Tölvumál - 01.10.1986, Side 22

Tölvumál - 01.10.1986, Side 22
framh. af bls. 20 formaður Data General, An Wang aðaleigandi Wang Labaratories og John Scully, forstjóri Apple Computers. Þeir eru reyndar i góðum félagsskap þvi næst á eftir þeim kemur sjálfur kraftaverkamaðurinn Lee A. Iacocca hjá Chrysler. Það er til marks um þá erfiðleika, sem upplýsinga- iðnaðurinn hefur átt við að etja undanfarin misseri, að svo margir stjórnendur tölvufyrirtækja skuli standa á listanum. Öll þau þrjú tölvufyrirtæki, sem nefnd voru á undan hafa náð undraverðum árangri á liðnum árum þó stjórnendur þeirra sitji nú i skammakrók Business Week. Til gamans er hér á eftir birtur listi um tekjur þeirra 10 manna, sem höfðu hæst laun hjá fyrirtækjum i Bandarikjunum 1985: Hæstu laun stjórnenda 1985: 1. Victor Posner DWG 520 milj.kr. 2 . Lee A. Iococca Chrysler 460 If II 3 . T. Boone Pickens Jr Mesa Petroleum 340 II II 4. Drew Lewis Warner Ames 240 II II 5. Robert L. Mirchell Celanesed 190 II II 6. Sidney J. Sheinberg MCA 180 II II 7 . Robert Anderson Rockwell 145 II II 8 . Clifton C.Garvin Jr Exxon 140 11 II 9. David S. Lewis Gen. Dynamics 135 II II 10 .John H. Gutfrund Phibro-Salomon 130 II II 11 .George B. Beitzel IBM 120 II II Hvernig er málum háttað hérlendis Marga mun fýsa að vita hvernig launamálum stjórnenda fyrirtækja er háttað hér á landi. Fróðlegt væri að gera hliðstæðan samanburð á árangri þeirra og launum og bandariska timaritið gerir. Þessi mál eru hins vegar feimnismál hér og engar likur á þvi að hliðstæðir listar verði birtir i viðskiptaritum. Stjórnendum er illa við að opinbera laun sin og láta gera mat á hæfni sinni. Þeir tölvumenn hér á landi, sem kæmu inn á svona lista myndu þó vafalitið vera i hópi betri manna. Sumir þeirra kæmu að likum til álita á lista þeirra, sem hafa skilað bestum árangri i samræmi við laun. -si. 22

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.