Tölvumál - 01.05.1986, Page 19

Tölvumál - 01.05.1986, Page 19
ATHYGLISVERT BRAUTRYÐJENDAVERK í slðasta tölublaði TÖLVUMÁLA var fjallað allmikið um íslenskt mál. Þar á meðal var rætt um mikilvægi þess að gera tölvutæknina Islenska. Á þessum vettvangi hefur IBM unnið athyglisvert brautryðjendaverk I samvinnu við Orðabók Háskólans. Hér er um að ræða aðlögun ritvinnsluforrits, sem hlotið hefur heitið Ritvangur, að íslensku ritmáli. Athyglisverðasta nýjungin er að mati IBM hin svokallaða ritskyggning, sem auðveldar mönnum stórlega leiðréttingar og frágang á tölvurituðum textum. VILLULEIT í TEXTA Algengustu gerðir af ritvinnsluforritum fyrir tölvur tramkvæma engar athuganir á textanum sjálfum. Þau aðstpða notendur fyrst og fremst við innsetningu texta og uppsetningu hans á pappír. Margir munu kannast við hversu erfitt getur reynst að finna ritvillur I texta, sem skráður hefur verið I rit- vinnslu. Þessar villur eru oft ólíkar venjulegum málvillum sérstaklega þegar óvanir menn rita texta sinn sjálfir. Tölvunotendum getur því reynst býsna tafsamt og erfitt að ganga þannig frá tölvuskráðu ritmáli að engir gallar séu á ritun orðanna. Höfundur þessa texta þarf til dæmis ósjaldan að lesa texta sinn fjórum eða fimm sinnum yfir til að leita að villum - og dugir þð oft ekki til. En ekki er allur vandi leystur þðtt fundist hafi ritvillur, sem hægt er að leiðrétta umhugsunarlaust. Oft er tölvunotandinn ekki viss I sinni sök hvernig rita skuli ákveðin orð. Það væri því til mikils hagræðis ef hægt væri að leita liðsinnis tölvunnar við villuleitina. Með því mðti sparaðist ekki aðeins dýrmætur tlmi, heldur myndi það einnig stuðla að því að gera notandann sjálfbjarga við frágang texta. Ekki síst ef það vekti jafnframt athygli á mikilvægi vandaðrar stafsetingar. Þá eru ótaldir þeir mögu- leikar, sem opnast I skðlakerfinu. Ritvinnslukerfi eða sérhönnuð "námskerfi" sem getur liðsinnt nemendum við ritun íslensku er skammt undan. 19

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.