Vísir - 29.09.1961, Síða 15

Vísir - 29.09.1961, Síða 15
Föstudagur 29. sept. 1961 VlSIR 15 Ástin sigrar Wary Burchell. |sakna hennar og segja: — Þetta er allt öðru vísi síðan Erica hætti að vera heima- gangur hérna! En smám saman mundi hún venjast því að sjá hana ekki, og síðan j mundi hún hætta að minnast 1 á hana. Carol kom til dyra. Hún hafði sett upp hatt- inn, svo að það var augljóst að hún ætlaði að fylgja henni á stöðina. Hún brosti ef maður gerir ekki stundum það, sem ekki nær neinni átt? — En engin nema þú hefð- ir getað látið þér þetta þessa fjarstæðu í hug, sagði Erica og hristi höfuðið. — Ég veit það. Þess vegna er ég ekki eins og fólk er flest. Komdu nú og fáðu þér matarbita, og þá skal ég segja þér hvernig ég leigði í- búðina mína með öllu innbú- inu. Mér fannst hyggilegast standa þarna núna, en dálítil huggun var henni í að hann hafði ekki stungið myndinni undir stól. Hún lagði bréfið upp að myndinni og fór út. Nú varð hún að vera ráð deildarsöm og hagsýn. Hún símaði eftir bíl sjálf, því að hún þoldi illa forvitnina í augunum á vinnufólkinu. Svo bar hún töskuna niður og fór úr húsinu án þess að kveðja nokkra manneskju. Ericu þótti vænt um að leiðin til Carol var ekki löng, svo að henni gafst ekki ráð. rúm til að hugsa mikið á leið inni þangað. Það yrði erfitt að kveðja Carol — miklu erf iðara en þegar hún flutti sig frá henni til að giftast, því að þá vissi hún að hún gæti hitt hana hvenær sem hún vildi. Auk þess þótti Ericu enn þá vænna um hana en áður, eftir þessar undanförnu raunavikur. En hún varð að horfast í augu við það. Hún hafði ver- ið heppin að eiga Carol að svona lengi. En héðan í frá varð hún að bjarga sér hjálp- arlaust. Kannske hafði hún gott af því. En gat það undir nokkrum kringumstæðum verið happ að vera einstæðingur ? Æ, bara að hún gæti komist hjá að kveðja Carol líka! Hún hafði borið sig vel þegar hún var að kveðja Oliver. Og hún varð að standast þessa raun líka. — Það var flónska að haga þessu svona, hugsaði Erica með sér þegar hún fór út úr bílnum. — Við hefðum ekki átt að koma okkur saman um að kveðjast. Ég hefði átt að aka beint á brautarstöðina og skrifa henni á eftir. En ég lofaði henni að koma, og má ekki svíkja það. Hún gekk upp stigann og hringdi. Skrýtið að hugsa til þess að hér skyldi allt halda áfram í sama horfi og áður. Carol mundi vafalaust oft og bauð Ericu inn. Tvær töskur og hattaaskja stóðu í anddyrinu. — Hver á þetta? spurði Erica til málamynda, því að hún þekkti bláu töskuna henn ar Carol mæta vel. — Ég. — En — hvað hyggstu fyrir? Erica fékk mikinn hjartslátt. — Ég Datt þér í hug að ég léti þig fara eina? — 0, Carol, sagði Erica. — Ó, Carol! Carol hló og faðmaði hana. — Haltu áfram, — en ég veit ofur vel hvað þú ætl- ar að segja ... — Starfið þitt! tók Erica fram í. — Ég hef sagt upp. Ég var hvort sem er hundleið á því. Ég þarf tilbreytingu. Mig langar líka til London. Þeir voru vitanlega ekki hrifnir af að ég hætti, með svona stutt- um fyrirvara, en ég sagðist verða að komast burt strax, til þess að hjúkra veikri frænku minni. Hafi þeir trú- að mér, þá urðu þeir að minnsta kosti að láta sem þeir gerðu það. — En þetta nær ekki nokk- urri átt, góða mín ... — Satt er það, sagði Carol. — En hvaða gaman er að lifa að hafa það þannig, því að við höfum ekki hugmynd um hve lengi við fáum að búa saman í friði. Erica sagði fátt. Hún lét Carol hafa orðið, því að það yar hugarléttir að heyra það sem hún sagði. Hún átti ekki að vera ein. Hún þurfti ekki að fara éin síns liðs í þessari hræðilegu Carol ætlaði að verða með henni. Carol útmálaði hve vel þær skyldu bjarga sér þang- að til þær fengi atvinnu aft- ur. Þær skyldu búa á kvenna- heimili til þess að spara það sem þær höfðu úr að spila. Og síðan skyldu þær ná sér í íbúð saman. Og Erica mátti ekki fyrir nokkurn mun halda að öll lífsvon væri úti hjá henni. 1 rauninni væri lífið nú fyrst að byrja, með alls konar óvæntum möguleikum. Erica brosti. — Carol mín, ég get ekki sagt þér helminginn af því, sem ég'álít og sem ég óska, en ef ég heyri talað um engla einhvern tíma í framtíðinni, þá sé ég aldrei fyrir mér þessa jólakortaengla með hvíta vængi. Ég sé aðeins þig. — Þú ert bullukeli, sagði Carol og þrýsti henni að sér. — Þú verður að losa þig við þessar hugmyndir um að ég sé afbragð og þess háttar, annars verður það hræðilegt áfall fyrir þig að uppgötva sannleikann... Nú máttu ekki segja meira, annars fer ég að skæla og þá missum við af lestinni. Þess vegna sagði Erica ekki meira, en hún gat ekki stillt sig um að velta fyrir sér hvort nokkur manneskja ætti jafn góðan vin og hún ætti, þar sem Carol var. Carol þagði meðan þær voru að borða. Svo náðu þær í leigubíl og óku á stöðina. Þetta varð einkennileg ferð. Ericu fannst hún ganga í svefni. Það var lítið um ferðalög á þessum tíma árs, svo að þær fengu klefa fyrir sig einar, og gátu lagzt út af á bekkjunum. Carol sofnaði að heita mátti undir eins, en Erica var allt- af að hrökkva upp. Og þegar birta tók af degi settist hún upp og fór að horfa á landið sem brunaði framhjá. Það var erfitt að skilja að hún skyldi hafa stigið þetta örlagaríka spor — það var mikilsverðara en það sem hún hafði stigið er hún giftist Oliver. Þá hafði hún elskað Oliver í nokkur ár og hann hafði allt af verið í huga hennar. Þess vegna hafði giftingin í raun- inni verið rökrétt afleiðing af því, sem fyrir var áður. En nú var allt þetta liðið hjá. Nú varð hún að leggja nýjan mælikvarða á það sem fram- undan var. Jæja, Carol hafði fullyrt að maður lifði alltaf í þessari veröld. Kannske gæti maður vanist öllu líka . . . Það var ó- notalega snemma sem þær komu til London. En þeim varð hughægra' er þær höfðu fundið sæmilegt kvennaheim- ili og fengið sér morgunverð. Þeim kom saman um að hafast ekkert að þann dag- inn. Ericu leið vel af því að Carol var hjá henni, og reyndi að hrinda áhyggjun- SKVTTLRIMAR ÞRJÁR 87 fer auðvitað líka. næturlest. Næsta dag var Constance jörS- uð. Er leið á kvöldið höfðu þjón- amir haft upp á felustað Mylady, og Athos sagði vinum sínum að söðla hesta sína, en siðan hvarf hann nokkra stund, en kom aft- ur með mann, sem hafði grimu fyrir andlitinu. Klukkan níu hélt fylkingin af stað. Nóttin var dimm og drungaleg. Þungbúin skýin æddu um himin- inn og skyggðu á stjörnurnar. Er þeir höfðu farið nokkra hríð, stökk maður skyndilega í veg fyrir þá. Það var Grimaud. „Veiztu hvar Mylady heldur sig?" kallaði d’Artagnan „Rólegur, d’Artagn- an‘‘, sagði Athos. ,,Ég skal spýrja hann‘‘ „Hvar er hún?“ Grimaud benti i áttina til árinnar. „Langt burtu?" spurði Athos. Grimaud beigði vísifingurinn. „Og er hún ein?“ Grimaud kinkaði koili. „Herrar mínir", sagði Athos, „hún er ein síns liðs, hálfa mílu frá ánni“. Grimaud héit yfir akrana og riddararnir fylgdu honum eftir. Er þeir komu að litlu, afskekktu húsi, spratt Mousqueton skyndi- lega upp úr skurði og sagði: „Hún er þarna inni”. „Hvar er Bazin?“ spurði Athos. „Hann gætir dyr- anna". Athos fleygði taumnum til Grimauds, gaf hinum bendingu um að halda að dyrunum og stökk siðan sjálfur yfir limgerðir og upp á gluggasilluna. K V I S T Lofðu mér að sjá hvemig liann fer ef þú geispar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.