Tölvumál - 01.10.1986, Page 11

Tölvumál - 01.10.1986, Page 11
FAGRÁÐ Stofnun sérstaks fagráðs innan Skýrslutæknifélagsins hefur verið rædd innan stjórnarinnar. Fagráð er aðili i likingu við það,sem stundum er nefnt akademia á erlendum málum. Ráðið er æðsti umsagnaraðili innan félagsins og að miklu leiti stefnumarkandi i faglegum málum. í fagráði sitja 6 menn, sem hafa mikla reynslu á sviði upplýsingamála og njóta almennra virðinga og trausts á þeim vettvangi. Stjórn Skýrslutækni- félagsins skipar menn í fagráð til tveggja ára i senn. Við þá skipun styðst hún við tilnefningar frá félagsmönnum. Menn geta setið i fagráði eins lengi og þeir eru skipaðir, þ.e. þá má endurskipa. Ráðið kýs sér sjálft formann. Hugmyndir stjórnarinnar hniga í þá átt að ráðið móti að verulegu leiti hlutverk sitt sjálft fyrstu árin. Einnig að það starfi mjög sjálfstætt og lúti ekki fyrirmælum stjórnarinnar. í drögum sem fyrir liggja um starfsvettvang fagráðs er frekari lýsing á starfssviði þess. Til dæmis er áætlun um að skipun í tölvunefnd breytist á þann hátt að stjórn Sí skipi mann i nefndina úr hópi 5 manna, sem fagráð tilnefni. Þá er hugmyndin að ráðið geri tillögur um meginlínur varðandi stefnu í stöðlunar- málum og hugi vel að aðlögun tölvutækninnar að íslenskri menningu. Einnig er stefnt að því að leita megi til fagráðs með tilnefningu manna í gerðardóm og hliðstæðar nefndir. Stjórn SÍ mun að sjálfsögðu leita umsagnar ráðsins um öll tæknileg mál, sem félaginu eru send til afgreiðslu. Almennt er hugmynd stjórnarinnar að stofna ráð hæf- ustu manna, sem hafið sé yfir daglegt þras og njóti almenns trausts og virðingar. Áður en þetta mál hlýtur meiri umræðu innan stjórnarinnar er nauðsyn- legt að heyra skoðanir félagsmanna á því. Fljótlega munu þau drög, sem nú liggja fyrir verða send nokkrum aðilum til umsagnar. Einnig óskar félagið eftir að heyra skoðanir hins almenna félagsmanns á þessu máli. Ekki síst hvaða menn eru taldir koma til greina til setu 1 ráðinu og hvaða kostum þeir eigi að vera búnir. -si. 11

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.