Tölvumál - 01.10.1986, Side 20

Tölvumál - 01.10.1986, Side 20
BESTU LAUN í BANDARÍKJUNUM Bandaríska tímaritið Business Week birtir árlega lista yfir þá stjórnendur fyrirtækja i Bandarikjunum, sem hafa hæst laun. Við lestur yfirlitsins vekur athygli hversu svimandi háar upphæðir um er að ræða. Þá kemur nokkuð á óvart að ekki virðist vera samband á milli almennrar afkomu fyrirtækja og þeirra launa, sem forsvarsmenn þeirra skammta sjálfum sér. Þannig má til dæmis nefna að Victor Posner, sem hafði um 520 miljón krónur i árslaun 1985 hefur að mati timaritsins Business Week staðið sig hörmulega á undanförnum árum. Timaritið setur hann til dæmis efstan (eða neðstan) á lista yfir lélegustu stjórnendur i Bandarikjunum 1985. Einn á meðal hinna bestu Á meðal 25 bestlaunuðu stjórnenda i Bandarikjunum er einungis að finna einn "tölvumann". Það er George B. Beitzel hjá IBM. Hann hafði 125 miljón króna tekjur 1985 og var 11. maður á lista timaritsins. Business Week leggur einnig mat á þann árangur, sem hinir vellaunuðu stjórnendur hafa skilað og ber hann saman við þau laun, sem þeir fengu. í blaðinu er birtur listi yfir þá 10 stjórnendur, sem að mati þess hafa skilað hluthöfum fyrirtækja sinna bestum árangri i hlutfalli við þau laun, sem þeir fengu greidd. Einnig birtir blaðið lista yfir þá 10 stjórnendur, sem hafa skilað lélegustum árangri. Fyrir þá sem áhuga hafa á upplýsingatækni eru þessir listar mjög áhugaverðir. Á betri listanum er enginn stjórnandi tölvufyrirtækis. Efstur á honum er liðlega sextugur heiðursmaður frá Suðurrikjunum. Hann nefnist Floyd D. Gottwald Jr. og er stjórnar- formaður efnafyrirtækisins Floyd. Á listanum eru einnig menn frá Pan Am, Polaroid og Campbell Soup, svo dæmi séu tekin. Tölvumenn í skammakróknum Á slakari listanum er á hinn bóginn aðfinna nöfn sem eru kunn i tölvuheiminum. í þriðja, fjórða og fimmta sæti óæðri listans eru Edson D de Casto, stjórnar- framh. á bls. 22 20

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.