Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 9
laust fengið forrit úr þessu safni. útgáfustarfsemi DECUS
er fjölbreytt. Gefin eru út mörg rit um f jölbreyttustu
efni sem varða notkun DEC tölva.
Vinsælar ráðstefnur
Ráðstefnur DECUS eru mjög vinsælar. Þær nefnast DECUS
Syitposium. Ráðstefnumar eru haldnar árlega. X hverju
landi halda einstakar deildir ráðstefnur, eiríkum á vorin.
Þá heldur DECUS Europe mikla ráðstefnu á hverju hausti.
Hún flyst á milli borga i Evrópu. Nú i september var hún
haldin i Rómaborg. Ráðstefnumar em f jölbreyttar.
Digital Equipment sýnir á þeim athyglisverðar nýjungar.
Sérfræðingar þeirra svara fýrirspumum og gestir geta
"fiktað i tækjunum". Þá eru haldin erindi um helstu
nýjungar og það sem efst er á baugi i "Digitalheiminum".
Revkiavik á vorin
Félagar i íslandsdeild DECUS sem nefnist DECUS ÍSLAND eru
nú hátt á annað hundrað. Starfsemin hefur verið lifleg
siðustu árin. Digital tölvur eru mjög vinsælar hér á landi
og endurspeglast það i vaxandi áhuga á starfi DECUS ÍSIAND.
Félagið er opið öllum áhugamönnum um tölvunotkun. Engin
félagsgjöld eru greidd i DECUS.
DECUS ÍSIAND gengst fyrir ráðstefnu, DECUS Symposium, á
hverju vori oftast fyrri hluta mai. Ráðstefnur félagsins
hafa tekist mjög vel og verið fjölsóttar. Á siðustu
ráðstefnu voru til daanis erindi og kynningar á svonefndum
fjórðu kynslóðar forritunarmálum. Einnig var fjallað um
kosti UNIX stjómkerfisins og stefnu Digital varðandi
samtengingar á tölvutækjum. Tveir erlendir sérfræðingar
frá Digital héldu erindi á ráðstefnunni.
Kristján Ó. Skagfjörð hf umboðsaðili Digital Equipment hér
á landi setur upp sýningu á nýjum tækjum og tölvukerfum
fýrir ráðstefnugesti i tengslum við ráðstefnumar.
Opið félaq
Eins og áður segir eru DECUS félögin opin öllum áhugamönnum
um tölvur. Menn þurfa einungis að láta skrá sig i samtökin
til þess að taka þátt i ráðstefnunni. Heimilisfang DECUS
ísland er hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf. Guðni Kristjáns-
son verkfræðingur er formaður félagsins og Diana Simonar-
dóttir er framkvaardastj óri. -si
- 9 -