Tölvumál - 01.10.1987, Qupperneq 6
hugbúnaður skilgreindur sem ritverk ("literary works"), sem
njóta skal vemdar þar til 50 árum eftir dauða höfundar.
Lagt er til að viðurlög við hugbúnaðarstuldi séu þyngd úr
200 Kanadadollara sekt, sem nú er hámark viðurlaga, i allt
að 1 milljón dollara sekt og 5 ára fangelsi. Það litur þvi
út fyrir að kanadískir "sjóræningjar" megi fara að vara
sig.
Páll Jensson, formaður Skýrslutæknifélagsins er nú í
rannsóknarfrii i Flórida. Hann fór vestur með fjölskyldu
sina i fyrra mánuði og kemur væntanlega aftur i febrúar. í
fjarveru hans gegnir varaformaður félagsins, Jóhann P.
Malmquist, formennsku.
Enn um formanninn. Páll Jensson átti fertugsafmæli 3.
október s.l. TÖLVUMÁL senda honum afinæliskveðjur yfir
hafið og óska honum gæfu og gengis.
Guðriður Jóhannesdóttir
MÓTMÆLI GEGN SÖLUSKATTI
A TÖLVUR, HUGBÚNAÐ OG TÖLVUÞJÓNUSTU
Þegar ljóst var að ný rikisstjóm hyggðist afla ríkinu
aukinna tekna með þvi að leggja söluskatt á tölvur,
hugbúnað og tölvuþjónustu ákvað stjóm Skýrslutæknifélags
íslands að koma á framfæri alvarlegri viðvörun vegna
þessara áforma. Erindi þess efnis var sent til allra
ráðherra, formanna stjómmálaflokkanna og fjölmiðla.
í kjölfar þessara mótmæla frá stjóm Skýrslutæknifélagsins
var hafður fundur með félagsmönnum i hugbúnaðarfyrirtækjum
sem náðist i með stuttum fyrirvara. Á þeim fundi var
stofnuð óformleg nefnd á vegum félagsins til að mótmæla
fyrirhuguðum söluskatti og benda á þær óheillavænlegu
afleiðingar, sem álagning hans hefði i för með sér. í
nefndinni eru Hjörtur Hjartar, stjómarmaður i SÍ, Lúðvik
Friðriksson frá Rafreikni hf og Vilhjálmur Þorsteinsson frá
íslenskri forritaþróun sf.
- 6 -