Vísir - 04.12.1958, Side 1
^foiaóönanr
enaianna
Þetla er fyrstí jólasálmunnn, sem allir aðrir sækja efni
sitt til, jólasöngur engianna. Eitt stef er varðveitt af söng
Kinna tignu gesta, og það hefur mikinn fögnuð að flytja.
Vögguvísan, sem englarnir sungu við fæðingu mannkyns-
frelsarans, er forspá um líf hans og starf.
Ðýrð Guði í upphæðum.
Aherzlan hvílir ekki fyrst og fremst á loígerðinni. Til
þess skcríir mennma þekkingu og ímyndunarafl að veg-
sama Guð. Söngur englanna bernir huga vorum að þeirri
ljóssins veröld, sem er ofar vorri og unaðslegri en oið fá
lýst. Sá heimur var mikill veruleiki í augum frumkristn-
mnar: Guð býr í því Ijósi, sem enginn fær til komizt.
Þaðan koma himneskir sendiboðar, umvafðir Ijósi sólu
bjartara. Þaðan kom Kristur, sem sjálfur var nefndur
heimsins ljós, með sínu bjarta föruneyti. Þangað hvarf
hann aftur að lokinni jarðvist sinni kallandi alla þá, sem á
hann trúa, til þess undursamlega ljóss, sem er arfleifð
heilagra. Og þaðan mun hann koma við endalok tímanna
með hersveitum engla, eins og hina fyrstu jólanótt.
Þannig var dýrð upphæðanna alls staðar nálæg í hug-
arheimi hinna fyrstu lærisvema Drottins. Þeirra beið ver-
öld, sem gædd var meira ljósi og lífi en vor. Þar bjuggu
englar. Þar ríkti birta, fegurð, friður og heilagleiki.
Tvö jólaljóð.
Mér kcm í hug tvö jólaljóð eftir Matthías Jochumsson.
Þetta er úr öðru:
Bjartara, bjartara
yfir barni ljúfu
hvelfast Guðs haliir
á heigri nóttu;
cg herskarar
himinbúa
flytja Guðs föður
frið á jörðu.
Hlustar húm,
hlusta þjóðir,
hlustar alheimur,
hlusta uppsalir;
hlustar hvert hjarta,
því að heimi brennur
ein óþrotleg
ódauðleg þrá.
Þannig var án efa hlustað á jólasöng englanna í upphafi.
En getum vér nú sagt það með sönnu, að hvert hjarta
hlusti, eða heilar þjóðir ag jafnvel heimunnn allur brenm
af þrotlausri þrá eftir þessari björtu veröld, sem englarnir
sungu um hma fyrstu jólanótt?
Vera má, að innst inni elskum vér öll ævintýrið. En
vill ekki oft fara svo í þungu stríði lífsbaráttunnar, að
þessi ljóssins veröld hverfi oss sýn, eins og draumur, sem
var fagur, en á sér engan veruleika. Svartur skýjaflóki
áhyggjunnar byrgir fyrir oss stjörnuskm jólanna. Um þetta
fjallar hitt jólaljóðið:
Dýrð Guði i upphœðum,
og friður ó jórðu með þeim mönnum,
sem hann hefur velþóJcnun á.
Þú Betlehemsstjörnu blíðast Ijés,
hvar býrðu í Drottins geimi?
Stíg fram, ó, ljúfa logarós i
cg lýstu betur heimi!
Ö, gnmma stríð, sem geisar hér,
ó, gcislabrot, sem kemur cg fer
á tímans táraskýjum.
Geislabrot, sera kemur og fer?
Jólin eru kær saklausum börnum og öllum þeim, sem
enn hafa ekki orðið úti í gernmgaveðri efnishyggjunnar.
Jafnvel ýmsir, sem engu trúa í venjulegri merkingu þess
orðs, elska jólin. Með tilkomu þeirra verður hversdags-
heimur vor örlítið hlýlegri en áður. Enda þótt menn eygi
ekki nema geislabrot af stjörnu jólahöfðingjans, verða
þeir vingjarnlegri í viðmóti, gjöfulli og góðviljaðn. Og
góð er hver sú hátíð, sem því fær áorkað.
Sú spurning, sem allt veltur þó á í hátíðahaldinu og
mestu varðar, hlýtur þó alltaf að vera þessi: Er hún til
þessi ljóssins veröld með hersveitum engla, sem jólasagan
segir að snöggvast hafi breitt ljóma sinn yfir jörðina hina
fyrstu jólanótt? Er hún veruleikur eða einungis hverfull
draumur, geislabröt, sem kemur og fer í tímans táraskýj-
um einu sinni á ári, þegar skammdegismyrknð er svartast?
Eru til englar?
Eðlilegt væri nú að spyrja mjög ákveðinnar spurningar
og leita svars við henni: Eru englar til og ef svo er, hvar
er þá þeirra heimur?
Skáldið Jónas Hallgrímsson kemst þannig að orði í al-
kunnri vísu:
Jólunum mínum unni ég enn,
og þótt stolið hafi
hæstum Guði heimskir menn:
hefi ég til þess rökin tvenn,
að á sælum sanni er enginn vafi.
Jónas á sennilega við hinn trúarlegu og vísindalegu rök.
Það er eftirtektarvert, að í ritgerð, sem hann sknfar í
skólablað á Bessastöðum um meðferð dýra, kemst hann
þanmg að orði: „Varla getum vér deyft hjá oss þá hugsun,
að fyrr en keðjan þrýtur við hásæti hins eilífa, hljóta enn
þá að finnast þúsund lifandi verur, að baki hverra mað-
urinn stendur eins langt og rjúpan að baki veiðimannsins.
Vei oss, ef þessir máttkari vildu fylgja því dæmi, sem vér
gefur þeim.“
Framh. á bls. 32.