Tölvumál - 01.10.1986, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.10.1986, Blaðsíða 6
VETRARSTARF SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGSINS Ætlunin er að byggja starf vetrarins upp á nokkuð annan hátt en venja hefur verið hjá Skýrslutæknifél- aginu hingað til. Félagsfundir verða reyndar haldnir á hliðstæðan hátt og verið hefur. Reynsla siðustu ára hefur hins vegar sýnt að sifellt erfiðara er að ná til hins almenna félaga á þann hátt. Ráðstefnur um ólík efni í vetur er stefnt að þvi að halda nokkrar ráðstefnur um ólik efni. Leitað verður samvinnu við aðila utan félagsins um flestar ráðstefnunnar. Þær verða með ólíku sniði og taka misjafnlega langan tima allt eftir þvi hvaða efni fjallað er um og hvaða fólk þær höfða til. Fyrirhuguð er ráðstefna um tölvunet. Leitast verður við að draga fram á henni reynslu þeirra aðila hér á landi, sem nota tölvunet nú þegar. Einnig verður fjallað um netin frá tæknilegu hliðinni. í kjölfar ráðstefnunnar verður námskeið Skýrslutæknifélagsins um tölvunet endurtekið. Sigfús Björnsson hefur umsjón og leiðbeinir á námskeiðinu eins og s.l. vor. Aðalfundur á PC - degi Eins og þeir sem sótt hafa aðalfundi félagsins vita eru það ekki fjölsóttar samkomur. Nú verður aðal- fundurinn felldur inn í svonefndan PC-dag. Dagurinn verður eins og nafnið bendir til helgaður einmenn- ingstölvum. Litið verður á einmenningstölvur af ýmsum gerðum, hin óliku tölvukerfi, sem fáanleg eru fyrir þær og notkun þeirra við hin ólikustu verkefni. Gert verður hæfilegt hlé um miðan daginn og aðalfundinum skotið þar inn. 6

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.