Tölvumál - 01.10.1986, Qupperneq 16

Tölvumál - 01.10.1986, Qupperneq 16
töluna í vektornum B. Segjum að B innihaldi n tölur eins og fyrr og til hægðarauka gerum við ráð fyrir að n sé 2 i veldinu k (n=2k), þar sem k er einhver heiltala, þá getur n tekið gildin 2,4,8,16,32,64 o.s.frv. jt, Venjulegi algóritminn rennir i gegum allar tölur i vektornum B og heldur sifellt utan um stærstu töluna sem hann hefur séð. Þegar hann hefur séð allar tölurnar i vektornum þekkir hann stærstu töluna. S0; FOR i:-1 TOnDO IF Bli] > s THEH sBlil; Timinn sem þetta tekur er af stærðargráðunni n, þar sem algóritminn verður að lita á allar tölurnar i B. Litum nú á hvernig hægt væri að finna stærstu töluna með þvi að nota margar undirtölvur. Einn möguleiki er að byrja á þvi að bera samtímis saman tölur sem eru hlið við hlið i B og setja stærri töluna i hólfið, sem hefur lægri einkennistölu. Við þurfum n/2 undirtölvur til að gera þetta. Þá höfum við aðeins n/2 tölur eftir, sem gætu verið stærstar, svo einungis þarf að nota n/4 undirtölvur til að bera saman tölurnar, sem eru i hólfunum með ójafna einkennistölu og setja aftur stærri töluna i hólfið með lægri einkennistölu. Næst berum við saman tölurnar i fjórða hverju hólfi. Við höldum þessu áfram þar til við höfum aðeins eina tölu eftir. Hún er stærsta talan í B. Tökum sem dæmi vektorinn B=(9,4,2,7,11,5,15,8). Við notum 4 undirtölvur, köllum þær T1,T2,T3 og T4. T1 ber saman 9 og 4, T2 ber saman 2 og 7, T3 ber saman 11 og 5 og T4 ber saman 15 og 8. Eftir þetta þrep er B=(9,4,7,2,11,5,15,8); aðeins T2 þurfti að skipta á tölum. í næsta þrepi þurfum við aðeins 2 undirtölvur, svo að við notum T1 og T2 aftur. T1 ber saman 9 og 7 og T2 ber saman 11 og 15. T2 skiptir á 11 og 15 og B er nú (9,4,7,2,15,5,11,8). í siðast þrepinu þurfum við eina undirtölvu, sem ber saman 9 og 15 og skiptir á þeim. Við vitum nú að 15 er stærsta talan og hún situr framst i B, sem er (15,4,7,2,9,5,11,8). Við höfum að visu ruglað röð 16

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.