Alþýðublaðið - 01.12.1965, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 01.12.1965, Qupperneq 1
Miðvikudagur 1. riesember 1965 - 45. árg. - 273. tbl. - VERÐ 5 KR. SAMKVÆMT úrsJiurði Kjaradóms, sem kveðiun var upp klukk an 18 í srær fá opmberir starfsmenn 7% kauphækkun. Nokkrir allfjölmennir starfshópar færast upp um einn launaflokk ©g fá þann ig 4% viðhótarhækkun og er taiið aff þaff eigi viff um 1/5 þeirra fimm þúsund opinherra starfsmanna, sem taka laun samkvæmt ákvæffum Kjaradóms. Litlar - breytingar urðu á vinnutíma samkvæmt Kjaradómi, laugardagsfrí hjá þeim stofnunum sem geta lokaff á laugardögum á sumrin lengjast um tvær vikur, vaktaálag og deilitala er óbreytt, en næturvinnuálag lækkar úr 100% í 90%. Tveir dómendur Kjaradóms skiluffu sératkvæffum þeir Eyjólfur Jónsson, sem vildi 12% launahækkun og Jóhannes Nordal, sem vildi 5% hækkun. Fjölmennastar þeirra stétta, sein samkvæmt úrskurði Kjara- dóms færast upp um einn launa- flokk eru þessar: Barnakennarar, ctagnfræfíaskólakennarar, sem voru í 16. launaflokki, hjúkrunar- konur, lögregluþjónar, tollverðir, ritarar 2. og dómarafulltrúar við dómaraembsettin í Reykjavík. Auk þessara starfshópa færast nolckrir fleiri upp um flokk, og á það til dæmis við um vélstjóra, tæknifræðinga, húsveröi o. fl. en ríkið hafði áður gert tilboð um þá hækkun og er hún innifalin í úrskurði Kjaradóms. „ OF LlTIL HÆKKUN" GUÐJÓN B. BALDVINSSON, sem sæti á í stjói-n BSRB og er ritari Kjararáffs, sagði í gærkvöldi er Alþýðublaðið leitaði álits hjá honum á nýuppkveðnum Kjara- dómi: Mér finnast tilfærslur milli launaflokka litlar og ófullnægj- andi. Hvað viðvíkur vinnutíma, yfirvinnukjörum og þess háttar, þá hefur tekizt að fá lagfærð ým- is atriði, sem áður voru óljós, og það sem meira er, að tekizt hefur að verjast þeim kröfum, sem hafðar voru uppi, um lækk- un deilitölu og vaktaálags. Um' launaákvörðun meirihluta Framhald á 15. síðu í forsendum Kjaradóms segir m. a. á þessa leið: „Dómurinn hefur kynnt sér framlögð sóknár- og varnargögn aðila og fengið hjá fyrirsvars- mönnum þeirra upplýsingar um ýmis atriði málinu til skýringar. Þá hefur dómurinn eftir föngum aflað sér gagna og upplýsinga í samræmi við ákvæði 18. gr. lag- anna. Sérstaklega hefiír dómurinn reynt að afla sér upplýsinga um, hver séu hin raunverulegu laun ríkisstarfsmanna, einstaklinga og hópa, svo og hver séu raunveru- leg Iaun launþega, er starfi hjá einkafyrirtækjum, að störfum, sem sambærileg megi teljast þeim störfum, sem starfsmenn ríkisins hafa með höndum. Viðfangsefni Kjaradóms í máli þessu greinist í þrjá meginþætti: 1. Ákvörðun um fjölda launa- flokka og skipting starfsmanna í þá. 2. Ákvörðun um föst laun 1 hverjum launaflokki. 3. Reglur um vinnutíma, yfir- vinnugreiðslur og önnur starfs- kjör. Að því er fyrsta viðfangsefnið varðar, þá oru málsaðilar sam- Framliald á 15. síffu Laun eftir Launa. Byrjunarlaun 1 ár 3 ár 6 ár 10 ár 15 ár flokkur kr. kr. kr. kr. kr. kr. 1. 5695 2. 5931 3. 6193 4, 6441 6797 7069 7354 ' 7652 .• . 7960 5. 6702 7069 7354 7652 7960 .. 8268 6. 6975 7354 7652 7960 8268 860.1 7. 7248 7652 7960 8268 . 8601 8945 8. 7545 7841 8149 8482 8814 9170 9. 7841 8149 8482 8814 9170 9538 10. 8149 8482 8814 9170 ' 9538 ' 9917 11. 8482 8814 9170 9538 ‘ 9917 10320 12;. 8814 9170 9538 9917 10320 10724 13. • 9170 9538 • ■ 9917 10320 10724. 11162 14. 9538 9917 10320 10724 11162 11601 15. 9917 10320 10724 11162 11601 12064 16. 10320 10724 11162 11601 12064 1.2550 17. 10724 11162 11601 12064 12550 13049 18. 11162 11601 12064 12550 13049 13571 19. 11779 12419 13108 13832 14591 20. 12419. 13108 13832 14591 15397 21. 13108 = 13832 • 14591 15397 16240 22. 14591 ’ 15397 16240 17130 23. 16240 17130 18079 24. 17130 18079 19063 25. 18079 19063 20118 26. 5 20118 21222 1 22384 í23618 >ooo ooooooooooooc Taflan hér .aff ofan sýnir mán affarlaun (grunnlaun) í liverjum launaflokki samkvæmt hinum nýja kjaradómi. Neffri myndin cr tekin -þegar fuIUrúar rikisins og opinberra starfsmanna Uöfffu feng iff dóminn í hendur (Mynd: JV).

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.