Alþýðublaðið - 01.10.1965, Síða 9

Alþýðublaðið - 01.10.1965, Síða 9
orðið of seint. Mér hefur verið sagt að á árunum upp úr síðari heimsstyrjöldinni, þegar karfa- stofninn úti fyrir Vestfjörðum var farinn að rétta nokkuð við, hafi togararnir fyllt sig þar á einum og tveimur sólarhringum og stím- að með aflann skemmstu leið inn á ísafjörð eða Patreksfjörð til að koma honum í bræðslu. Nú þykjast þeir gera góðan túr, ef þeir fá 150—200 tonn af þessum furðu- fiski á hálfum mánuði. Þetta er enn til staðfestingar á þvi, að öll „stórdrift” er varhugaverð, — skofti visindalegan grunn. Enn er hægt að nefna eitt, sem Flateyri hefur fram yfir samsvar- andi vestfirzk pláss. Þar var reist fyrsta hraðfrystihúsið í Vestur- ísaf jarðarsýslu. Frystihús ' starfar þar enn, en hvort það er að stofni til það sama skortir mig þekkingu til að fullyrða um. Þannig má segja, að Flateyri ALLTAF NÝTT Brauð og kökur að ógleymdum Kúmen- hornunum BRAUÐGERÐIN FLATEYRI. , Skólabækur Og ritföng Fjölbreytt úrval , Bokaverzlun Jóns Eyjólfssonar FLATEYRI. við Önundarfjörð eigi sér ákaf- lega litríka sögu og talsvert mikla hefð sem framkvæmdastaður. í dag er varla hægt að sjá þessa mikinn stað. Flateyri er í Iægð sem stendur. Samt eru ekki mörg ár síðan Flateyri var talsverður umsvifa- staður. Um miðjan síðasta áratug hafði Einar ríki veraldlega heill íbúanna í sínum höndum. Hann rak þar frystihúsið ísfell — og hafði tvo togara, eftirlegukindur síðan fyrir nýsköpun, til að fiska í hítina. Togararnir hétu Guð- mundur Júní og Gyllir. Hvoru- tvegg.ia fornfræg skip, en ekki eilíf. Að því kom að ekki borgaði sig lengur að halda þeim sjófær- um og jafnframt tók fyrir hand- færafiskirí á þeim slóðum, sem að Önundarfirði lágu. Var þá sjálfhætt við útgerðina hjá aðila, sem hafði margfalda útgerð ann- ars staðar. Þó er sá frægi Sigurð- ur ennþá skráður á Flateyri, þó hann hafi ekki komið þangað til þessa dags nejma sem gestur. Þegar gesturinn kemur bílak- andi til Flateyrar nútímans, verða fyrst fyrir honum tveir vegar- tálmar. Undanfarin ár hefur ver- ið unnið að því að breikka og endurbæta veginn innan úr fjarð- arbotni og út í kauptúnið. Unnið hefur verið beggja megin frá og í framtíðinni getur svo farið, að vinnuflokkarnir mætist á miðri leið. Jafnframt er unnið að stór- felldum vegarbótum á Breiðadals heiði. Teknar verða af hinar ill- ræmdu Skógarbrekkur, en vegur- inn lagður utan í fjallshlíðinni. Uppi á háheiðinni verða síðan gerð löng og mikil jarðgöng. Þegar komið er út undir kaup- túnið, eða að beygjunni niður að þéttbýlinu, blasir við skilti sem á stendur: „Velkomin til Flateyrar”. Si sona skiltakurteisi þekkist að vísu víðar, en það sem stendur hinum megin á skiltinu heyrir til undantekninganna. „Góða ferð” blasir við manni, þegar bilnum er beint út úr þorpinu aftur. Engin hús myndi ég kalla reisu Fiskimjölsverksmiðjan á Sólbakka við Önundarfjörð. leg á Flateyri, miðað við það sem maður á nú að venjast, en þar má sjá ótalin hús, sem hafa verið reist yfir mannlegt líf eins og það gerist einfaldast og óbrotnast. Aðalatvinnutæki staðarins eru nokkrir fiskibátar og hraðfrysti- húsið, en í fyrravetur urðu Flat- eyringar fyrir miklu áfalli, er 2 stórir nýkeyptir bátar fórust svo að segja sömu nóttina og með þeim sjö menn. Erlend skip sækja allmikið þjónustu inn til Flateyrar. Þar er vélsmiðja og sjúkraskýli. Samgöngur að og frá Flateyri á landi eru greiðar að sumarlagi. Að sunnan er komið yfir Gemlu- fallsheiði, sem er lægsti fjallveg- ur sýslunnar og að norðan yfir Breiðadalsheiði, sem er hins vegar sá næsti. Breiðadalsheiði er erfið- ur fjallvegur á vetrum, brattur og snjóþungur. Blómlegt búsýslulíf er í Önund- arfirði. Þar virðist og miklu minm af eyðibýlum en í Dýrafirði, sem er næsti fjörður fyrir sunnan. Merkustu bæir myndu vera Holt og Hestur. Annar er frægt höfuð- ból og prestsetur, en á hinum ólst Ljósvíkingurinn upp við harðræði mikið. Prestur Flateyrar situr í Holti. Þar þjónar nú séra Lárus Guðmundsson og lætur allmikið að sér kveða. Kirkjuból eru fjögur í Önund- arfirði, en ekki er nema eitt þeirra kirkjustaður, Kirkjuból í Val- þjófsdal, sem er utar með firðin- um sunnan megin. Þá er Kirkju- ból í Bjarnardal, þar sem þeir bræður Halldór og Guðmundur Ingi Kristjánssynir búa stórbúi, Kirkjuból i Korpudal og loks er Selakirkjuból. Yzta byggð í Önundarfirðl sunnanmegin, er Ingjaldssandur. Þangað verður ekki komizt landveg frá Flateyri, nema fara fyrst yfiv í Dýrafjörð og þaðan um erfiðaa fjallveg. Norðanmegin er engin byggð utar en Flateyri, enda und- irlendi ekkert alla leið út ó Straumnes. Önundarfjörður er í heild sæ- brattur og umkringdur háum f jöll- um, en undirlendi er nokkuf.t beggja megin í firðinum innan- verðum og eins í botninum. Látum við svo lokið spjalli u:w Flateyri og Önundarfjörð, mdO þeirri ósk að rætast megi úr uan atvinnuna til lands og sjávar ay fólk geti haldið áfram að iðkw fagurt mannlíf vestur þar. II 1 Verztun Smíðum i fnrpin^ fiiihhiartwinar - ... '.b. jM VJIGIjJj VJUUUJQI IjjUI IQI huröir, glugga og innréttingar. -;j FLATEYRI Tökum að okkur allskonar byggingavinnU. , Matvörur ' ; Hreinlætisvörur ; Ig,. j Glervörur Vinnufatnaður Tresmiojan Askur I Tóbak Sælgæti FLATEYRI SÍMI 71. | Ö1 og gosdrykkir. V '^t || ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. okt. 1965 .§•

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.