Alþýðublaðið - 01.12.1965, Side 15

Alþýðublaðið - 01.12.1965, Side 15
Framsókn Pramnald af 3. síOu. til námslána til læknastúdenta, sem skuldbinda sig til að gegna héruðum að námi loknu, 100 þús. kr. til að bæta þjónustu í lækn- ishéruðum skv. 16 gr. læknaskip- unarlaga, og 500 þús. kr. stofn- framlag til Bifreiðasjóðs héraðs- lækna, en allir þessir liðir eru í samræmi við læknaskipunarlögin, sem sett voru á Alþingi í fyrra. í tillögum nefndarinnar er ráð fyrir því gert, að tekjur af Reykjavíkurflugvelli lækki um liálfa miiljón, en tekjur af Kefla- víkurflugvelli hækki um eina milljón. Til byggingar umferðar- miðstöðvar í Reykjavík eru veitt- ar 500 þús. krónur. Ýmsar fjárveitingar til Háskóla íslands, Landsbókasafns og Þjóð- minjasafns hækka nokkuð og súy breyting er nú gerð, að í stað heimildar til að greiða reksturs- halla Þjóðleikhúss og Sinfóníu- hljómsveitar eru þessir liðir nú teknir beint inn á fjárlög, og er lilutur ríkissjóðs i rekstri Sin- fóníuhljómsveitarinnar áætlaður 2,8 milljónir, en til Þjóðleikhúss- ins 1,6 milljónir. Vinnuvélar til leigu. Leigjum út pússninga-steypu- árærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar meff borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar. Vatnsdælur o. m.fl. LEXGAN S.F. Simi 23480. BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Sfaukln sala aannar gæffin. BRIDGESTONE veitir aukiff ðryggl f ahstri. BRIDGESTONI GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viffgerffir. ávallt fyrirliggjanei. Gúmbarðinn h.f. Brautarholtt 8 Sími 17-9-84. MuniÓ jólasöfnun MæÖrastyrksnefndar Gjöfum veitt móttaka á Njálsgötu 3. Opið frá kl. 10,30 — 6 alla daga. Þá leggur nefndin til aff veitt- ar verði 150 þús. krónur til Æsku lýðssambands íslands til greiðslu kostnaðar vegna Herferðar gegn hungri. Þá er í tillögunum ríkisstjórn- inni heimilað að ábyrgjast lán, allt að 18 milljónir króna vegna b.vggingar fyrir rannsóknastofnun landbúnaðarins að Keldnaholti. Tillögu kommúnista eru hinar sömu og mörg undanfarin ár. Þær gera m. a. ráð fyrir að sendiráð íslands á Norðurlöndum verði sameinuð, farmiðaskattur verði felldur niður, en auk þess eru lagðar til miklar hækkanir á ýms- um liðum, t. d. 10 milljón króna hækkun til fiskileitar og veiði- tilrauna og að framlag til í- þróttakennaraskóla verði nær fer- faldað. Sem fyrr segir flytja Framsókn armenn þá breytingartillögu eina við þessa umræðu fjárlaga, að ríkisframlag til vegamála að upp- hæð 47 milljónir verði aftur tek- ið inn á fjárlög. í nefndaráliti þeirra segir, að ástæða fyrir þeirri afstöðu sé það ástand, er nú ríki um fiárhag rikissjóðs, en þeir kveðast ekki vilja taka þátt' í að afgreiða fjárlög með greiðslu- halla. Sanitas Framhald af 5. síðu marga til að stjórna þeim. Sigurð ur sagði og að eins og önnur iðnfyrirtæki ætti Sanitas við ým is vandamál að stríða. Mætti þar nefna rekstrarfjárskort, stöðugt hækkandi framleiðslukostnað, mjög háa og óréttláta aöflutnings tolla á ‘liráefnum og umbúðum, aukna erlenda samkeppni að því er snertjp efnagerðarvörur, og síð ast en ekki sízt óraunhæft og næsta fáránlegt verðlagseftirlit á gosdrykkjum. Þrátt fyrir þessi vandkvæði vonaðist hann til að Sanitas. ..hf. ætti eftir að blómg ast á ókomnum árum, með öðr um íslenkum iðnaði, landsmönn um til heilla og hagsæidar. Á þessum tímamótum sendir Sani- tas hf. öllum viðskiptavinum sín um beztu kveðjur, og þakkar fvr ir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Sovézkt skip Framhald af 2. síðu. ekki^eins gott að átta sig á hiutunum og þarna hefði átt að vera. Nótilni, sem Sigurpáll er með •kostaði 1,2 milljónir í fyrra- vor, en myndi nú kosta nálæigt iháitfri annarri milljón. Haf steinn sagðist ekki geta gert sér grein fyrir >hvað skemmd irniar' séu miMar og reyndar. efast iim að til væri nóig efSnd í landinu til viðgerðar á nót inni. Á hann aðra nót, 'heldur lélega, sem hann getur tekið um -Hiorð ef í hart fer.- SAgurpáll hefur véríð að veið um síffan í toyrjim júlí og fenigið rúmlega 40.000 mál og tiffiínur. Fram til júlímánaðair var slkipið í viðgerð í Noreigi. Kjaradómijr Framhald af 1. síffu. mála um, aff fjöldi launaflokka skuli vera 28 og er það lagt til grundvallar í málinu og við það miðað. Að því er varðar röðun starfs- hópa í hina einstöku launaflokka þá hefur eigi náðst nema að mjög óverulegu leyti samkomulag með málsaðilum. Málsaðilar hafa aflað nokkurra gagna um störf einstakra starfs- hópa og einstaklinga. Skortir þó mjög á, að um raunverulegt starfs mat sé að ræða, en án þess er erfitt að skera úr ágreiningi um skiptingu í launaflokka. Um vitaverði hefur það komið fram, að þeir eru ríkisstarfsmenn, en ekki verður, gegn mótmælum varnaraðila, talið nægilega upp- lýst að svo stöddu, að um aðalstarf sé að ræða, og verða því, stor. 1. mgr. 1. gr. laganna, vitavörðum eigi dæmd kjör í þessu máli. Dómurinn hefur í meginatrið- um lagt til grundvallar samkomu- lag málsaðila um skipan starfs- manna og starfshópa í launa- flokka, frá árinu 1963. Þó hefur dómurinn talið ástæðu til að víkja frá því samkomulagi í nokkrum verulegum atriðum og haft þá til hliðsjónar þær upplýsingar og þau gögn, er aflað hefur verið um störfin og litið til menntunar, á- byrgðar og sérhæfni starfsmanna og starfshópa svo og hvernig sam bærilegum starfsmönnum og starfshópum er skipað á hinum almenna launamarkaði. Er röðun- in á þessum meginsjónarmiðum toyggð. Varðandi hin föstu laun f hverjum launaflokki hefur dóm- urinn í meginatriðum lagt til grundvallar launastiga þann, er ákveðinn var með dómi Kjara- dóms frá 3. júlí 1963, að viðbætt- um hækkunúm, sem samið hefur vcrið um síðan. Hafa launin þó nokkuð verið hækkuð frá því, og er þá tillit tekið til þeirra breyt- inga, sem orðið hafa á gildandi kjarasamningum launþega á hin- um almenna vinnumarkaði að svo miklu leyti, sem unnt er. Á hinn bóginn er nokkurt tillit til þess tekið, að atvinnuöryggi ríkisstarfs manna er meira en launþega í einkarekstri og þeir njóta ýmissa fríðinda umfram aðra launþega. Þá hefur dómurinn eftir því sem unnt er reynt að meta áhrif launabreytinganna á afkomu þjóð arbúsins þar á meðal á fjárhag ríkissjóðs. Að því er varðar hið þriðja við- fangsefni dómsins, reglur um vinnutíma, laun fyrir yfirvinnu og önnur starfskjör, þá hefur hann í meginatriðum lagt til grundvallar þær reglur, sem á- kveðnar voru með dómi Kjara- dóms frá 3. júlí 1963, en gert nokkrar breytingar á með hliðsjón af þeim breytingum, sem orðið hafa á hinum almenna launa- markaði svo og þeim göllum, er virðast hafa komið fram á hinu fyrra kerfi.” Eins og gat um að framan, skil- uðu þeir Eyjólfur Jónsson og Jó- hannes Nordal sératkvæðum, en auk þeirra skipuðu dóminn þeir Sveinbjörn Jónsson, Benedikt Sigurjónsson og Svavar Pálsson. Sératkvæði Jóhannesar Nor- dal er á þessa leið: Ég er sammála forsendum og I niðurstöðum dómsins að öllu öðru leyti en því, að ég tel að rétt hefði verið að ákveða almenna launahækkun starfsmanna ríkis- ins 5%, þegar tiilit hefur verið tekið til samanburðar við kjör og launahækkanir annarra stétta þjóðfélagsins, svo og annarra þeirra atriða, sem dóminum toer að hafa hliðsjón af í ákvörðun- um sínum. Sératkvæði Eyjólfs er hins veg- ar svona: Ég geri ekki ágreining um nið- urstöðu meirihluta dómsins, að öðru en því, er varðar ákvörðun launa. Þegar virt eru þau gögn, sem dómurinn hefur haft til leið- beiningar um mismun á launum starfsmanna ríkisins og starfs- manna hjá öðrum en ríkinu, sem samið hafa frjálsum samningum um lágmarkskauptaxta, tel ég, að sá samanburður sýni að hækka beri laun starfsmanna ríkisins meira en gert er með meirihluta- atkvæði dómsins. Þegar litið er til ákvæða 20. gr. laga nr. 55, 1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna svo og þeirrar skip- unar um lilutfall miili launa í hinum einstöku launaflokkum, sem fram liefur komið fyrir dóm- inum af hálfu aðila málsins, ber að greiða starfsmönnum rikisins laun samkvæmt þeim reglum, scái hér getur í dómsorði. Síðan fylgir tafla um kaup- hækkunina í hverjum launaflokki og er hækkunin, sem þar er gert ráð fyrir um 12%. i, Of líiil hækkun Frh. af 1. síðu. dómsins verð ég að segja það, — sagði Guðjón, að mér finnst hún brjóta í bága við lögin um kjara- samninga opinberra starfsmanna, þar sem hækkun launa nær ekki því sem lágmarkstaxtar stéttar- félaganna ákveða. Ef borin eru saman laun verkamanna í 5. launa flokki, þá eru þeir sem þar eru, eftir 10 ára starf méð lægri laun en verkamenn Dagsbrúnar eftir 2 ára starf. Sama er um iðnaðar- menn í 10. flokki, eftir 10 ár eru þeir 7% undir taxta járniðnaðar- manna og eftir 15 ár eru þeír 3% undir þessum taxta. Laun ríkisstarfsmanna á að á- kveða að minnsta kosti jafnhá launum sambærilegra starfs- manna f verkalýðsfélögum, og finnst mér það vera kjarni máls- ins. Þær yfirborganir sem kunna að tíðkast á frjálsum vinnumarkaði gera meira en að vega upp á móti þeim hlunnindum, sem ríkisstarfs menn kunna enn að eiga umfram aðra. .. Mér þykir miður, sagði Guðjón að lokum, ef gangur þessara mála verður til að spilla þeim sanin- ingsrétti, sem þegar ht .ur fengizt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. des. 1965 J.5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.