að því alla dagana að flytja burtu berserkina, þá föllnu, og þá sem verst létu af þeim er uppi stóðu. Týs-menn, sem fengu nú almenni legt þjóðhátíðarveður í fyrsta skipti í mörg ár, aðstoðuðu lög- regluna eftir megni, og einnig voru inni í dalnum skátar með tjöld og veittu hjálp undir eft- irliti læknis. Munu milli 140—50 manns hafa leitað á náðir þeirra, og meiðslin verið frá skrámum | upp í beinbrot. Eins og nærri má geta var mjög glatt á hjalla alls I staðar og var góða veðrinum þar nokkuð um að þakka. Segja menn að þrátt fyrir ýmis óhöpp, hafi há tíðin tekist ágæta vel. Skattsekta- nefnd skipuð SAMKVÆMT 7. gr. laga nr. 70 21. maí 1965, skal nefnd, er í eiga sæti ríkisskattstjóri, skattrannsókn arstjóri og lögfræðingur, er full- nægir embættissskilyrðum liéraðs- ; dómara og ráðherra skipar, ákveða | sektir samkvæmt 1., 3. og 4. mgr. : greinarinnar, nema ríkisskattstjóri eða sökunautar óski, að málinu sé vísað til dómstóla. Ríkisskattstjóri er formaður nefndarinnar. Nefnd þessi ákveður og sektir samkvæmt 25. gr. laga nr. 10, 1960, um sölu skatt, nema fjármálaráðherra eða sökunautar óski, að máli sé vísað til dómstóla. Ráðuneytið hefur með bréfi, dags. 23. júní sl., skipað Sigurð Líndal, hæstaréttarritara í nefnd þessa. Stal bíl og Akureyri — GS — OÓ AÐFARANÓTT sunnudags stal maður bíl af tjaldstæðinu, sem hér er. Hann hafði ekki ekið hon- öðru leyti. emm. hans. sem hann ók umsvifalaust á og stórskemmdi bílinn. Við rann- sókn kom í ljós að bílþjófurinn var bæði undir áfengisáhrifum og hafði ekki bilpróf. Þessi óheppni ökumaður byrjaði á að stela bíl- lyklunum úr vasa eigandans, sem hann þekkti lítilsháttar, og eftir það var auðvelt að stela bílnum. Húsið sem ekið var á er traustlega byggt úr steini og skemmdist lít- ið sem ekkert við áreksturinn. LAUK PRÓFI í USA Reykjavík. — Jón S. Jónsson, sem um all- langt skeið hefur skrifað tónlist- argagnrýni fyrir Alþýðublaðið lauk í júlí doktorsprófi í tónlist og tónsmiðum við North Western liáskólann í Evanston, sem er há- skólabær, skammt frá Chicago. Jón lauk við prófið 27. júlí, en þá stjórnaði hann leik liljómsveit- ar, sem flutti eingöngu tónsmíðar eftir hann sjálfan. ANNIR HJÁ SLÖKKVI- LIÐINU Á AKUREYRI Akureyri — GS OÖ geymslunni og urðu nokkrar MIKIÐ annríki hefur verið hjá skemmdir bæði á húsinu og vörum slðkkviliðinu hér um helgina. Á sem þar voru geymdar. föstudagskvöld var það kvatt að K 1---"nrriagskv'öld kom upp eld Gránufélagsgötu 27. Þar hafði ur í húsinu Lækjargötu 13, sem kviknað í út frá miðstöð. Eldun- er tveggja hæða gamalt timbur- inn var fljótlega slökktur og urðu hús með viðbyggingu. Eldurinn skemmdir ekki miklar. Snemma á kom upp í viðbyggingunni og var laugardagsmorgun kviknaði í vöru orð’nn töluvert magnaður þegar geymslu sem sápuverksmiðjan slökkviliðið kom á vettvang. Tókst Sjöfn á og stendur á Oddeyrar- að ráða niðurlögum lians áður en tánga. Mikill eldur var í -vöru- i hann breiddist út mn allt húsið. FJÖLMENNT Á FLUG- DEGI Á SAUÐÁRKRÓKI Reykjavlk. — ÓTJ. FLUGDAGUR sem haldinn var á Sauöárkróki um helg- ina fór mjög vel fram, og var þar mesti mannfjöldi, sem nokkurntima hefur komiö þar saman. Hér var ekki um aö ræöa Flugdag íslands, eins og eitt dagblaðanna segir, heldur var þetta „privat” fyrir Norð- anmenn. Flugdagur íslands veröur hins vegar haldinn í Reykjavík 15. ágúst næstk. á vegum Flugmálaféjflgsins eins og venjulega. Flugdagurinn á Sauðárkróki var settur af Agnari Kofoed- Hansen, flugmálastjóra, kynnir var Ásbjörn Magnússon. Flug- vélar voru ekki eins margar og gert hafði verið ráð fyrir, þar eð margar þurfti í loft- brúna til Eyja. Tólf vélflugur og tvær svifflugur sýndu þar getu sína og að því loknu gafst mönnum tækifæri til þess að fara i hringflug. Flug- áhugi er mikill á Sauðárkróki og þar hefur starfað sviffiug- klúbbur um nokkurt skeið. — Einn af stofnendum hans og forráðamönnum er Hákon Pálsson, og Alþýðublaðið ræddi lítillega við hann í gær. — Flugdagurinn tókst með ágætum að því er okkur fannst, og ég vona að hann verði enn frekar til þess að ýta undir flugáhuga hér hjá okkur. — Hver er flugvélakostur ykkar nú sem stendur? — Hann er nú heldur fá- tæklegur. Við eigum eina svif- flugu sem við drögum á loft með spili. Eiginlega var það fyrst í fyrra, sem við gátum byrjað. Þetta er búið að vera mikið strit fyrir þennan fá menna hóp að koma tækjun- um fyrir, en nú förum við líka að njóta ávaxtanna af erfið- inu. — Það eru einkum ungir menn sem skipa klúbbinn — spyrjum við? — Jú, nær eingöngu, og þeir eru sífellt að bætast við, og við vonum að þegar fé- laginu vex fiskur um hrygg, geti það látið kveða dálítið að sér. Við verðum auðvitað að fara rólega I sakirnar, því að fjárráðin eru ekki alltaf mik- il, en við erum að láta okkur dreyma um viðbótarflugvélar, jafnvel vélflugur. Það verður auðvitað ekki strax, en ég held að að því komi. 133 á norrænu Ijóstæknimóti Reykjavik. — ÓTJ. LJÓSTÆKNIMÓT, Norrænna Ijóstæknifélaga veröur haldiö í Reykjavík dagana 17.-20. ágúst, og sækja þaö fulltrúar frá öllum hin- um Noröurlöndunum. Til umræöu verða m. a. vörumerking heimilis- lampa, lýsingatækni, skrifstofu- lýsing, hitun frá Ijósgjöfum, lýsing listaverka og Ijós sem skynjunar- f.vrirbæri. Ljóstæknifélög hafa að mark- miði hlutlausa fræðslu um allt er varðar Ijós og hagnýtingu þess, og beita þau sér fyrir ýmis kon- ar upplýsingastarfsemi um þessi mál. Norrænu félögin eru öll aðilar að alþjóðasamstarfi og hafa á undan- förnum árum lagt kapp á að sam einast um sem flest mál og koma fram sem einn aðili. Þátttakendur á mótinu verða alls 133, þar af 83 erlendis frá, en mótið verður sett af prófessor Steingrími J. Þor- steinssyni í Hagaskóla. Formaður Ljóstæknifélags íslands er Aðal- steinn Guðjohnsen verkfræðingur. Innbrotsþjófur vildi kveikja í Reykjavik. — ÓTJ. INNBROT var framiö i ísafold- arprentsmiöju við Þingholtsstræti á laugardagsnóttina, og gengið; ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. ágúst 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.