Tölvumál - 01.10.1986, Síða 14

Tölvumál - 01.10.1986, Síða 14
Stundum er auðvelt að brjóta verkið niður i nokkurn veginn sjálfstæða hluta, sem siðan er dreift á undirtölvurnar. Oftast þarf þó að samræma niðurstöður, sem fást frá undirtölvunum og stundum þurfa þær að hafa samskipti sin á milli á meðan verkið er leyst. Tvö líkön Til skamms tima voru engar raunverulegar samhliða tölvur til. Af þeim sökum notuðust tölvunarfræðingar, sem unnu að hönnun samhliða algóritma, við likön af samhliða tölvum. í stórum dráttum eru til tvær gerðir likana. Fyrri gerðin samanstendur af fast- ákveðnum fjölda undirtölva, sem hver hefur sitt einkennisnúmer og óbundinn fjölda minnishólfa. Hver einstök undirtölva er tengd fastákveðnum fjölda annara undirtölva og vinna þær saman að lausn verkefna með þvi að senda hver annari skeyti. Hver einstök undirtölva er þó venjulega ekki tengd öllum hinum. Af þeim sökum þurfa skeyti stundum að fara i gegnum nokkrar undirtölvur áður en þau komast á áfangastað. Nokkrar samhliða tölvur hafa verið hannaðar, sem byggja á þessu fyrirkomulagi, þar á meðal "Cosmic Cube", sem áður var minnst á. Seinni tegundin af þeim likönum, sem notuð eru samanstendur af óbundnum fjölda undirtölva, sem hver hefur sitt einkennisnúmer og minni til að geyma fastákveðinn fjölda af tölum. Allar undirtölvurnar nota sama forritið. Skipanir i forritinu geta innihaldið einkennisnúmer undirtölvanna, t.d. i IF-setningu, sem gerir það að verkum að hægt er að stjórna þvi hvaða undirtölvur framkvæma ákveðna verkhluti. Auk minnisins i undirtölvunum sjálfum er sameiginlegt minni af óbundinni stærð. Allar undirtölvurnar geta breytt innihaldi sameiginlega minnisins. Tvær eða fleiri undirtölvur mega þó aldrei reyna að lesa eða breyta sama minnishólfinu samtimis. Þetta likan er notað i dæmunum hér. Þessi gerð likana virðist ekki vera eins raunhæf og fyrri gerðin. Tölvunarfræðingar i New York University eru þó að hanna tölvu sem svipar til þessa likans. Hún heitir "The Ultracomputer" og henni er lýst i grein i febrúar hefti timaritsins "IEEE Transaction on Computers" 1983. 14

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.