Tölvumál - 01.10.1987, Síða 4

Tölvumál - 01.10.1987, Síða 4
NÝ RITNEFND Ritnefnd TÖLVUMÁLA. hefur tekið miklum breytingum. Úr gömlu ritnefndinni eru Jóhann Gunnarsson og Stefán Ingólfsson einir eftir. Þá má ekki gleyma Kolbrúnu Þórhallsdóttur, framkvæmdastj óra SÍ, sem ber hitann og þungann af frágangi blaðsins. Til liðs við okkur hafa komið Guðriður Jóhannes- dóttir, Halldór Kristjánsson, Jón R. Gunnarsson og Vil- hjálmur Sigurjónsson. Þetta blað er hið fyrsta, sem nyja ritnefndin sendir frá sér. Útlit og innihald blaðsins er þó ekki fullmótað miðað við þau áform, sem nefndin hefur um efnistök. Nefndarmenn hafa ákveðið að skipta með sér ákveðnum föstum dálkum auk greinaskrifa. Ætlunin er að hafa fréttapistla með stuttum klausum af helstu tiðindum i tölvuheiminum hér á landi og einnig erlendis. Guðriður verður ábyrgðarmaður fréttapistlanna. Þá er ætlunin að flytja reglulega fréttir af þvi sem stjóm félagsins er að sysla. Það mun Halldór Kristjánsson annast. Til reynslu höfum við opnað flóamarkað i TÖLVUMÁL- UM. Þeir, sem óska að selja tól og tæki geta auglýst án endurgjalds á flóamarkaðinum. Einungis þarf að hafa samband við Kolbrúnu. TÖLVUMÁL standa öllum opin. Þeir, sem þess óska geta sett þar fram skoðanir sinar um hvað- eina, sem snýr að upplýsingamálum. Blaðið mun ekki gera athugasemdir við skoðanir manna - jafnvel þótt gagnrýni verði beint að Skýrslutæknifélaginu eða blaðinu sjálfu. Það orð hefur legið á "tölvumönnum" að þeir séu pennalatir og láti gagnrýni oftast ósvarað. Vonandi afsanna lesendur TÖLVUMÁIA það i vetur. Á fyrsta helmingi yfirstandandi árs voru fluttar inn tölvur og tölvutæki fýrir tæpan milljarð króna. Þá er ótalin öll innlend þjónusta. Þetta sýnir okkur að á upplýsingasviðinu eru mikil umsvif. Fagleg og fagpólitisk xmiræða er þó i algjöru lágmarki. Það stafar þó ekki af áhugaleysi. Hin góða aðsókn, sem er að öllum ráðstefnum Skýrslutæknifélags- ins sýnir svo ekki verður um villst að mikill og almennur áhugi er á öllum hliðum upplýsingamála. Mönnum er hins vegar ekki lagið að setja fram skoðanir sinar i rituðu máli. Það er ósk okkar að þessi áhugi endurspeglist i starfi félagsins og útgáfu TÖLVUMÁIA á komandi vetri. - 4 - Stefán Ingólfsson.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.