Tölvumál - 01.10.1987, Page 20
FRÁ ORÐANEFND
Orðanefnd hefur nú hafið störf á ný eftir sumarleyfi.
Ritnefnd Tölvumála hefur látið i ljós þá ósk að pistill
orðanefndar verði fastur liður i blaðinu i vetur. Mun reynt
að verða við þeirri ósk eftir þvi sem timi og kraftar
formannsins leyfa.
Reynsla okkar sýnir þó að ekki má búast við að lesendur
bregði við hart og skjótt og láti i ljós álit sitt á
tillögum þeim sem við birtum i blaðinu. Væri okkur mikil
ánægja að heyra oftar frá félögum i Skýrslutæknifélaginu.
Mega menn gjaman láta i ljós álit sitt á tillögum þeim sem
birtast hér i blaðinu og einstökum atriðum i Tölvuorðasafn-
inu og einnig á þvi hvert ætti að vera hlutverk orðanefnd-
arinnar nú þegar búið er að gefa Tölvuorðasafnið út.
Litum nú á nokkur orð sem fjallað hefur verið um nýlega.
LCD
Að gefnu tilefni viljum við benda á orðið skuggastafagluggi
sem birtist i Tölvuorðasafninu sem þýðing á liauid crystal
displav. skammstafað LCD. Stafimir birtast sem skuggi á
ljósum grunni og mætti þvi kalla skuggastafi. Sumum finnst
e.t.v. að i heitinu ætti að vera einhver tilvisun til
vökvakristalla. Datt okkur þá í hug að tala mætti um
kristalsstafaglugga eða jafnvel kr istalsstafaskj ái.
Stafimir sjálfir gætu heitið kristalsstafir. En menn mættu
sem sé ihuga hvort við þurfum endilega að þýða úr ensku, og
hvort sú hugsun sem býr að baki orðsins skuggastafur er
ekki alveg eins góð þótt islensk sé. Stafir á skjá eru
ljósstafir, en þeir sem hér um ræðir eru beinlinis skugga-
stafir.
hacker
í Tölvuorðasafninu er gefin þýðingin tölvurefur á hacker i
merkingunni 'maður sem reynir á ólöglegan hátt að fá aðgang
að upplýsingum i tölvukerfi og e.t.v. breyta þeim á ýmsu
vegu'. Hacker getur lika verið 'maður sem hefur mikinn
áhuga á tölvum og er duglegur að nýta þær á ýmsa vegu'.
Nýlega sá ég orðið tölvukeri (sbr. fagurkeri) i Morgunblað-
inu og gæti það verið þýðing á hacker i seinni merkingunni.
framh. á bls. 22
- 20 -