Tölvumál - 01.10.1986, Page 4
FRÁ FORMANNI
í þessu tölublaði TÖLVUMÁLA birtist dagskrá
Skýrslutæknifélagsins fyrir vetur komandi. Við mótun
vetrardagskrárinnar hefur stefna félagsins komið
nokkuð til umræðu i stjórninni eins og oft áður.
Eins og oft er vitnað til þá lifum við á timum
tölvubyltingarinnar. Svo virðist sem engu timabili
mannkynssögunnar sé hægt að likja saman við þetta
timabil hvað snertir breytingar i viðtækasta
skilningi þess orðs. Það fyrirbæri sem við nefnum
tölvu snertir nú orðið allar mannlegar athafnir á
einn eða annan hátt.
Stefnumótun fyrir félag eins og Skýrslutæknifélagið
hlýtur að vera sifellt i endurskoðun með tilliti til
þess, sem áður er sagt.
Dagskrá komandi vetrar einkennir einkum þrennt. í
fyrsta lagi er nú leitað i mun rikari mæli en áður
eftir samstarfi við aðra aðila i þjóðfélaginu i
sambandi við ráðstefnur og fundahöld. Á þann hátt
náum við til fleiri aðila en félaga Skýrslutækni-
félagsins til að kynna upplýsingatæknina og skiptast
á skoðunum hvað varðar áhrif hennar. Við sem störfum
við upplýsingatækni hljótum að vera tæknisinnuð. Ef
við hins vegar gleymum að athuga áhrif þessarar tækni
á einstaklinginn og þjóðfélagið allt er hætt við að
við lokumst inni og ekki náist fram allur sá árangur
sem tölvur og upplýsingatækni eiga að geta gefið.
í öðru lagi er nú ætlunin að stofna deildir eða
"klúbba" innan félagsins þar sem myndast geta hópar
sem hafa áhuga á ákveðnum tæknilegum sviðum. Þær
raddir hafa heyrst að félagið sé ekki nægilega
tæknilega sinnað hin seinni ár. Eftir þvi sem
upplýsingatæknin hefur teygt arma sina inn á fleiri
svið, hefur reynst erfiðara að halda félagsfundi um
einstök afmörkuð tæknileg svið. Hér opnast til dæmis
tækifæri fyrir þá sem starfa við ákveðna tegund tölva
eða vinna að svipuðum verkefnum að bera saman bækur
sinar.
4